Póstkortið sem aldrei verður sent (Wisefour-04-IS)
„Póstkortið sem aldrei verður sent“ er vinnustofa sem þroskar sjálfsvitundina, eykur innsæi og þjálfar seiglu. Þátttakendur eru beðnir um að íhuga aðstæður eða persónu þar sem ágreiningur á sér stað og skrifa síðan skilaboð aftan á póstkort og segja hvað þeir myndu segja við þessar aðstæður eða við einstaklinginn sem olli ágreiningnum. Æfingin sameinar listir og sálfræði með því að nota skapandi hugsun og listrænar leiðir til að hjálpa einstaklingnum við að þróa með sér sjálfsvitundina, skoða tilfinningar sínar og horfast í augu við óleystan ágreining eða áfall. Þessi gagnvirka og nýstárlega æfing hentar mjög vel bæði með einstaklingum og í hóp.
Less„Póstkortið sem aldrei verður sent“ er vinnustofa sem þroskar sjálfsvitundina, eykur innsæi og þjálfar seiglu. Þátttakendur eru beðnir um að íhuga aðstæður eða persónu þar sem ágreiningur á sér stað og skrifa síðan skilaboð aftan á póstkort og segja hvað þeir myndu segja við þessar aðstæður eða við einstaklinginn sem olli ágreiningnum. Æfingin sameinar listir og sálfræði með því að nota skapandi hugsun og listrænar leiðir til að hjálpa einstaklingnum við að þróa með sér sjálfsvitundina, skoða tilfinningar sínar og horfast í augu við óleystan ágreining eða áfall. Þessi gagnvirka og nýstárlega æfing hentar mjög vel bæði með einstaklingum og í hóp.
„Póstkortið sem aldrei verður sent“ er vinnustofa sem þroskar sjálfsvitundina, eykur innsæi og þjálfar seiglu. Þátttakendur eru beðnir um að íhuga aðstæður eða persónu þar sem ágreiningur á sér stað og skrifa síðan skilaboð aftan á póstkort og segja hvað þeir myndu segja við þessar aðstæður eða við einstaklinginn sem olli ágreiningnum. Æfingin sameinar listir og sálfræði með því að nota skapandi hugsun og listrænar leiðir til að hjálpa einstaklingnum við að þróa með sér sjálfsvitundina, skoða tilfinningar sínar og horfast í augu við óleystan ágreining eða áfall. Þessi gagnvirka og nýstárlega æfing hentar mjög vel bæði með einstaklingum og í hóp.
- Áhersla á
- Vilji til að skoða nýja möguleika með opnum huga
- Sjálfsvitund
- Hæfni til að tjá sig
- Daga
- 1
- Þjálfunaraðferð
- Með leiðbeinanda
- Hópastærð
- Einstaklings
- <10 þátttakendur
- Tími
- Meira en 60 mínútur
- Námsaðstaða
- Augliti til auglitis
- Efla leikni og þekkingu
- Efling seiglu
- Samskiptafærni
- Hæfni/færni
- Samskipti
- Leita lausna
- Æðruleysi / tilfinningaleg stjórnun
- Sjálfshvatning og seigla

Heiti
Póstkortið sem aldrei verður sent
Kennsluaðferð
Hópvinna, umræður, einstaklingsbundin kennsla
Kennslugögn
-
Pappírsmiði sem er eins og póstkort.
-
Alls konar efni til að skreyta með (pallíettur, málning, penslar, merkipennar, túss, glimmer, hnappar o.fl.)
Undirbúningur:
Nauðsynlegt er að hafa tilbúinn pappír fyrir póstkort handa þátttakendum. Hlutir til að skreyta með , til að nota við þriðja hlutann (sjá lýsingu hér á eftir).
Undirbúningstími
Leiðbeinandinn þarf u.þ.b tíu mínútur til að skipuleggja á staðnum og hafa nauðsynleg efni tilbúin.
