Leikgleði – að forma myndastyttu og blása í hana lífi (BLICK-03-IS)
Þessi æfing fjallar um að skoða vandlega. Þetta er leikur þar sem andlits- og líkamstjáning fer á milli þátttakenda eins og þögul póstsending. Þátttakendur bregðast hver við öðrum án orða, einungis með líkamstjáningu og taka þannig þátt í áhrifamiklu en þöglu samtali. Hugræn speglun/endurvarp er meðvitað ekki haft með þessari æfingu til að upplifunin verði tafarlaus.
LessÞessi æfing fjallar um að skoða vandlega. Þetta er leikur þar sem andlits- og líkamstjáning fer á milli þátttakenda eins og þögul póstsending. Þátttakendur bregðast hver við öðrum án orða, einungis með líkamstjáningu og taka þannig þátt í áhrifamiklu en þöglu samtali. Hugræn speglun/endurvarp er meðvitað ekki haft með þessari æfingu til að upplifunin verði tafarlaus.
Þessi æfing fjallar um að skoða vandlega. Þetta er leikur þar sem andlits- og líkamstjáning fer á milli þátttakenda eins og þögul póstsending. Þátttakendur bregðast hver við öðrum án orða, einungis með líkamstjáningu og taka þannig þátt í áhrifamiklu en þöglu samtali. Hugræn speglun/endurvarp er meðvitað ekki haft með þessari æfingu til að upplifunin verði tafarlaus.
- Áhersla á
- Vilji til að skoða nýja möguleika með opnum huga
- Sjálfsvitund
- Hæfni til að tjá sig
- Daga
- 1
- Þjálfunaraðferð
- Með leiðbeinanda
- Hópastærð
- >10 þátttakendur
- Tími
- Allt að 30 mínútum
- Námsaðstaða
- Augliti til auglitis
- Efla leikni og þekkingu
- Þróun sköpunarkrafts
- Hæfni/færni
- Hæfileiki til að læra og tileinka sér nýja þekkingu
- Samskipti
- Læra af reynslu

Heiti
Leikgleði – að forma myndastyttu og blása í hana lífi
Kennsluaðferð
Hópvinna
Kennslugögn
Ekkert efni nauðsynlegt
Undirbúningur:
Ekkert
Undirbúningstími
Enginn undirbúningstími
Ábendingar til undirbúnings
I
Mikilvægt er að miðla til þátttakenda að taka æfinguna alvarlega. Alvarleiki og gáski þurfa ekki að vera andstæður! Þetta þarf ekki að útskýra fyrir börnum. Hvað er átt við með að taka eitthvað alvarlega? Ef þú getur tekið þessa æfingu alvarlega þá muntu einbeita þér að henni að fullu og fá þeim mun meira út úr henni. Að taka hana alvarlega merkir að hugsa ekkert um hvernig þú lítur út þegar þú ert að gera æfinguna.
Fullorðið fólk er svo skilyrt í að reyna að forðast allt sem gæti orðið til þess að það fari hjá sér eða geri eitthvað óviðeigandi að það heldur aftur af sér. Það á þess vegna verulega erfitt með að gefa sig í leikinn af fullri alvöru.
Þegar kemur að alvarleika leiksins, þegar hlutir gerast vandræðalegir, kemur flissið sem gefur til kynna að fólki finnst þetta óþægilegt. Í hópum þar sem meðlimirnir þekkjast vel eru oft gerðar athugasemdir til að fela óþægilegar tilfinningar.
Ef hópstjóri tekur eftir að fullorðið fólk getur ekki gefið sig í leikinn að fullu er hægt að biðja þátttakendurna að hjálpast að, þ.e.a.s.hjálpumst núna að og verum ekki með neinar athugasemdir, en einbeitum okkur að leiknum!“
Það er hápunktur leikhússins að fá aðra til að hlæja. Trúðurinn er alvarleikinn uppmálaður. Hann er að einbeita sér að alvarleikanum á meðan áhorfendur hlæja, og hann heldur sér í einbeitingunni.
Í þessari æfingu er með vilja sleppt að hafa speglun eða hugleiðingar í lokin. Því ef spurt er hvað ég hafi verið að hugsa í byrjun, sem dæmi, þá færi vitrænt hugsunarferli af stað. Og það er nákvæmlega það sem þessi æfing er ekki! Markmiðið með þessari æfingu er – eins og listamaðurinn orðar það - að fara út úr hausnum á sjálfum sér og nota orku augnabliksins og innsæi hvatvísinnar!
Og því má alls ekki spyrja sjálfan sig spurninga heldur fara af stað og inn í leikinn á meðan hann er í gangi og forðast síðan að á eftir byrji einhverskonar skilgreining á hugarfari og tilfinningum því þannig er frumleikinn tekinn út úr æfingunni.
Tilvísanir og bakgrunnur
Löngunin til að leika sér er kjarninn þar sem við mætumst sem manneskjur, vegna þess að þráin eftir leik fer ekki eftir aldri, trúarbrögðum eða uppruna.
