ÁHRIFAHJÓLIÐ (Wisefour-08-IS)

Lýsing

„Þú getur ekki stöðvað öldurnar, en þú getur lært á brimbretti.“- Jon Kabat-Zinn, prófessor emeritus í læknisfræði við University of Massachusetts.

Ef við höldum athygli okkar á hlutum sem við getum haft áhrif á, getur það komið í veg fyrir að okkur finnist við ofurliði borin. Þessi æfing er lausnamiðuð, tímastjórnunar- og streitustjórnunartæki sem bendir á þrjár leiðir til að bregðast við mótlæti.

  • Áhersla á
  • Trú á eigin getu
  • Vinnusiðferði
  • Daga
  • 1
  • Þjálfunaraðferð
  • Efling seiglu
  • Með leiðbeinanda
  • Hópastærð
  • Einstaklings
  • Tími
  • 31-60 mínútur
  • Námsaðstaða
  • Augliti til auglitis
  • Á netinu
  • Efla leikni og þekkingu
  • Þróun sköpunarkrafts
  • Efling seiglu
  • Samskiptafærni
  • Hæfni/færni
  • Leita lausna
  • Sjálfshvatning og seigla
CC - Attribution-NonCommercial-ShareAlike

Heiti

 ÁHRIFAHJÓLIÐ

Kennsluaðferð

Einstaklingsvinna

Kennslugögn

Teikniáhöld (pappír, merkipennar, litir, o.s.frv.)

Undirbúningur:

Enginn verulegur undirbúningur nauðsynlegur. Aðeins að vera með allt nauðsynlegt efni.

Undirbúningstími

Undirbúningstíminn getur verið mismunandi.

Ábendingar til undirbúnings

Þessi æfing getur tekið mislangan tíma og þarfnast ekki leiðbeinanda.

Tilvísanir og bakgrunnur

Stephen Covey kynnti fyrstur hugmyndina um Áhrifahjólið og Áhyggjuhjólið í bók sinni „The Seven Habits of Highly Effective People“.

Áhrifahjólið hjálpar fólki að sjá auðveldlega hverju það getur stjórnað og hverju ekki. Á örfáum mínútum er hægt að fá góða hugmynd um hvernig má nýta tíma sinn betur.

Hæfniviðmið

Í lok þessarar æfingar eiga einstaklingar að:

  • sjá hvað þeir geta haft áhrif á,
  • geta tekist á við það sem veldur þeim ótta,
  • hafa þróað með sér seiglu,
  • geta forgangsraðað,
  • geta lært að vera fyrirbyggjandi,
  • geta tekist betur á við kvíða,
  • eiga betri samskipti við aðra,
  • geta komið fleiru í verk en áður,
  • finnast þeir hafa stjórn,
  • finna fyrir létti og minni streitu þegar þeir sleppa tökum á málum sem þeir geta ekki stjórnað.

Nánari lýsing í skrefum

Stjórn – Áhrif – Sátt

 

Skref 1: Endurmeta stöðuna

Hugsaðu um það sem er að buga þig (t.d. verkefni, skipulagsbreytingar, aðrar meiriháttar breytingar/mótlæti), skiptu því upp í minni einingar og gerðu lista eða skissur af áhyggjuefnum þínum. Þegar hér er komið sögu stingur listamaðurinn upp á að betra sé að gera skissu eða teikningu af stöðunni og tilfinningunum sem þú finnur fyrir. Þú mátt nota mismunandi liti eða hvaða aðferð sem þú vilt. Markmiðið hér er ekki að skapa list heldur að tjá tilfinningar þínar, gera áhyggjurnar sýnilegar og þar með skilja betur tenginguna milli stöðunnar eins og hún er og þess hvaða tilfinningar hún vekur hjá þér. 

Skref 2: Teiknaðu áhrifahjólið þitt.

Teiknaðu þrjá hringi/hjól (eða eitthvað annað eins og t.d. töflu með þremur súlum). Skoðaðu stöðu þína og spurðu sjálfa/n þig spurninga sem tengjast þeim þáttum sem þú getur stjórnað, sem þú getur haft áhrif á og þeim sem þú hefur enga stjórn á. Merktu hjólin/ súlurnar á eftirfarandi hátt:

Þeir þættir sem ég stjórnað (hjól 1)

Þeir þættir sem ég getur haft áhrif á (hjól 2)

Þeir þættir sem ég hef enga stjórn á (hjól 3) og verður að sætta þig við/draga úr.

 

Merktu við þættina sem þú setur inn á skalanum 1-10 þar sem 10 er best.

 

  • Stjórn – Taktu stjórnina á því sem þú getur stjórnað/breytt

Þetta fjallar um þig – þú ert eina manneskjan í lífi þínu sem þú getur stjórnað. Þess vegna ættirðu að einbeita þér mest að þér og huga sérstaklega að sjálfsvitund þinni og sjálfsstjórn. Breytingar, mótlæti og vandamál eiga sér oft stað. Þess vegna er mikilvægt að koma auga á þá þætti sem þú getur haft stjórn á. Slíkir þættir eru viðhorf þitt, viðbrögð, hegðun og tilfinningar og svo ákvarðanirnar sem þú tekur í kjölfarið sem viðbrögð við breytingum eða mótlæti.

Spurðu sjálfa/n þig spurninga eins og til dæmis:

-Hvaða atriðum í stöðunni get ég stjórnað?

