Gleðifræið (BLICK-01-IS)

Lýsing

Þátttakendur mæta í kennslustofu þar sem búið er að koma fyrir töluverðu af skapandi efni. Eftir kynningu sem fjallar um gleði og núvitund mála þátttakendur stóra mynd saman á skipulagðan hátt. Fjallað er um efni eins og einstaklingsreynslu, hópferli og núvitund

  • Áhersla á
  • Vilji til að skoða nýja möguleika með opnum huga
  • Sjálfsvitund
  • Hæfni til að tjá sig
  • Daga
  • 1
  • Þjálfunaraðferð
  • Með leiðbeinanda
  • Hópastærð
  • <10 þátttakendur
  • Tími
  • Meira en 60 mínútur
  • Námsaðstaða
  • Augliti til auglitis
  • Efla leikni og þekkingu
  • Þróun sköpunarkrafts
  • Samskiptafærni
  • Hæfni/færni
  • Hæfileiki til að læra og tileinka sér nýja þekkingu
  • Samskipti
  • Æðruleysi / tilfinningaleg stjórnun
  • Læra af reynslu
  • Sjálfshvatning og seigla
CC - Attribution-NonCommercial-ShareAlike

Heiti

Gleðifræið

Kennsluaðferð

Kynning leiðbeinandi, hópvinna, fræðsluerindi

Kennslugögn

  • Strigi 120 x 160
  • Olíupastellitur
  • Klippimyndaefni
  • Fylliefni
  • Blek
  • Gvasslitir (þekjulitir)
  • Vatnslitir 
  • Dreift til þátttakenda:  Ljónið og asnarnir

Undirbúningur:

Borðum raðað þannig að 10 manna hópur hafi nóg pláss til að vinna saman að einni sameiginlegri mynd. Þar sem málning er notuð þarf að verja gólfið með pappír áður en æfingin hefst.

Undirbúningstími

30 mínútur

Ábendingar til undirbúnings

Leiðbeinendur verða að hafa þjálfun í núvitund og kunna á skilyrðingu, sem er skilgreind sem  fastmótuð hegðun. 

Leiðbeinendur þurfa ekki að hafa neina listræna kunnáttu – áherslan með þessari æfingu er ekki á því listræna heldur á sköpunarferlinu.

Leiðbeinendur þurfa að geta tekið þátt í hópvinnunni.

Það er ekki mjög gagnlegt að kynna hugtakið núvitund – það skilar sér miklu betur að fá að   upplifa hana saman.

Tilvísanir og bakgrunnur

Núvitund hefur verið notuð með góðum árangri með atferlismeðferð (Mindfulness-based cognitive therapy, MBCT; Segal, Williams & Teasdale, 2002), sérstaklega fyrir fólk með þunglyndi sem hefur tilhneigingu til að velta fyrir sér hlutum í langan tíma og dæma sjálft sig hart, en einnig fyrir fólk sem þjáist af annars konar líkamlegri og andlegri streitu. Með því að horfa á augnablikið og tileinka sér viðhorf sáttar, getur fólk lært að týna sér ekki í  vítahring þunglyndishugsana, brjótast frekar út með því til dæmis að einbeita sér að önduninni eða taka eftir einhverju jákvæðu og notalegu í umhverfi sínu.

Betri stjórn á tilfinningum sínum hefur verið nefnd sem ein af mögulegum kostum núvitundar.

Á síðustu árum hefur núvitund einnig orðið vinsælt rannsóknarefni: Ameríska rannsóknarstofnunin um núvitund taldi aðeins tólf rannsóknir sem höfðu verið útgefnar um núvitund í vísindaritum árið 2000 en árið 2015 hafði þeim fjölgað í 674 útgefnar greinar á Web of Science.

