Núvitund og listir – að teikna í núinu (BLICK-02-IS)

Lýsing

Þessi æfing fjallar um að vera meðvitaður og stjórna núvitundinni.  Þátttakendur byrja á því að velja hlut sem þeir vilja teikna og dvelja í núvitund á meðan. Síðan leita þeir inn á við, inn í núvitundina og inn í líðanina sem þeir finna með sér. Síðan koma þeir tilfinningunni sem er innra með þeim á pappírinn. Í lokin eru samræður og endurgjöf.

  • Áhersla á
  • Vilji til að skoða nýja möguleika með opnum huga
  • Sjálfsvitund
  • Trú á eigin getu
  • Hæfni til að tjá sig
  • Daga
  • 1
  • Þjálfunaraðferð
  • Með leiðbeinanda
  • Hópastærð
  • <10 þátttakendur
  • Tími
  • 31-60 mínútur
  • Námsaðstaða
  • Augliti til auglitis
  • Efla leikni og þekkingu
  • Þróun sköpunarkrafts
  • Efling seiglu
  • Hæfni/færni
  • Hæfileiki til að læra og tileinka sér nýja þekkingu
  • Samskipti
  • Æðruleysi / tilfinningaleg stjórnun
  • Leita lausna
  • Sjálfshvatning og seigla
CC - Attribution-NonCommercial-ShareAlike

Heiti

Núvitund og listir – að teikna í núinu

Kennsluaðferð

Einstaklingsvinna og hópvinna

Kennslugögn

  • Kassi með allskonar hlutum

  • Blýantar

  • Pappír

Undirbúningur:

Ef æfingin fer fram innandyra þarf að vera nóg rými fyrir hvern og einn þátttakanda til að geta teiknað.

Ef æfingin er gerð utandyra í náttúrunni verður að gæta þess að allir þátttakendurnir hafi sléttan flöt til að geta teiknað.

Undirbúningstími

15 mínútur

Ábendingar til undirbúnings

Þetta er ekki æfing í listsköpun!

Æfingin er ekki gerð til að teikna stórkostlega eða fallega list. Margir hafa vanist því að finnast að hafi þeir pensil í höndunum verði þeir að skapa eitthvað frábært. En það er ekki markmiðið með þessari æfingu. Æfingin er um núvitund og hvernig það að vera í augnablikinu getur fært okkur aftur til innri vitundar og reynslu.

Listrænar aðferðir og núvitund eiga vel saman:

Þegar ég teikna mynd af hlut er það list. En ég deili einnig núvitund minni inn í hugmynd eða form eða hlut. Núvitund er eins og (ímyndaður) töfrasproti: allt sem ég snerti með töfrasprotanum lifnar við.

Þegar ég teikna þá snerti ég eitthvað á teikningunni með töfrasprotanum, svo sem hlut, manneskju eða landslag. Það tengist núvitund mjög mikið.

Þess vegna er markmiðið með þessari æfingu ekki að teikna fallega mynd heldur að deila núvitund minni með einhverju sem er þegar til.

Það sem er teiknað segir eitthvað um tilfinningalegt ástand manneskjunnar sem teiknar, á því augnabliki. Í síðasta hluta æfingarinnar er tekið mið af þessu markmiði þegar farið er hringinn og þátttakendur tjá sig.

Tilvísanir og bakgrunnur

Briant Rokyta vinnur sem iðjuþjálfi við endurhæfingarstofnun fyrir fólk sem þjáist af kulnun. Hann trúir því að núvitund sé nauðsynleg fyrir þá sem eiga við geðræn vandamál að stríða og getur hjálpað þeim að lifa með sínum vanda.

Hann fær oft að heyra frá sjúklingum sínum: „Ég er alltaf í núvitund! Og hvernig hjálpar það mér í lífinu?“ „Ég skil allt þetta varðandi núvitund, en ég sé ekki hvernig ástand mitt getur orðið betra!“

Þegar þetta gerist útskýrir Briant venjulega fyrir sjúklingum sínum myndlíkinguna um töfrasprotann: „Núvitund er eins og töfrasproti! Allt sem ég snerti með töfrasprotanum mínum lifnar við.“

Flest fólk hefur hugsanir í höfðinu sem það er stöðugt að velta fyrir sér. Þetta er algerlega sjálfvirkt og mjög oft eru það sömu hugsanirnar aftur og aftur sem hafa fest sig í huga okkar og valda því að við getum ekki slappað af. Briant kallar þessar sjálfvirku hugsanir hugsanaskvaldur. Hugsanaskvaldur kæfir núvitundina.