-Hversu mikla stjórn hef ég? Get ég haft bein áhrif til breytinga, óbein áhrif eða hef ég alls enga stjórn?

-Hvað get ég gert í stöðunni?

-Er þetta mitt vandamál?

  •  Áhrif – Hafðu áhrif þar sem þú getur það

Það er mikilvægt að taka þér tíma til að eiga góð samskipti. Hægt er að hafa töluverð áhrif með því að hafa fulla stjórn og þannig getur þú haft þitt að segja við hvernig mál þróast. Þú getur haft áhrif á margan hátt, til dæmis með því að efla tengslanetið þitt og þróa sérkunnáttu þína eða náðargáfu. Þú getur til dæmis deilt hugmyndum þínum eða reynslu á fundum, átt samræður við samstarfsfólk sem lendir í sömu aðstæðum og þú. Einnig getur þú aukið kunnáttu þína á ýmsum sviðum, svo sem í hagsmunastjórnun, samningaviðræðum til að ná fram hag beggja, o.fl. Allt eru þetta nytsamleg verkfæri til að skilja betur hvað fólk er að hugsa og hvernig þú getur haft áhrif á það. Í framtíðinni þegar upp koma erfið mál, mun álit þitt og ráðleggingar hafa meiri áhrif, sérstaklega ef þú ert búin að byggja upp traust annarra á þér. Þá er einnig auðveldara að fá fólk til samstarfs.

Spurðu sjálfa/n þig spurninga eins og til dæmis:

-Hvaða atriði eru það sem ég get ekki stjórnað, en ég gæti haft áhrif á?

-Hvaða áhrif hef ég?

-Ef ég hef áhrif, hversu mikil? (á skala frá 1-10: 1 engin áhrif, 10 mjög mikil áhrif)

-Ef ég get haft bein áhrif, hvað get ég gert?

-Ef ég hef óbein áhrif, hver er það sem stýrir aðstæðum í stöðunni sem komin er upp? Við hvern get ég talað og hver getur stutt mig?

-Hversu mikinn tíma, orku, fjármagn eða annað er skynsamlegt að verja í að reyna að hafa áhrif á þessa manneskju eða stöðu sem komin er?

-Ef ég hef engin áhrif, hverju get ég breytt í mínu áhrifahjóli sem hjálpar mér að sætta mig við stöðuna?

Ef áhrif þín eru minni en „5“, einbeittu þér þá að því að sætta þig við ástandið. Ef áhrif þín eru meiri en „5“, heldurðu að þú hafir raunverulega eins mikil áhrif og þú heldur? Hvaða rök geturðu fært fyrir því?

  • Sátt, og líða vel – Sætta sig við það sem maður getur ekki stjórnað eða haft áhrif á

Utan við þitt áhrifasvið – Hér eru ákvarðanir teknar sem þú getur ekki haft áhrif á. Breytingar eru alltaf að eiga sér stað og við ættum að reyna að verja eins litlum tíma og orku og mögulegt er í að hafa áhyggjur af hlutum sem við getum ekki breytt. Þó svo að við getum ekki ráðið því „hvað“ gerist þá getum við stjórnað því „hvernig“ við bregðumst við því sem gerist. Við getum alltaf fundið leiðir til að styrkja okkur sjálf og koma auga á þá þætti sem við getum haft áhrif á. Á þennan hátt færum við okkur frá „Utan við mitt áhrifasvið“ og getum aukið „áhrif“ og „stjórn“. Með því að vinna í að þroska með sér seiglu, athygli (núvitund) og að efla stuðningsnetið sitt þá sýnirðu fyrirbyggjandi hegðun sem hjálpar þér að standast mótlæti með því að forgangsraða og taka skynsamlegar ákvarðanir.

Spurðu sjálfa/n þig spurninga eins og til dæmis:

-Hvaða atriði eru það sem ég get hvorki stjórnað né haft áhrif á og sem ég verð að sætta mig við og reyna að milda áhrifin af á einhvern hátt?

-Hvaða sjálfshjálparráð get ég þróað með mér eða notað til að hjálpa mér?

Skref 3: Hvernig ætlarðu að nota þessa vitneskju?

Þú mættir taka stund til að hugsa um eftirfarandi spurningar sem geta hjálpað þér:

-Hvar ver ég yfirleitt mestum tíma? – í áhyggjuhjólinu eða áhrifahjólinu?

-Er ég að nota hæfileika mína og líf mitt á eins skynsamlegan hátt og ég get?

-Hvaða aðferðir eða verkfæri gæti ég notað til að gera breytingar til hins betra á lífi mínu?

Listamaður

Eleni Papadopoulou

Upplýsingar um listamanninn og framlag hans

Eleni Papadopoulou er málari, kennari í sjónlistum og leiklistamaður, hönnuður og teiknari blandaðra listgreina með margra ára fjölbreytta reynslu á sviði listgreina sem og réttindakennari. Hún hefur lært meinatækni/geislafræði, málaralist, leirkerasmíð og gríska menningu. Hún skrifar og segir ævintýri, skreytir bækur, hannar og smíðar leiktjöld og -muni fyrir leiksýningar og er þessa dagana að skrifa mastersritgerð við listaháskólann í Peloponnese: „Leiklist og sviðslistir í menntun og símenntun“.

Listgrein

Sjónlistir

Tungumál

Gríska

Calendar

Announcements

  • - There are no announcements -