Ábendingar til undirbúnings
Leiðbeinandinn getur beðið þátttakendur að ímynda sér ágreininginn í víðara samhengi. Hægt er að nota mismunandi gerðir átaka sem lesa má um í bókmenntum eins og:
- einstaklinginn gegn örlögunum/ Guði,
- einstaklinginn gegn sjálfum sér,
- einstaklinginn gegn annarri persónu,
- einstaklinginn gegn samfélaginu,
- einstaklinginn gegn náttúrunni,
- einstaklinginn gegn hinu yfirnáttúrulega,
- einstaklinginn gegn tækni.
Hægt er að útfæra ýmsar útgáfur af Póstkortinu sem aldrei verður sent sem gerir leiðbeinandanum kleift að laga æfinguna að mismunandi aðstæðum og opna nýja sýn hjá þátttakendum. Með þessari æfingu fá þátttakendur nýja leið eða aðferð til að tjá tilfinningar sínar gagnvart ágreiningi, tækifæri til að græða sár úr fortíðinni og/eða takast á við áföll dagsins í dag.<}
Tilvísanir og bakgrunnur
Hæfniviðmið
Í lok þessarar æfingar eiga einstaklingar að:
- hafa þroskað sjálfsvitund sína,
- hafa þróað með sér tilfinningalega seiglu,
- hafa tjáð tilfinningar,
- hafa horfst í augu við óleystan ágreining eða áfall.
Nánari lýsing í skrefum
S
Leiðbeinandinn biður þátttakendurna um að íhuga aðstæður eða persónu sem tengist ágreiningi. Tilfinningarnar geta verið mismunandi, t.d. vanmáttarkennd, reiði, vonbrigði, söknuður eða hryggð. Þátttakendur fá tækifæri til að skoða fortíð sína eða núverandi stöðu sem tengist ágreiningi og ákveða síðan hverju þeir eru tilbúnir að deila varðandi þær tilfinningar sem æfingin kallar fram.
Eiðben Leiðbeinandinn lætur þátttakendurna fá óskrifað póstkort og biður þá um að skrifa skilaboð aftan á kortið. Skilaboðin eiga annað hvort að innihalda það sem þátttakendur myndu segja varðandi aðstæður sem tengjast ágreiningi eða texta til einstaklingsins sem olli ágreiningnum. Þegar því er lokið teikna þátttakendur eða gera sjónræna frásögn af tilfinningum sínum varðandi þessa reynslu á framhlið póstkortsins. Í lokin eru þátttakendur, með hjálp leiðbeinandans, beðnir um að lýsa nánar tilfinningum sínum og ræða við aðra um hvernig þeir geta byrjað að vinna að því að finna bót/lækningu á ástandinu.
Listamaður
Spyros Karras
Vefsíða
https://www.artoopaspartoo.gr/
Tenglar
artsoot@gmail.com
Upplýsingar um listamanninn og framlag hans
Spyros Karras fæddist í Aþenu í Grikklandi. Hann útskrifaðist úr heimspekideild University of Ioannina. Hann hefur í mörg ár unnið sem textafræðingur í einkaskólum. Hann er tónlistarmenntaður og hefur stundað einleikaranám á píanó. Hann hefur jafnframt unnið sem píanókennari og spilað með tónlistarhópum á fjölmörgum tónleikum í Aþenu.
Frá barnæsku hefur draumur hans verið að vinna með brúðuleikhús. Hann hefur búið til handgerðar brúður og haldið brúðuleiksýningar frá unga aldri. Hann lærði leikbrúðugerð og hreyfimyndagerð hjá atvinnuleikbrúðugerðarmönnum og tók þátt í námskeiðum og vinnustofum um sérstaka tækni við leikbrúðugerð, svo sem andlits- og líkamsmálun, grímugerð og að segja sögur.
Í rúm tíu ár hefur hann haldið sig alfarið við störf við brúðuleikhús og frá árinu 2009 hefur hann verið stofnaðili í ArtooPaspartoo group og ásamt Stavriana Kouskouvelakou hannar hann og sýnir brúðuleikhús svo sem í skólum, leikhúsum og á menningarhátíðum.
Listamaðurinn heldur vinnustofuna ef þess er óskað. Áhugasamir hafi samband við listamanninn
Listgrein
Sviðslistir, tónlist, skapandi skrif
Tungumál
Gríska
Mynd listamanns
Calendar
Announcements
- - There are no announcements -