„Ef ég stýri núvitundinni þá get ég dregið hana út úr hugsanaskvaldrinu. Ef ég stýri henni ekki, ef ég tek ekki stjórnina á núvitundinni minni, þá dettur hún inn í hugsanaskvaldrið. Og mikilvægt er að muna eitt enn: Núvitund er æfing fyrir lífstíð.“

Síðan segir Briant sjúklingunum sínum frá töfrabragði:

„Þegar þér fer að líka vel við núvitundina, þá hefur þú sigrað, því þá er hjarta þitt með. Vegna þess að ef mér líður vel í núvitundinni, þá vil ég halda áfram að æfa hana.“

Þess vegna getur iðjuþjálfinn ekki fyrirskipað núvitund.

Síðast en ekki síst segir Briant sjúklingum sínum frá rannsókn sem gerð var við Harvard háskóla þar sem spurningin Hvað gerir fólk hamingjusamt?  Var skoðuð.

Í símakönnun voru þátttakendur spurðir eftirfarandi spurningar: Hvað ertu að gera núna og hversu nálægt nútíðinni eða núinu finnst þér þú vera?

Niðurstöður þessarar könnunar sýndu að fólkið sem sagðist vera hamingjusamt, var það ekki vegna þess sem það var að gera, heldur vegna þess hversu nálægt nútíðinni eða núinu það var.

Til að vera hamingjusamur þarf maður að verða meira meðvitaður, að hætta að leyfa sjálfstýringunni að taka stjórnina.

Hæfniviðmið

Í lok þessarar æfingar eiga einstaklingar að:

  • hafa lært að stýra núvitund sinni meðvitað út á við,
  • hafa lært að stýra núvitund sinni meðvitað inn á við,
  • geta áttað sig á að allt sem við veitum athygli lifnar við.

Nánari lýsing í skrefum

Skref 1

Þátttakendur fá kassa með allskonar hugmyndum og hlutum og hver þátttakandi má velja einn hlut.

Æfinguna má gera inni og einnig úti í náttúrunni. Þá er þátttakendum sagt að finna hlut í náttúrunni sem þeim hugnast.

 

Skref 2

Þátttakendur fá 10 mínútur til að gefa hlutnum núvitund með því að teikna hann.

Þátttakendur nota blýant til að gefa hlutnum form á pappír.

 

Skref 3

Næst eiga þátttakendur að beina athygli sinni inn á við: „Hvernig líður mér núna? Ef ég er reið/ur núna þá ætla ég að reyna að teikna þá tilfinningu. Tilfinningunni er bætt við myndina.

Sem dæmi þá byrjaði ég á að teikna kaffikrús. Núna var ég að átta mig á því að ég er pirraður/pirruð og þess vegna teikna ég þyrna ofan á efri helminginn.“

 

Skref 4

Í lok æfingarinnar er tími fyrir endurgjöf: Þátttakendur sýna hver öðrum myndirnar sínar og svara eftirfarandi spurningum:

  • Hvers vegna valdi ég þennan hlut?
  • Hvernig tengist þessi hlutur líðan minni?
  • Eða hvernig áhrif hafði þessi hlutur á mig?

Listamaður

Briant Rokyta

Vefsíða

http://www.briantrokyta.com/

Tenglar

https://www.singulart.com/de/k%C3%BCnstler/briant-rokyta-5165

Upplýsingar um listamanninn og framlag hans

Briant Rokyta er reynslumikill málari, teiknari og myndhöggvari með alþjóðlega skírskotun, frá Austurríki. Rokyta notar ýmis efni í verk sín, svo sem olíu-og akrílmálningu og blek. Málverk hans sem eru sambland af abstrakt og myndrænum verkum eru töfrandi listaverk sem sameina liti og ljós á haganlegan hátt.

Listgrein

Sjónlistir

Tungumál

Enska,  Þýska

Mynd listamanns

Calendar

Announcements

  • - There are no announcements -