Hæfniviðmið

  • átta sig betur á ósjálfráðri hegðun sinni,
  • hafa uppgötvað mörg tækifæri og leiðir til að hleypa meiri gleði inn í lífið,
  • hafa upplifað hvernig núvitund hefur áhrif á vellíðan,
  • taka eftir hvernig þeir læra á eigin þarfir þegar þeir eru innan um annað fólk.

Nánari lýsing í skrefum

Skref 1

Leiðbeinandinn ræðir um gleði og skilyrðingu:

„Skilyrðing er fastmótuð þjóðfélagsleg hegðun. Skilyrðing felur í sér: 

  • erfðaþætti: Sannfæringu, viðhorf o.s.frv.,
  • áhrif frá landinu sem ég lifi í og menningunni sem ég bý vi,
  • uppeldið sem ég hef fengið.
  •  

Allt þetta mótar sjálfsálitið sem ég samsama mig með:

Dæmi: Ég heiti þetta, ég er í hjónabandi, ég á svo og svo mörg börn og ég er í þessu starfi.

Ef allt þetta er tekið burtu þá stendur eftir einungis: Ég er.

Þá er ég einungis manneskja.

Hvað gerist ef ég afklæðist skilyrðingunni eins og yfirhöfn?

Hvað myndi þessi „Ég er“ þá vilja gera núna?

Ákvörðun tekin í augnablikinu“.

 

Skref 2

Leiðbeinandinn segir söguna um ljónið og asnana. Sagan er í fylgigögnunum. Til að tengja við söguna byrjar leiðbeinandinn á leiðandi samtali með eftirfarandi spurningum til hópsins:

 

  • Hvaða merkingu hefur skilyrðing og möguleikinn á frelsi sem afleiðingu af henni í þessari sögu?
  • Það felst skilyrðing í hverju og einu „ég ætti/þarf að…“ sem við segjum við okkur sjálf – flest fólk samsamar sig við skilyrðingar sem það hefur upplifað.
  • Hvað merkir hugsanlegt frelsi frá skilyrðingu?
  • Hvað er ég núna þegar ég tek frá mér skilyrðinguna? Þá er ég bara ég.
  • Hvað merkir það að taka ákvarðanir sem „Ég er…“? Eru þessar ákvarðanir eitthvað betri?
  • Hvernig get ég fylgst með öllum skynfærunum?

 

Skref 3

Leiðbeinandinn ræðir um gleði og skilyrðingu:

„Gleðina fáum við við fæðingu. Fólk fæðist með skilyrðinguna að upplifa gleði. Það er meðfædda gleðin og hægt er að tengjast meðfæddu gleðinni aftur og aftur. 

Þegar fólk finnur ekki lengur fyrir þessari gleði þróar það með sér einkenni: það verður veikt, upplifir streitu. Margir eru ekki lengur tengdir gleðinni sem þeir fengu við fæðingu.

 

Hvernig get ég glaðst?

Hvers vegna geri ég það sem ég geri? Er það til að upplifa gleði eða bara af því að það þarf að gera þetta? Ef ég geri hlutieingöngu af því bara, þá er eins og ég sé alla ævina í einhverri dáleiðslu: Þá snýst lífið um að lifa af en ekki um lífið sjálft. Þá er ég í streituástandi og ekki í gleðinni.

 

Gleði er ánægjan sem felst í hversdagslegum hlutum.

Það er mikilvægt að finna fyrir gleði í litlu hlutunum í hversdagslífinu. Það er mikilvægt að leita að þessum litlu hlutum. Vegna þess að þeir geta breytt streituhegðun okkar.

Þess vegna ættum við að spyrja okkur þegar við gerum eitthvað: Er ég að gera þetta til að það sé gert eða til að fá fram einhverja tilfinningu?

Þetta geturðu fundið í næstum hverju sem þú gerir: Sem dæmi þá get ég lagað á mér hárið svo ég líti vel út og ég verði örugg/ur með mig í viðskiptum – þá virka ég betur og kem hlutum í verk. En ég get líka lagað á mér hárið og fundið hve notalegt er að hárgreiðan snertir höfuð mitt – þá er ég að finna, þá er ég í núinu og upplifi gleði.

