DAGBÓKARSKRIF UM LÍÐAN OG TILFINNINGAR (Wisefour-05-IS)
Flestar manneskjur hafa gengið í gegnum erfiða tíma og upplifað streitu og tilfinningalegt álag. Þessi æfing er einföld og árangursrík leið til að takast á við vandamál og erfiðar tilfinningar sem þeim fylgja.
Það eru til ótal kenningar um hvernig skrif um líðan og tilfinningar geta haft læknandi áhrif. Augljós áhrif eru tilfinningalega hreinsunin, sá léttir sem fæst með því að hleypa út neikvæðum tilfinningum sem hafa fengið að skjóta rótum. Þar að auki hefur því verið haldið fram að sjálf skrifin feli í sér einskonar vitsmunalega athöfn sem endurskapar minningar um sálræn áföll og setur þær fram á hátt sem auðveldara er að setja í samhengi við fyrri reynslu og tengja við atburði í fortíðinni.
LessFlestar manneskjur hafa gengið í gegnum erfiða tíma og upplifað streitu og tilfinningalegt álag. Þessi æfing er einföld og árangursrík leið til að takast á við vandamál og erfiðar tilfinningar sem þeim fylgja.
Það eru til ótal kenningar um hvernig skrif um líðan og tilfinningar geta haft læknandi áhrif. Augljós áhrif eru tilfinningalega hreinsunin, sá léttir sem fæst með því að hleypa út neikvæðum tilfinningum sem hafa fengið að skjóta rótum. Þar að auki hefur því verið haldið fram að sjálf skrifin feli í sér einskonar vitsmunalega athöfn sem endurskapar minningar um sálræn áföll og setur þær fram á hátt sem auðveldara er að setja í samhengi við fyrri reynslu og tengja við atburði í fortíðinni.
Flestar manneskjur hafa gengið í gegnum erfiða tíma og upplifað streitu og tilfinningalegt álag. Þessi æfing er einföld og árangursrík leið til að takast á við vandamál og erfiðar tilfinningar sem þeim fylgja.
Það eru til ótal kenningar um hvernig skrif um líðan og tilfinningar geta haft læknandi áhrif. Augljós áhrif eru tilfinningalega hreinsunin, sá léttir sem fæst með því að hleypa út neikvæðum tilfinningum sem hafa fengið að skjóta rótum. Þar að auki hefur því verið haldið fram að sjálf skrifin feli í sér einskonar vitsmunalega athöfn sem endurskapar minningar um sálræn áföll og setur þær fram á hátt sem auðveldara er að setja í samhengi við fyrri reynslu og tengja við atburði í fortíðinni.
- Áhersla á
- Hæfni til að tjá sig
- Daga
- 5
- Þjálfunaraðferð
- Með leiðbeinanda
- Efling seiglu
- Hópastærð
- Einstaklings
- Tími
- Meira en einn dag
- Námsaðstaða
- Á netinu
- Efla leikni og þekkingu
- Efling seiglu
- Efling frumkvöðlafærni og nýsköpunar
- Samskiptafærni
- Hæfni/færni
- Samskipti
- Æðruleysi / tilfinningaleg stjórnun

Heiti
DAGBÓKARSKRIF UM LÍÐAN OG TILFINNINGAR
Kennsluaðferð
Einstaklingsvinna
Kennslugögn
-
Pappír og penni/blýantur eða tölva.
Undirbúningur:
Þátttakandinn finnur stað þar sem honum/henni líður vel og notar pappír og penna/blýant eða tölvu og byrjar að skrifa niður dýpstu tilfinningar sínar og hugsanir um tilfinningalegt áfall sem hefur haft áhrif á líf hans/hennar.
Undirbúningstími
Engin undirbúningur nauðsynlegur.
Ábendingar til undirbúnings
Þessi æfing þarfnast ekki leiðbeinanda.
Tilvísanir og bakgrunnur
Lækning í gegnum skrif hefur sýnt sig að hjálpa í mörgum aðstæðum, sérstaklega ef um er að ræða langvarandi streitu, sálrænt áfall og aðrar heilsufarsaðstæður. Í mörgum tilfellum bætir það heildar líðan manneskjunnar eða dregur úr sjúkdómseinkennum.
Heimildir
- Riddle, J.P.; Smith, H.E.; and Jones, C.J.: Does written emotional disclosure improve the psychological and physical health of caregivers? A systematic review and meta-analysis. Behavior Research and Therapy 80:23-32, 2016. https://www.sciencedirect.com/science/article/abs/pii/S0005796716300407
- Mugerwa, S. and Holden, J.D.: Writing therapy: a new tool for general practice? j. General Practice. 62: 661-663, 2012. https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC3505408/
- Gortner, E-M, Rude, S.s. and Pennebaker, J.W.: Benefits of expressive writing in lowering rumination and depressive symptoms. Behavior Therapy 37: 292-303, 2006. https://www.sciencedirect.com/science/article/abs/pii/S0005789406000487
- Kupeli, N. et al.: Expressive writing as a therapeutic intervention for people with advanced disease: a systematic review. BMC Palliative Care 18: 65, 2019. https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC6676535/
Hæfniviðmið
Hæfniviðmið:
Í lok þessarar æfingar eiga einstaklingar að:
- Finna fyrir aukinni hamingju
- Finna minna fyrir þunglyndiseinkennum og kvíða.
- Hafa styrkt ónæmiskerfið
- Sýna meira öryggi í framkomu
- Verða virkir að framkvæma í stað óvirkra áhorfenda.
- Finna fyrir aukinni getu til að takast á við erfiðleika.
Nánari lýsing í skrefum
Það eru til ýmsar útgáfur af skrifum um líðan og tilfinningar en venjulega ver þátttakandinn 20 mínútum á dag í fjóra daga í skrifin. Á þeim tíma skrifar þátttakandinn niður dýpstu tilfinningar sínar og hugsanir um tilfinningalegt vandamál sem hefur verið að hafa áhrif á líf hans. Í skrifunum fer viðkomandi í gegnum atburðinn og hvaða áhrif atburðurinn hefur haft á hann. Ef til vill tengir viðkomandi atburðinn við barnæsku sína, samband sitt við foreldrana, fólk sem honum/henni þótti vænt um eða þykir vænt um eða jafnvel við starfið sitt. Þegar skrifað er um líðan og tilfinningar er áherslan ekkert endilega á því sem gerðist heldur frekar á því hvernig viðkomandi manneskju leið. Markmiðið er að koma tilfinningunum í orð eins ósjálfrátt og mögulegt er. Það þarf ekkert að vera að hugsa um uppbyggingu sögunnar eða greinamerkjasetningu, einungis að viðkomandi skrifi um sjálfa/n sig og ekki aðra.
Listamaður
Eleni Papadopoulou
Upplýsingar um listamanninn og framlag hans
Eleni Papadopoulou er málari, kennari í sjónlistum og leiklistamaður, hönnuður og teiknari blandaðra listgreina með margra ára fjölbreytta reynslu á sviði listgreina sem og réttindakennari. Hún hefur lært meinatækni/geislafræði, málaralist, leirkerasmíð og gríska menningu. Hún skrifar og segir ævintýri, skreytir bækur, hannar og smíðar leiktjöld og leikmuni fyrir leiksýningar og er þessa dagana að skrifa mastersritgerð við listaháskólann í Peloponnese: „Leiklist og sviðslistir í menntun og símenntun“.
Listgrein
Sjónlistir
Tungumál
Enska, Gríska, Þýska
Calendar
Announcements
- - There are no announcements -