BANKI JÁKVÆÐRA STAÐHÆFINGA (Wisefour-09-IS)

Lýsing

Jákvæðar staðhæfingar eru setningar sem þú getur sagt við sjálfa/n þig annaðhvort upphátt eða í hljóði til að styrkja þig og byggja upp – sérstaklega þegar þú ert í erfiðri stöðu. Þær eru góð leið til að kæfa neikvæðar hugsanir sem stundum taka stjórnina og fá þig til að efast um sjálfa/n þig.

Í þessari vinnustofu biður leiðbeinandinn þátttakendurna að skrifa niður lista yfir jákvæðar staðhæfingar sem þeir vilja tileinka sér eða læra að trúa um sjálfa sig. Allir lesa listann sinn upphátt og gefa skal tíma fyrir hópinn til að bæta við nýjum jákvæðum staðhæfingum sem þátttakendur heyra hjá öðrum í hópnum. Síðan skrifa þeir hverja staðhæfingu á kort/ blað, skreyta og setja í „bankann“. Þessi æfing tekst mjög vel ef allir hafa 52 setningar, eina fyrir hverja viku ársins.

  • Áhersla á
  • Sjálfsvitund
  • Trú á eigin getu
  • Daga
  • 1
  • Þjálfunaraðferð
  • Með leiðbeinanda
  • Hópastærð
  • <10 þátttakendur
  • Tími
  • Meira en 60 mínútur
  • Námsaðstaða
  • Augliti til auglitis
  • Efla leikni og þekkingu
  • Þróun sköpunarkrafts
  • Efling seiglu
  • Hæfni/færni
  • Sjálfshvatning og seigla
CC - Attribution-NonCommercial-ShareAlike

Heiti

BANKI JÁKVÆÐRA STAÐHÆFINGA

Kennsluaðferð

Hópvinna, með leiðbeinanda

Kennslugögn

  • Einn kassi eða ílát fyrir hvern þátttakanda. Gott er að nota ferkantaða kassa utan af tissue-pappír, en einnig má nota trébox, endurunna kassa eða jafnvel krukkur.
  • Myndir af þátttakendunum (má nota til að skreyta kortin til að gera þau persónulegri).
  • Efni til skreytinga (pallíettur, málning, penslar, myndalímmiðar, merkipennar, túss, glimmer, hnappar o.s.frv.)
  • Límmiðar, auð pappírskort eða miðar til að skrifa staðfestingarnar á.

Undirbúningur:

Leiðbeinandinn þarf að hafa aðgengilegt allt nauðsynlegt efni og einnig einn „banka“ (kassa) fyrir hvern þátttakanda sem þeir setja kortin/blöðin með staðhæfingum sínum í.

Undirbúningstími

Um það bil klukkutími.

Ábendingar til undirbúnings

Það er engin staðhæfing sem er rétt fyrir alla svo hver þátttakandi verður að finna út fyrir sjálfan sig hvað á við hann.

ÁRÍÐANDI: Þegar notaðar eru jákvæðar staðhæfingar merkir það ekki að maður sé að afneita erfiðleikum í lífinu eða ástandinu í heiminum. 

Hver og einn þátttakandi verður að koma auga á jákvæðar staðhæfingar sem eru í samræmi við raunveruleikann sem þeir búa við á hverjum tíma og geta hjálpað til við að takast á við og komast klakklaust í gegnum erfiðleika.

Að lokum, þessa æfingu geta einstaklingar svo sannarlega notað en hún virkar jafnvel enn betur þegar hún er gerð með öðrum, til að koma á samskiptum á milli þátttakenda og til að byggja upp samkennd í hópi.

Tilvísanir og bakgrunnur

Heimildir

Jákvæðar staðfestingar: Daily Affirmations for Attracting Health, Healing & Happiness into Your Life (Rachel Robins, 2014)

Affirmations for Everyday Living (Annie Elizabeth, 2010), River Sanctuary Publishing

Success Affirmations (Jack Canfield, 2019), Orion

Hæfniviðmið

Í lok þessarar æfingar eiga einstaklingar að:

  • geta skilgreint betur fyrirætlanir sínar og hvaða lífsgildi þeir vilja leggja áherslu á,
  • hafa fengið hvatningu til að framkvæma,
  • geta einbeitt sér að markmiðum sínum,
  • geta breytt neikvæðum hugsunarmynstrum í jákvæð,
  • geta haft áhrif á undirmeðvitundina til að takast á við breytingar,
  • hafa jákvæðar hugmyndir um sjálfa sig og hafa fengið aukið sjálfstraust.

Nánari lýsing í skrefum

Skref 1: Skrifaðu niður lista af jákvæðum staðhæfingum.

Leiðbeinandinn biður þátttakendurna að skrifa niður lista yfir jákvæðar staðhæfingar sem þeir vilja tileinka sér eða læra að trúa um sjálfa sig. Allir lesa listann sinn upphátt og gefa skal tíma fyrir hópinn til að bæta við nýjum sem þeir heyra frá öðrum í hópnum.

Skref 2: Skrifa hverja staðhæfingu á blað

Skrifaðu hverja staðhæfingu á sér blað, límmiða eða kort.

Skref 3: Skreyta kortin

Hver þátttakandi skreytir kortin sín með litum og öðru sem er í boði, og setur þau í bankann sinn. Þessi æfing tekst mjög vel ef allir hafa 52 setningar, eina fyrir hverja viku ársins.

Skref 4: Koma staðhæfingum í verk!

Jákvæður hugsunarháttur er eitt af fyrstu skrefunum til að hægt sé að taka jákvæð skref – en jákvæð hugsun er ekki nóg!

Listamaður

Thanasis Foukas

Tenglar

Upplýsingar um listamanninn og framlag hans

Thanasis Foukas fæddist í Aþenu, Grikklandi. Hann ákvað snemma að læra eitthvað tengt fjármálum því hann vildi vinna við bókhald. En hann áttaði sig á að ljósmyndun hafði gripið hjarta hans og hann ákvað að fylgja draumi sínum og helga sig ljósmyndun. Árið 2000 skráði hann sig í LEICA ACADEMY ljósmyndunarháskóla og útskrifaðist tveimur árum síðar eftir að hafa fengið dýrmæta vitneskju og öðlast reynslu á sínu sviði. 

En þetta var bara byrjunin hjá honum! Síðan þá hefur hann tekið þátt í mörgum hópsýningum bæði í Grikklandi og í öðrum löndum, einkasýning hans sem hann hélt í Aþenu árið 2003 með þema um menningaratburði var mjög vel heppnuð! Hann hefur verið í samstarfi við marga þekkta ljósmyndara og einnig dagblöð og tímarit á Grikklandi og Kýpur. Umfjöllunarefnin sem hann hefur mestan áhuga á sem atvinnuljósmyndari eru leiklist, tónlist, menningaratburðir og einnig íþróttir og samfélagsmál.

Listamaðurinn heldur vinnustofuna ef farið er fram á það. Áhugasamir hafi samband við listamanninn.

Listgrein

Ljósmyndun

Tungumál

Gríska

Mynd listamanns

Calendar

Announcements

  • - There are no announcements -