Auði stóllinn (Wisefour-02-IS)

Lýsing

Þetta verkefni líkist meðferðaraðferðinni sem nefnd er gestalt meðferðin. Þátttakandinn talar á tilfinningalegum nótum við sig sjálfan eða einhvern sem skiptir máli í lífi hans (t.d. foreldri). Þátttakandi ímyndar sér að sá sem rætt er við sitji í auðum stól á móti honum á meðan að verkefnið stendur yfir. Þátttakandinn skiptir síðan um stól og talar máli þess sem situr í stólum. Stundum er vitnað til þessarar aðferðar sem tveggja stóla aðferðin. Hér er stóllinn ekki hafður auður í byrjun því þátttakandinn teiknar eða málar mynd af þeim sem hann vill ræða við og setur myndina í stólinn á meðan samræðan fer fram.

  • Áhersla á
  • Vilji til að skoða nýja möguleika með opnum huga
  • Sjálfsvitund
  • Hæfni til að tjá sig
  • Daga
  • 1
  • Þjálfunaraðferð
  • Með leiðbeinanda
  • Hópastærð
  • Einstaklings
  • Tími
  • 31-60 mínútur
  • Námsaðstaða
  • Augliti til auglitis
  • Efla leikni og þekkingu
  • Efling seiglu
  • Samskiptafærni
  • Hæfni/færni
  • Hæfileiki til að læra og tileinka sér nýja þekkingu
  • Æðruleysi / tilfinningaleg stjórnun
  • Leita lausna
  • Sjálfshvatning og seigla
CC - Attribution-NonCommercial-ShareAlike

Heiti

Auði stóllinn

Kennsluaðferð

Einstaklingsverkefni með leiðbeinanda.

Kennslugögn

  • Tveir stólar
  • Efni til að teikna mynd eða mála ( pappír, túss, málning, o.s.frv).

Undirbúningur:

Tveir stólar sem standa andspænis hvor öðrum.

Undirbúningstími

-

Ábendingar til undirbúnings

Hlutverk leiðbeinandans í þessari aðferð er að vera rannsakandi. Mjög mikilvægt er að leiðbeinandinn taki vel eftir hvernig mismundi valdi er beitt eftir því í hvaða hlutverki þátttakandinn er og leiðbeinandinn verður að benda viðkomandi á það. Oft kemur það fyrir að þátttakandinn er virkari þegar hann er í hlutverki í öðrum stólnum en hinum þar sem hann þarf að skipta um viðhorf en áhersla er lögð á að eftir því sem lengri tími líður mun þátttakandinn æfast í að tala málstað þess sem situr í auða stólnum og lærist þá að gera einhvers konar málamiðlun þar sem viðunandi niðurstaða fæst. Leiðbeinandinn ætti því að taka sérstaklega vel eftir því sem gerist þegar þátttakandinn situr í auða stólnum.

Greenberg (1979) taldi hlutverk leiðbeinandans í þessari meðferðaraðferð mjög mikilvægt.

Leiðbeinandinn ætti að:

  1. Halda fjarlægð, sem þýðir að hann gætir þess að þátttakandinn geri greinarmun á þessum tveimur hlutverkum og sé í því rétta eftir því í hvorum stólnum hann situr.
  2. Hvetja þátttakanda til að forðast hliðrun og taka ábyrgð með því að nota fyrstu persónu setningar og nota fullyrðingar þar sem sagt er ég.  
  3. Skoða þátttakandann nákvæmlega og gera honum grein fyrir hvað hann er að segja og hvetja hann til að standa með því sem hann er að upplifa og/eða tilfinningum sínum.
  4. Hvetur þátttakanda að nota ýkjur til að tjá tilfinningar sínar sem mest.
  5. Hvetur þátttakanda til vera nákvæmur í því sem hann segir og vera trúr tilfinningum sínum.