Við lærum með því að leika okkur. Við byrjum að leika okkur á unga aldri og leyfum okkur að uppfylla löngunina til að leika og þannig lærum við.
Þegar við mætumst í gáskafullum leik finnum við hvernig börn frá sex mánaða aldri og allt upp í langömmur, sem gefa sig að fullu í leikinn, fá ljóma í augun. Hliðið sem ég opna, þar sem ég býð fólki inn í söguna mína er boð sem kemur með gáskafullum leik – að dvelja saman í gáska merkir að við upplifum svipaða orku. Og það er grunnurinn að því að leika sér saman: að komast á svipað orkustig saman.
Hvers vegna svipað orkustig? Þegar fólk fellur inn í gleði saman merkir það að gleði þín er gleði mín vegna þess að það er smitandi að upplifa gleði í leik.
Og stór hluti af gáska er forvitni.
Kennarar spyrja gjarnan út í sérstakar aðstæður: „Hvernig bregst þú við þegar það verður of mikill hávaði í áhorfendum?“
Svar mitt er að ég kitla forvitni áhorfendanna. Ef áhorfendur skynja að ég er að uppgötva eitthvað þá vilja þeir uppgötva það með mér.
Ég þekki engin börn sem ekki eru forvitin.
Ég hef gert margar æfingar með fötluðu fólki. Þegar leikur er notaður til að ná til fólks með líkamlegar takmarkanir falla þessar hindranir skyndilega í skuggann og skipta ekki lengur máli.
Hæfniviðmið
Í lok þessarar æfingar eiga einstaklingar að:
- geta meðvitað losað sig við vitrænar hindranir,
- geta verið í núvitund og notið augnabliksins,
- hafa aukið getu sína til að upplifa: Hverju tek ég eftir hjá öðrum? Hverju tek ég eftir hjá mér sjálfum/sjálfri?
- hafa prófað að nota gáskafullan leik til að finna nýjar leiðir sem ekki er hægt að upplifa með íhugun.
Nánari lýsing í skrefum
Skref 1
Vinna með andlitstjáningu – þögul sending með andlitstjáningu
Þátttakendur standa í hring. Leiðbeinandinn frystir andlitstjáningu á andliti sínu og heldur henni í 2 sekúndur og snýr sér að fyrstu manneskjunni sem er vinstra megin við hann í hringnum. Manneskjan vinstra megin við leiðeinandann lítur á andlit hans og hermir eftir andlitstjáningunni eins og hann sé að horfa í spegil.
Síðan snýr viðkomandi sér að næsta manni til vinstri og flytur andlitstjáningu sína til hans/hennar.
Til athugunar fyrir alla þátttakendur: Andlitstjáningin breytist alveg eins og skilaboð sem fara svona frá manni til manns.
Ég horfi alltaf á það sem ég sé, ekki hvað er sent af stað.
Skref 2
Vinna með líkamstjáningu – speglun á líkamstjáningu
Eins og í fyrsta skrefi er líkamstjáning notuð.
En ólíkt því sem var áður þá bætir hver þátttakandi nú við einni andlitstjáningu eftir að hafa hermt eftir andlitstjáningu þátttakandans sem var á undan. Það merkir að það er ekki ein og sama andlitstjáningin sem flutt er milli manna hringinn, heldur eiga þátttakendur að bæta við nýrri andlitstjáningu eftir að hafa sýnt andlitstjáningu þess sem var á undan og flytja áfram til þess sem er á vinstri hönd.
Skref 3
Tölur og tenging þeirra hver við aðra
Síðan fara þátttakendur saman tveir og tveir og stilla sér upp eins og myndastyttur fyrir framan hvort annað og bregðast við andlitstjáningu félaga síns. Þetta er samtal án orða, leitt áfram með samskiptum með andlits- og líkamstjáningum.
Pörin gera eftirfarandi:
Þátttakandi A setur sig í stellingu og er hreyfingarlaus, frýs. Þátttakandi B færir sig í burtu og segir frá því sem hann/hún tekur eftir:
- Hvernig eru fingurnir?
- Hvernig er staðan á höfðinu?
- Hvar hefur þyngd styttunnar hafnað?
Nú gefur þátttakandi A meðspilara sínum merki – til dæmis með því að smella í góm – þátttakandi B fer í stellingu með því að stilla sér ósjálfrátt við þátttakanda A og er hreyfingarlaus, frýs. Þátttakandi A færir sig núna í burtu og segir frá því sem hann/hún tekur eftir:
- Hvernig eru fingurnir?
- Hvernig er staðan á höfðinu?
- Hvar hefur þyngd styttunnar hafnað?
Nú gefur þátttakandi B meðspilara sínum merki – til dæmis með því að smella í góm – þátttakandi A fer í stellingu með því að stilla sér ósjálfrátt við þátttakanda B og er hreyfingarlaus, frýs.
Á þennan hátt endurtaka pörin æfinguna þar til hvort þeirra hefur gert hana fimm til sex sinnum.
