Sex hugsandi hattar (Wisefour-03-IS)
Aðferðin sem nefnd er Sex hugsandi hattar er áhrifaríkur hlutverkaleikur þar sem þátttakendur skoða hvernig tekin er ákvörðun út frá mismunandi sjónarhornum. Aðferðin miðar að því að fá fólk til að gera sér grein fyrir að hugsa má um sama hlutinn á marga vegu og með því verður fólk einbeittara og tekur meiri þátt í ákvarðanatöku. Þátttakendur leika mismunandi hlutverk sem eru háð því hvaða hatt þeir bera á höfðinu í sérhvert skipti. Hver hattur segir til um að hugsa eigi á ákveðin máta um eitthvert málefni og þátttakandi leikur það hlutverk sem tilheyrir hattinum.
Aðferðin Sex hugsandi hattar var þróuð af Edward de Bono árið 1986. Litur hvers hatts ákvarðar mismunandi sjónarhorn fyrir þann sem ber hattinn. Aðferðin er talin draga úr fordómum og svart/hvítri hugsun.
Aðferðin er notuð sem lausnarmiðuð teymisvinna þar sem mörgum hugmyndum er velt upp og á að sýna fram á að lausn við vandamáli getur falist í áður óséðum möguleikum.
LessAðferðin sem nefnd er Sex hugsandi hattar er áhrifaríkur hlutverkaleikur þar sem þátttakendur skoða hvernig tekin er ákvörðun út frá mismunandi sjónarhornum. Aðferðin miðar að því að fá fólk til að gera sér grein fyrir að hugsa má um sama hlutinn á marga vegu og með því verður fólk einbeittara og tekur meiri þátt í ákvarðanatöku. Þátttakendur leika mismunandi hlutverk sem eru háð því hvaða hatt þeir bera á höfðinu í sérhvert skipti. Hver hattur segir til um að hugsa eigi á ákveðin máta um eitthvert málefni og þátttakandi leikur það hlutverk sem tilheyrir hattinum.
Aðferðin Sex hugsandi hattar var þróuð af Edward de Bono árið 1986. Litur hvers hatts ákvarðar mismunandi sjónarhorn fyrir þann sem ber hattinn. Aðferðin er talin draga úr fordómum og svart/hvítri hugsun.
Aðferðin er notuð sem lausnarmiðuð teymisvinna þar sem mörgum hugmyndum er velt upp og á að sýna fram á að lausn við vandamáli getur falist í áður óséðum möguleikum.
Aðferðin sem nefnd er Sex hugsandi hattar er áhrifaríkur hlutverkaleikur þar sem þátttakendur skoða hvernig tekin er ákvörðun út frá mismunandi sjónarhornum. Aðferðin miðar að því að fá fólk til að gera sér grein fyrir að hugsa má um sama hlutinn á marga vegu og með því verður fólk einbeittara og tekur meiri þátt í ákvarðanatöku. Þátttakendur leika mismunandi hlutverk sem eru háð því hvaða hatt þeir bera á höfðinu í sérhvert skipti. Hver hattur segir til um að hugsa eigi á ákveðin máta um eitthvert málefni og þátttakandi leikur það hlutverk sem tilheyrir hattinum.
Aðferðin Sex hugsandi hattar var þróuð af Edward de Bono árið 1986. Litur hvers hatts ákvarðar mismunandi sjónarhorn fyrir þann sem ber hattinn. Aðferðin er talin draga úr fordómum og svart/hvítri hugsun.
Aðferðin er notuð sem lausnarmiðuð teymisvinna þar sem mörgum hugmyndum er velt upp og á að sýna fram á að lausn við vandamáli getur falist í áður óséðum möguleikum.
