Lífsins hjól (Wisefour-01-IS)

Lýsing

Allir þátttakendur teikna hring á blað og skipta honum í átta hluta sem hver um sig táknar atriði sem  hafa mikil áhrif í lífi þeirra. Með því að skoða hvern hluta sér er gert ráð fyrir að þátttakendur nái betri skilningi á því hvaða hlutir eða atburðir eru eins og þeir eiga að vera og fá að njóta sín og hverjir mega vera betri eða þurfa meiri umhyggju. Eftir umræður og ákvarðanir teikna þátttakendur í lokin mynd af sjálfum sér eins og þeir vildu hafa líf sitt eða sjálfsmynd.

  • Áhersla á
  • Sjálfsvitund
  • Daga
  • 1
  • Þjálfunaraðferð
  • Með leiðbeinanda
  • Hópastærð
  • <10 þátttakendur
  • Tími
  • Meira en 60 mínútur
  • Námsaðstaða
  • Augliti til auglitis
  • Efla leikni og þekkingu
  • Efling seiglu
  • Hæfni/færni
  • Samskipti
  • Leita lausna
  • Sjálfshvatning og seigla
CC - Attribution-NonCommercial-ShareAlike

Heiti

Lífsins hjól

Kennsluaðferð

Vinnustofa, umræður, innlegg leiðbeinanda

Kennslugögn

  • Auð A4 blöð.
  • Litir, pennar, tússpennar, málning.

Undirbúningur:

Nauðsynlegt er að borðum sé raðað þannig að allir þátttakendur hafi nægt rými til að teikna eða mála.

Undirbúningstími

Innan við 30 mínútur.

Ábendingar til undirbúnings

Leiðbeinandi þarf að hafa reynslu/menntun í  að kenna sjálfsstyrkingu.

Ekki er nauðsynlegt að leiðbeinendur hafi einhverja myndlistarmenntun þar sem áhersla í þessari vinnustofu er að skapa en ekki dæma hversu gott eða vont myndverkið er.

Leiðbeinandi þarf að vera tilbúinn til að taka þátt í hópvinnunni og sýna þátttakendum áhuga.

Leiðbeiningar um sjálfsstyrkingu eru af hinu góða en það sem mestu skiptir er reynslan af að hafa tekið þátt í námskeiðinu.

Tilvísanir og bakgrunnur

Að hafa of mikið á sinni könnu og þess vegna ófær um að vera í tengslum við aðra eða hafa  jafnvægi á hlutunum getur valdið kulnun og depurð.

Eakman (2016) taldi að fólk missti stjórn á lífi sínu þegar grunnþarfir hvers einstaklings verða að víkja fyrir önnum hversdagslífsins. Þetta hefur áhrif á heilsuna.

Lífið fer úr skorðum við að sálrænum grunnþörfum eins og frelsi, tengslum við aðra og að leyfa hæfileikum sínum að njóta sínum er ekki sinnt. (Ryan & Deci, 2018). Einhver sem telur þarfir fjölskyldunnar meiri en sambandið við makann og það molnar undan því eða að of mikil áhersla er lögð á að eignast peninga í stað þess að njóta þess sem lífið hefur að bjóða.

Að huga ekki að jafnvægi getur valdið heilsutjóni eða streitu.

Að skapa jafnvægi á milli vinnu og einkalífs mun auka lífsgæði og er mikilvægt að skoða mismunandi hlutverk í lífinu – fjölskyldu, vini, heilsu, vinnuumhverfi, og áhuga (Byrne, 2005).

Upprunalega hugmyndin á bak við Lífsins hjól kemur frá Paul J. Mayer á sjöunda áratugnum en hann var iðnjöfur sem aðstoðaði fólk við að ná markmiðum sínum.

Vinnustofan um Lífsins hjól hjálpar til við að koma jafnvægi á þætti sem hafa áhrif á lífið allt og sýna fram á hvar þarf meiri stuðning.

Byrne, U. (2005). Wheel of life. Business Information Review, 22(2), 123–130.

Eakman, A. M. (2016). A subjectively-based definition of life balance using personal meaning in occupation. Journal of Occupational Science, 23(1), 108–127.

Ryan, R. M., & Deci, E. L. (2018). Self-determination theory: Basic psychological needs in motivation, development, and wellness. Guilford Press

Hæfniviðmið

Í lok þessarar æfingar eiga einstaklingar að:

  • hafa fengið þjálfun í að greina hvort líf þeirra er í jafnvægi,
  • hafa fengið þjálfun í að nefna þætti í lífi sínu sem mæta þörfum þeirra og að gera þá hamingjusama og einnig það sem veldur vanlíðan og óánægju,
  • hafa fengið þjálfun í að greina á hvaða sviðum lífsins er nauðsynlegt að fá meiri hjálp til að ná markmiðum sínum,
  • hafa fengið þjálfun í að setja sér markmið og greina hindranir sem valda því að þeir ná ekki árangri.

Nánari lýsing í skrefum

 

Skref 1

Hver þátttakandi teiknar hring á blað og skiptir hringnum í átta hluta. Hver hluti á að tákna mikilvægt svið eða þátt í þeirra lífi. Ólíklegt er að líf einhvers sé nákvæmlega eins og annars og því skiptir máli að hver og einn segi til um hvaða átta þættir eru mikilvægir í hans lífi. Sviðin eða þættirnir geta til dæmis verið: Að ná árangri, ást, fjölskylda og vinir, heilsan, fjármálin, atvinnan og starfsframinn, að njóta lífsins, að taka þátt í félagsmálum.

