VITINN (Wisefour-10-IS)

Lýsing

Hann lætur síðan þátttakendur fá nauðsynlega hluti og gefur fyrirmæli um að þátttakendur teikni, liti eða máli mynd af vita sem á að vísa þeim veginn.<0} {0>He encourages them to depict themselves in relation to the lighthouse somewhere in the image and to add words that represent sources of guidance in their life, i.e. faith, family, hope.<}0{>Hann hvetur þátttakendur til að teikna líka mynd af sjálfum sér á blaðið og tengingu sína við vitann og skrifa orð sem sýna uppsprettu leiðsagnar í lífinu eins og t.d. trú, fjölskyldu og von.

  • Áhersla á
  • Sjálfsvitund
  • Hæfni til að tjá sig
  • Daga
  • 1
  • Þjálfunaraðferð
  • Með leiðbeinanda
  • Hópastærð
  • Einstaklings
  • <10 þátttakendur
  • Tími
  • Meira en 60 mínútur
  • Námsaðstaða
  • Augliti til auglitis
  • Efla leikni og þekkingu
  • Efling seiglu
  • Samskiptafærni
  • Hæfni/færni
  • Æðruleysi / tilfinningaleg stjórnun
  • Sjálfshvatning og seigla
CC - Attribution-NonCommercial-ShareAlike

Heiti

VITINN

Kennsluaðferð

Þessa æfingu má gera í hópi eða einstaklingslega.

Kennslugögn

  • Venjulegur eða litaður pappír
  • Túss og annarskonar litir

Undirbúningur:

Enginn verulegur undirbúningur nauðsynlegur. Aðeins að vera með allt nauðsynlegt efni.

Undirbúningstími

Leiðbeinandinn þarf u.þ.b. 30 mínútur til að safna nauðsynlegu efni og raða húsgögnum.

Ábendingar til undirbúnings

Mikilvægt er að leiðbeinandinn kynni æfinguna vel og útskýri að það kemur fyrir okkur öll af og til í lífinu að finnast við vera týnd, einmana eða buguð. Þannig getur þátttakendum fundist þeir vera öruggir og hluti af hópi sem hefur sameiginlegar þarfir og áhyggjur og þá er auðveldara fyrir þá að taka þátt í æfingunni. Það er einnig hlutverk leiðbeinandans að halda athygli allra þátttakenda á sögunni sem hann er að segja og leiðbeina þeim við að tjá sig um innri hugsanir og tilfinningar. 

Tilvísanir og bakgrunnur

Listrænar æfingar eins og Vitinn byggjast á að sjá hluti fyrir sér og henta mjög vel fyrir þá sem finnst þeir vera týndir, ofurliði bornir eða einir og einangraðir. Að tjá tilfinningar sínar og sjá fyrir sér von framundan er læknandi og virkar vel til að koma auga á þarfir, upplifa von um framtíðina eða til að átta sig hvar menn eru staddir á ákveðinni leið. <0}

Heimildir

Art and Healing : Using Expressive Art to Heal Your Body, Mind, and Spirit (Barbara Ganim, 2013), Echo Point Books & Media

Hæfniviðmið

  • öðlast hæfni til að tjá sig
  • fá tækifæri til að koma auga á þarfir sínar
  • finna von varðandi framtíðina
  • verða vonbetri, jákvæðari og hamingjusamari
  • geta áttað sig betur á því sem er mikilvægt og læra að forgangsraðað mikilvægum atriðum.

Nánari lýsing í skrefum

Skref 1: Stýrð hugleiðsla

Leiðbeinandinn biður þátttakendur að sitja þægilega, loka augunum og beina athyglinni að önduninni. Þátttakendur taka nokkrar mínútur í að hreinsa hugann og komast í ró.

Skref 2:

Mikilvægt er að leiðbeinandinn kynni æfinguna vel og útskýri að það kemur fyrir okkur öll af og til í lífinu að finnast við vera týnd, einmana eða buguð. Þetta geta verið háskalegir tímar og fólki finnst oft engin leið vera út, en það er venjulega til ljós sem leiðir fólk tilbaka í öryggið.

Skref 3:

Leiðbeinandinn fer að segja þátttakendunum sögu. Þeir eru úti á báti á björtum degi, en eftir því sem líður á daginn versnar veðrið. Himininn dökknar og sjórinn verður dimmur og úfinn. Það er kalt, og sjór byrjar á flæða inn í bátinn. Þeir eru týndir og vita ekki hvernig þeir munu finna leiðina tilbaka. En í fjarska sjá þeir vita sem sýnir þeim leiðina í öryggið. Þeir verða að stefna á vitann.

 

Skref 4:

Leiðbeinandinn leiðir þátttakendurna út úr hugleiðingunni, lætur síðan þátttakendur fá liti og blöð og gefur fyrirmæli um að þátttakendur teikni, liti eða máli mynd af vita sem á að vísa þeim veginn. Hann hvetur þátttakendur til að teikna líka mynd af sjálfum sér á blaðið og tengingu sína við vitann og skrifa orð sem sýna uppsprettu leiðsagnar í lífinu eins og t.d. trú, fjölskyldu og von. Þátttakendum er ráðlagt að staðsetja vitann sinn á stað heima hjá sér þar sem þeir sjá hann reglulega til að vera minntir á alla góðu hlutina sem heldur þeim á réttri braut. Svo sem eins og innan á skáphurð, sem bókamerki eða skjámynd á tölvunni sinni eða símanum.

Listamaður

Spyros Karras

Tenglar

Upplýsingar um listamanninn og framlag hans

Spyros Karras býr í Athenu þar sem hann er fæddur. Hann lauk námi í heimspeki við University of Ioannina. Hann hefur í mörg ár starfað við einkakennslu í heimspeki. Hann hefur lokið námi í tónlist og er einleikari á píanó. Hann hefur starfað sem píanókennari og komið fram á mörgum tónleikum í Aþenu með nemendum sínum.

Leikbrúður hafa heillað Spyros frá því að hann var barn. Hann hefur búið til leikbrúður og haldið leiksýningar, brúðuleikhús síðan hann var ungur. Hann lærði brúðugerð og hreyfimyndagerð í málstofum og vinnustofum um sérstaka brúðugerðartækni, andlits- og fígúrumálun, leikræna grímugerð, sagnagerð og á sama tíma fékk hann fræðilega þjálfun í brúðuleik.

Í rúman áratug hefur hann einbeitt sér að brúðuleikhúsi og síðan 2009 hefur hann verið aðili að leikhópnum ArtooPaspartoo, þar sem hann starfar m.a. með Stavriana Kouskouvelakou. Þau hafa samið leikverk fyrir skólastofnanir, leikhús, menningarviðburði og fleira.

Listamaðurinn býður þeim sem hafa áhuga á þessari vinnustofu að hafa samband við sig.

Listgrein

Sviðslistir, tónlist, skapandi skrif

Tungumál

Gríska

Mynd listamanns

Calendar

Announcements

  • - There are no announcements -