- Áhersla á
- Vilji til að skoða nýja möguleika með opnum huga
- Hæfni til að tjá sig
- Vinnusiðferði
- Daga
- 1
- Þjálfunaraðferð
- Með leiðbeinanda
- Hópastærð
- <10 þátttakendur
- Tími
- Meira en 60 mínútur
- Námsaðstaða
- Augliti til auglitis
- Efla leikni og þekkingu
- Þróun sköpunarkrafts
- Samskiptafærni
- Hæfni/færni
- Hæfileiki til að læra og tileinka sér nýja þekkingu
- Samskipti
- Leita lausna

Heiti
Sex hugsandi hattar
Kennsluaðferð
Hópvinna, umræður ásamt leiðbeiningum frá leiðbeinanda
Kennslugögn
Sex hattar í mismunandi litum (hvítur, rauður, svartur, gulur, blár, grænn)
Undirbúningur:
-
Undirbúningstími
10 til 15 mínútur
Ábendingar til undirbúnings
Mjög mikilvægt er að æfingin sé framkvæmd samkvæmt því skipulagi sem æfingin byggir á og farið sé að reglum sem settar eru af leiðbeinanda. Því er nauðsynlegt að leiðbeinandi hafi fengið þjálfun í aðferðinni og hafi hæfni til að aga nemendur til að fylgja aðferðinni.
Tilvísanir og bakgrunnur
Aðferðin Sex hugsandi hattar var skrifuð af Dr. Edward de Bono. Aðferðin gefur hópum fólks tækifæri til að gera sér grein fyrir hvernig ákvarðanir eru teknar sameiginlega á vinsamlegan máta eftir að skoðuð hafa verið mismunandi sjónarhorn hvers máls fyrir sig. Þegar þessari aðferð er beitt í hópi eru góðar líkur á að sameiginleg niðurstaða fáist sem allir eða flestir þátttakendur eru sáttir við. Mikilvægt er að leiðbeinandi komi fram með eins mismunandi sjónarhorn og mögulegt er (helst fleiri en tvö). Aðferðin verður til þess að fleiri sjónarhorn og sjónarmið opinberast og allir sem taka þátt geta tjáð sig að vild og tekin er ákörðun af vel athuguð máli.
Heimildir:
Edward De Bono, Parallel thinking: from Socratic thinking to de Bono thinking, Viking 1994 ISBN 0-670-85126-4
David Moseley, Vivienne Baumfield, Julian Elliott, Frameworks for thinking: a handbook for teaching and learning, Cambridge University Press 2005, ISBN 0-521-84831-8
Hæfniviðmið
Í lok þessarar æfingar eiga einstaklingar að:
- hafa fengið þjálfun í að taka ákvörðun með því að líta á málið fá mismunandi hliðum,
- að geta komið að vandamálum og skoðað þau frá mismunandi sjónarhornum á skapandi hátt og út frá mismunandi tilfinningum,
- hafa fengið þjálfun í að leika ólík hlutverk sem hluta af upphitunaræfingu til að fá fram mismunandi sjónarhorn,
- hafa fengið þjálfun í að skoða mismunandi sjónarhorn og taka ákvörðun út frá því,
- geta stjórnað hópi á skipulegan hátt þar sem skoðuð eru mörg sjónarmið og taka síðan sameiginlega ákvörðun..
Nánari lýsing í skrefum
Skref 1
Leiðbeinandinn fær alla þátttakendur til að setjast við borð og byrjar á að tala um það málefni sem er til umræðu og á að taka ákvörðun um. Hann biður þá þátttakendur um að setja upp mismunandi hatta eða skiptast á höttum.
Hver hattur segir til um hvernig viðkomandi á að hugsa:
- Hvíti hatturinn
Eins og hvíti liturinn táknar þessi hattur að sá sem er með hann skuli hugsa á greinandi hátt með áherslu á að hafa í huga staðreyndir og möguleika.
Þátttakendur spyrja spurninga eins og:
„Hvaða upplýsingar hef ég um málið?“
„Hversu áreiðanlegar eru upplýsingarnar?“
„Hvernig get ég náð í upplýsingar um þetta?“
„Hvaða upplýsingar myndu vera gagnlegar?“
- Rauði hatturinn
Oft tengjum við rauða litinn við reiði eða hita og hér beinist því hugsunin að tilfinningalegum hita og skoðunum byggðum á eigin tilfinningum.