Tilvísanir og bakgrunnur

Auði stóllinn er sálræn meðferðaraðferð sem kennd er við Gestalt.

Gestalt þýðir í raun skipuleg heild sem er meiri en sérhver hlutur innan heildarinnar.

Gestalt meðferðin leggur áherslu á einstaklinginn sem heild tengdan umhverfi sínu, samskiptum og reynslu. Áhersla er lögð á núið í stað þess sem er liðið eða ekki orðið eða ætti að vera. Markmið Gestalt meðferðar er að hjálpa einstaklingum að verða meðvitaðir um hvað þeir eru að gera og hvernig þeir gera það. Síðan að gera þeim ljóst að þeir geti séð hvernig þeir geta breyst jafnframt því að sætta sig við og kunna að meta sig sjálf.

Heimildir:

Conoley, C., Conoley, J., McConnell, J. and Kimzey, C., 1983. The effect of the ABCs of Rational Emotive Therapy and the empty-chair technique of Gestalt Therapy on anger reduction. Psychotherapy: Theory, Research & Practice, 20(1), pp.112-117.

Jackson, G., 2006. The empty chair. International Journal of Clinical Practice, 60(12), pp.1519-1519.

Hæfniviðmið

Í lok þessarar æfingar eiga einstaklingar að:

  • hafa fengið þjálfun í að gera hlutina í stað þess að tala bara um að gera þá,
  • geta nálgast það að upplifa tilfinningar sínar og prófa að tala um þær á vitsmunalegan hátt ,
  • hafa fengið þjálfun í að takast á við ágreining.

Nánari lýsing í skrefum

  • Þátttakandi segir fyrst hver það er sem hann vill ræða við. Sá eða sú getur verið hver sem er, jafnvel þátttakandinn sjálfur. Þá er fylgt leiðbeiningum leiðbeinandans og þátttakandi teiknar þann sem hann vill ræða við. Hér er ekki ætlast til að myndin verði fullkomin heldur að þátttakandinn teikni eins og tilfinningin gagnvart viðmælandanum er og að það megi horfa á blaði.
  • Þátttakandi situr og horfir á auða stólinn. Á stólnum ímyndar hann sér að sitji manneskja sem hann á í útistöðum við. Eða, einnig getur hann ímyndað sér sig sjálfan. Þá talan þátttakandi við auða stólinn. Hann segir frá tilfinningum sínum og hugsunum og hvernig hann skilur ástandið.
  • Þegar þátttakandinn hefur sagt sína hlið á málinu færir hann sig yfir í hinn stólinn. Þátttakandinn getur fært sig á milli stóla nokkrum sinnum til að halda samræðunum áfram.

Á meðan er leiðbeinandinn í hlutverki rannsakandans sem

Listamaður

Stauriana Kouskouvelakou

Vefsíða

https://www.artoopaspartoo.gr/

Tenglar

artsoot@gmail.com

Upplýsingar um listamanninn og framlag hans

Stauriana Kouskouvelakou lærði leiklist við The Drama School í Thessaloniki og Athens. Hún tók námskeið í kennslufræði hreyfingar við tónlist, spuna, Alexander tækni, grínleikhúsi, leikritun og leikstjórnun. Hún starfaði í leikhúsi í nokkur ár og hefur komið fram bæði í sjónvarpi og kvikmyndum. Hún er hugfangin af brúðuleikhúsi og nam þá list að sýna í brúðuleikhúsi og búa til brúður á mismunandi vegu. Í meira en áratug hefur hún starfað í brúðuleikhúsum og frá 2009 starfað með ArtooPaspartoo leikhópnum m.a. Spyros Karras og setja þau upp brúðuleikhús.

Listamaðurinn býður þeim sem vilja að hafa samband við sig ef þeir sækjast eftir að hún haldi námskeið eða vinnustofu.

Listgrein

Sviðslistir

Tungumál

Gríska

Mynd listamanns

Calendar

Announcements

  • - There are no announcements -