 

Þess vegna er mikilvægt að leita að svona upplifunum, annars tekur sjálfstýringin við, skilyrðingin tekur völdin. Það er mikilvægt að skoða hvort athafnir mínar tengjast gleði“.

 

Skref 4

Leiðbeinandinn biður þátttakendur að mála saman mynd. Það sem er mikilvægt þegar verið er að mála er ekki listaverkið sem skapað er, heldur núvitundin við að framkvæma! Þetta fjallar ekki um „ég þarf að…“ heldur að þátttakendurnir átti sig á eftirfarandi: „Mér finnst gaman að því sem ég er að gera“!

 

Leiðbeinandi spyr eftirfarandi spurninga:

  • Hvaða skynfæri nota ég þegar ég mála?
  • Hvernig líður mér þegar ég er að mála?
  • Er ég algerlega í núinu þegar ég er að mála?

 

Skref

Þátttakendurnir fá 15 mínútur til að ræða saman og skipuleggja sameiginlega mynd. Þeir taka tíma til að ákveða sameiginlegar reglur. Ein regla gæti verið t.d. verið: Enginn má mála inn á mínu svæði

Leiðbeinandinn heldur sig í bakgrunni á meðan hópurinn er að skipuleggja, gefur engin fyrirmæli en  skoðar hvað gerist í hópnum. Leiðbeinandinn deilir síðan athugunum sínum með þátttakendunum í síðasta hluta speglunarinnar – þegar búið er að mála myndina – ásamt  athugunum sem gerðar voru á meðan verið var að mála, og aðstoðar þátttakendurna við að nýta sér endurgjöfina.

 

Skref 6

Á meðan hópurinn málar myndina saman fylgist leiðbeinandinn með því sem gerist og fer síðan frá til að leyfa þeim að vinna í friði.

 

Skref 7

Leiðbeinandinn leiðir samtal um listir við þátttakendur með eftirfarandi spurningum:

  • - Ef ég væri sýningarstjóri á listasafni hvaða titil hefði þessi mynd?
  • - Hvað snýr upp og niður á þessari mynd?
  • - Vilja listamennirnir skrifa nafn sitt á myndina saman?
  • - Vilja listamennirnir segja eitthvað um myndina?

 

Spurningar varðandi ferlið:

  • - Það koma alltaf fram einhver þemu í svona sameiginlegum myndum: Hvaða þemu komu upp í þessum hópi?
  • - Hefur eitthvað óvænt komið upp, mistök, nýjar uppgötvanir eða smásigrar?
  • - Hvað finnst ykkur hverju um annað?
  • - Hvernig líkaði þér þemað?
  • - Kom eitthvað upp?
  • - Fékk ég hugdettu sem ég þorði ekki að framkvæma?

 

Í þessum umræðum við þátttakendurna kynnir leiðbeinandinn líka athuganirnar sem hann/hún gerði á meðan skipulagningin fór fram og þegar verið var að mála.

Listamaður

Briant Rokyta

Vefsíða

http://www.briantrokyta.com/

Tenglar

https://www.singulart.com/de/k%C3%BCnstler/briant-rokyta-5165

Upplýsingar um listamanninn og framlag hans

Briant Rokyta er reynslumikill málari, teiknari og myndhöggvari með alþjóðlega skírskotun, frá Austurríki. Rokyta notar ýmis efni í verk sín, svo sem olíu- og akrílmálningu og blek. Málverk hans sem eru sambland af abstrakt og myndrænum verkum eru töfrandi listaverk sem sameina liti og ljós á haganlegan hátt.

Listgrein

Sjónlistir

Tungumál

Þýska

Mynd listamanns

Calendar

Announcements

  • - There are no announcements -