 

Skref 2

Þátttakendur hugsa sé að miðja hringsins tákni 0  og jaðarinn 10 og gefa sér eins konar einkunn á hvern hluta með línu eða boga og sýna þar með hvort þeir séu að ná eins miklu út úr þessu og þeir vildu. (0 er verst 10 er best).

 

Skref 3

Nýja hjólið segir til um Lífsins hjól einstaklingsins eins og það er núna og því er spurt? Er þitt hjól jafnt og getur það komist áfram án erfiðleika. Hjólið höktir ef línurnar eru ekki jafnar. Leiðbeinandinn spyr þátttakendur spurninga sem síðan er rætt um.

Þegar þú lítur á hjólið þitt, hvernig líður þér þá?

  • Hvernig myndir þú vilja breyta hjólinu?
  • Hvað kom þér mest á óvart?
  • Hvernig myndi þér líða ef allar hliðar væru með 10 eða fullt hús?
  • Hvaða þátt vilt þú helst laga?
  • Hvar viltu byrja?
  • Hvar verðum mestum tíma núna?
  • Hvað þarftu að gera til að bæta hlutina í hverjum þætti?
  • Hvaða lítil skef myndu hafa mest áhrif til batnaðar?
  • Getur ein breyting á hegðun þinni haft áhrif á marga þætti lífs þíns?

 

Skref 4

Hvaða tala myndir þú telja æskileg að væri við hvern þátt?

Flestir myndu vilja að þættirnir væru allir á bilinu frá 7 til 10 og eins jafnir og mögulegt væri. Það er auðvitað þannig að sumir þættir þurfa meiri athygli en aðrir og þess vegna verður hver og einn þátttakandi að ákveða fyrir sig hverju hann vill breyta því ekki er mögulegt að gera allt í einu.

 

Skref 5

Miðað við eigin aðstæður velur hver þátttakandi hverju hann vill breyta og á hvaða sviði en velur síðan þrjá og fyllir út töflu líka þeirri hér að neðan. Taflan á að aðstoða einstaklingana við að ná jákvæðum breytingum.

 

 

Eitt

Tvö

Þrjú

Skref 1: Um hvað snýst málið í þessum þætti/á þessu sviði?

 

 

 

Skref 2: Hvað er það sem vantar í þennan þátt/svið?

 

 

 

Skref 3: Hverju viltu breyta?

 

 

 

Skref 4: Hvað kemur í veg fyrir að þú gerir það sem þarf?

 

 

 

Skref 5: Hvaða markmið viltu setja þér í þessum þætti/ á þessu sviði? (Reynið að breyta skrefi tvö með jákvæðu viðmóti)

 

 

 

 

Hvað mun ég byrja á að gera til að jafnvægi komist á í lífi mínu?

Hverju ætla ég að hætta eða setja í forgang?

 

 

 

Þegar verið er að ákveða hvað á gera er mikilvægt að:

  • Segja til um að þegar eitthvað markmið hefur náðst þá muni það hafa áhrif á Lífsins hjól einstaklingsins og auka áhægju hans.
  • Þegar einhverju þarf að vera lokið sem tekur lengri tíma eða er mjög flókið, er mikilvægt að setja sér markmið sem eru SMART þ.e. S -skýr, mikilvæg, læsileg og skiljanleg. M mælanleg - vita hvenær markmiðum er náð. A alvöru - þú verður að geta náð þeim R raunhæf - ekki taka of langan tíma að ná þeim. T tímasett - settu lokatíma á markmiðin!
  • Þegar einhverju skrefi er náð þarf þátttakandinn að vera meðvitaður um að hluti markmiðsins um að ná jafnvægi í lífi sínu er náð.

 

Skref 6

Hver þátttakandi teiknar eða málar sjálfsmynd þar sem fram koma öll þau atriði sem valda því að líf þeirra kemst í jafnvægi. Hér er ekki markmiðið að búa til sem besta mynd heldur að tjá hugsanir sínar og tilfinningar og lýsa markmiðum sínum og lokatakmarki á myndrænan hátt.

Listamaður

Spyros Karras

Vefsíða

https://www.artoopaspartoo.gr/

Tenglar

artsoot@gmail.com

Upplýsingar um listamanninn og framlag hans

Spyros Karras býr í Athenu þar sem hann er fæddur. Hann lauk námi í heimspeki við University of Ioannina. Hann hefur í mörg ár starfað við einkakennslu í heimspeki. Hann hefur lokið námi í tónlist og er einleikari á píanó. Hann hefur starfað sem píanókennari og komið fram á mörgum tónleikum í Aþenu með nemendum sínum.

Leikbrúður hafa heillað Spyros frá því að hann var barn. Hann hefur búið til leikbrúður og haldið leiksýningar, brúðuleikhús síðan hann var ungur. Hann lærði brúðugerð og hreyfimyndagerð í málstofum og vinnustofum um sérstaka brúðugerðartækni, andlits- og fígúrumálun, leikræna grímugerð, sagnagerð og á sama tíma fékk hann fræðilega þjálfun í brúðuleik.

Í rúman áratug hefur hann einbeitt sér að brúðuleikhúsi og síðan 2009 hefur hann verið aðili að leikhópnum ArtooPaspartoo, þar sem hann starfar m.a. með Stavriana Kouskouvelakou. Þau hafa samið leikverk fyrir skólastofnanir, leikhús, menningarviðburði og fleira.

Listamaðurinn býður þeim sem hafa áhuga á þessari vinnustofu að hafa samband við sig.

Listgrein

Tónlist, Leiklist, Skapandi skrif

Tungumál

Gríska

Mynd listamanns

Calendar

Announcements

  • - There are no announcements -