Þátttakendur spyrja spurninga eins og:
„Hvernig líður mér gagnvart þessari hugmynd?“
„Hvernig líður mér í skrokknum við að heyra um þetta?“ (gut feeling)
„Hvaða áhrif hefur þetta á mig og mitt líf?“
„Hvað tel ég aðrir munu segja um málið?“
- Svarti hatturinn
Vaninn er að líta á svartan lit sem einhvers konar endanlegan dóm svo hugsunin sem þátttakandi er beðinn um að fara eftir er gagnrýnin eða smámunasöm þar sem einblínt er á áhættur og bent á vanda.
Þátttakendur spyrja spurninga eins og:
„Hvernig gæti þetta mistekist?“
„Hvað getur helst klikkað í þessari hugmynd?“
„Hvað er það versta sem getur gerst?“
„Hversu mikil áhætta er fólgin í þessari ákvörðun?“
„Hver verður fyrir mestum skaða af þessari ákvörðun?“
- Guli hatturinn
Guli liturinn gefur hugmynd um gleði og sólskin, hugsunin sem fylgir litnum snýr að bjartsýni, vangaveltum og að sjá það besta í öllu.
Þátttakendur spyrja spurninga eins og:
„Hvað er gott fyrir mig varðandi þessa ákvörðun?“
„Hvernig myndi lífið verða ef þetta tækist?“
„Hvað er best við þessa hugmynd?“
„Hvert myndi þessi ákvörðun leiða mig í hinum fullkomna heimi?“
- Blái hatturinn
Blái litur himinsins og þess sem fyrir ofan okkur gefur tilefni til að hugsa með því að líta niður og fá yfirsýn með því að taka til greina heildarmyndina.
Þátttakendur spyrja spurninga eins og:
„Hvernig er ég nákvæmlega að hugsa um þetta?“
„Hvað finnst mér um þetta málefni?“
„Get ég tekið saman allt sem mér finnst um málið?“
„Hvaða hattur myndi hjálpa mér mest núna?“
- Græni hatturinn
Græni litur náttúrunnar beinir þátttakendum í átt að vera skapandi og beina sjónum í nýjar áttir að velta hlutunum fyrir sér og hugsa út fyrir kassann.
Þátttakendur spyrja spurninga eins og:
„Hvaða fleiri möguleikar eru?“
„Hvernig gæti ég gert þetta öðruvísi?“
„Væri hægt að gera þetta öðruvísi?“
„Gæti verið á þessu önnur skýring?“
„Hvernig væri alveg ný nálgun?“
Skref 2
Eftir að hafa skilgreint hlutverk sex mismunandi hatta er hægt að sjá hluti út frá mörgum sjónarhornum og hugsanaferlin geta haft áhrif í ákvarðanatöku. Hugsanaháttur bláa hattsins er alltaf í byrjun og enda hverrar ákvörðunar. Þátttakendur ákveða í sameiningu hvernig höttunum er raðað niður og síðan er það rætt og skipst á höttum og samræðurnar ræddar. Gera má ráð fyrir að vera með hvern hatt í um það bil 2 mínútur í hvert sinn. Oft er endað á að allir hugsi með hvíta hattinum í lokin til þess að allir endi á sömu niðurstöðu.
Listamaður
Stauriana Kouskouvelakou
Vefsíða
https://www.artoopaspartoo.gr/
Tenglar
artsoot@gmail.com
Upplýsingar um listamanninn og framlag hans
Stauriana Kouskouvelakou lærði leiklist við The Drama School ií Thessaloniki og Athens. Hún tók námskeið í kennslufræði hreyfingar við tónlist, spuna, Alexander tækni og grínleikhúsi, leikritun og leikstjórnun. Hún starfaði í leikhúsi í nokkur ár og hefur komið fram bæði í sjónvarpi og kvikmyndum. Hún er hugfangin af brúðuleikhúsi og nam þá list að sýna í brúðuleikhúsi og búa til brúður á mismunadi vegu. Í meira en áratug hefur hún starfað í brúðuleikhúsum og frá 2009 starfað með ArtooPaspartoo leikhópnum m.a. með Spyros Karras og hafa þau sett upp brúðuleikhús saman.
Listamaðurinn býður þeim sem vilja að hafa samband við sig ef þeir sækjast eftir að hún haldi námskeið eða vinnustofu.
Listgrein
Sviðslistir
Tungumál
Gríska
Mynd listamanns
Calendar
Announcements
- - There are no announcements -