Leiðbeinandinn kemur með eftirfarandi innlegg/leiðbeiningar:
„Ímyndaðu þér að þú sért að ganga í gegnum almenningsgarð í ókunnugri borg og listamaður hefur komið nokkrum styttum fyrir þar. Hver og ein stytta vill tjá eitthvað. En listamaðurinn vill líka tjá sambandið milli styttnanna.“
Núna tekur leiðbeinandinn sér stöðu og segir:
„Leikhús er í raun og veru það að taka vel eftir. Þú skoðar hvar þyngdin lendir í líkamanum.
Hvert er augnaráðinu beint?
Málið er: Ég tek mér stöðu sem merkir eitthvað, ég er stytta í almenningsgarðinum.
Félagi minn fylgir FYRSTU skyndiákvörðun sinni - vegna þess að þá kemur gáskinn fram.
Það sem skiptir máli er að skilja hugsunina eftir og gefa sig leiknum:
Leikurinn einfaldlega fylgir forvitninni.
Eitthvað er að nálgast mig og ég bregst við því: framkvæmd - viðbrögð
Tilfinning: Hvers konar orka kemur frá mér? Og svo bregstu við henni ósjálfrátt!
Forðastu að hugsa eins og: Hvað vil ég setja hérna? Bregstu bara ósjálfrátt við, með tilfinningu. Síðan ferðu að taka eftir og bregðast við og síðan að fá löngun til að leika þér!
Skref 4
Vinna með undirtextann
Undirtexti eru hugsanir sem koma ósjálfrátt í hugann en eru ekki sagðar. Það er einskonar innra samtal á þessari senu, í þessu leikriti. Undirtextinn kemur frá tilfinningu sem skyndilega kemur upp í leikritinu. Það eru setningar eða hugsanir sem koma ósjálfrátt upp til að bregðast við.
Þannig tjáir undirtextinn mikið af því sem innra viðhorf mitt er í þessari framkvæmd. Svona undirtexti gæti til dæmis verið: „Ekki með mér!“ Setning sem kemur allt í einu út úr þér.
Þetta framhald af æfingunni fjallar um að verða meðvitaður um undirtextann og gera hann þannig að allir þátttakendur heyri hann.
Leiðbeinandinn stoppar þess vegna stundum í miðri æfingu og biður einn af þátttakendunum að segja undirtextann sinn upphátt.
Láta þá leika einu sinni án hugsunar, fimm til sex endurtekningar á þátttakanda.
Og fá þá síðan til að leika með undirtextann.
Skref 5
Breyting yfir í brúðuleikhús
Listamaður
Elfi Scharf
Vefsíða
http://www.kuddelmuddel.co.at/
Tenglar
http://www.diepuppenspielerin.at/
Upplýsingar um listamanninn og framlag hans
Listræn tjáning mín á þessu sviði byrjaði þegar ég kynntist brúðuleikhúsi árið 1994. Töfraveröld brúðuleikhúsa, handverkið sem er á bak við þessa töfra… ég hef verið heilluð síðan. Í kjölfarið fylgdu margir þjálfunarkúrsar í leiklist, trúðaleik og síðan þriggja ára þjálfun í brúðuleikhúsi í óháðu þjálfunarmiðstöðinni IMAGO Wels.
Síðan þá hef ég verið að vinna sjálfstætt. Árið 2003 setti ég á fót „Kuddel Muddel“ leikhúsið sem er núna með 11 sýningar fyrir unga áhorfendur. Ég kem fram sem gestaleikari í Austurríki, Þýskalandi og Sviss. Ég vinn líka sem höfundur handrita og hljóðbóka og ég er stofnfélagi í ARGE Libelle Hörspiel Verlag. Upphafsmaður og yfirumsjónarmaður alþjóðlega brúðuleikhúsahátíðarinnar „Puppille Gleisdorf“ sem hefur verið haldin fjórum sinnum og einnig upphafsmaður sumarleikhúss hátíðarinnar „TeichFestSpiele“ árið 2020. Frá 2015 hefur efnisskráin mín þróast yfir í framleiðslu á brúðuleikhúsum fyrir fullorðna og afmarkaðar sýningar á ráðstefnum, listasýningum og annarsstaðar. Ég er líka með vinnustofur í leikbrúðugerð fyrir börn og fullorðna.
Ég býð upp á:
- leikhús fyrir börn kuddelmuddel.co.at og fyrir fullorðna www.diepuppenspielerin.at
- brúðuleikhússýningar fyrir sérstaka atburði. Ráðstefnur, afmælishátíðir eða hátíðir hjá fyrirtækjum eða opinberum stofnunum. Skoðun og listræn endursköpun á fyrirtækinu þínu og atvinnusviði á hátíðarviðburði,
- námskeið og vinnustofur í leik með fígúrur, að búa þær til og láta þær leika leikrit,
- vinnustofur í líkamstjáningu og sviðsframkomu.
Listgrein
Sviðslistir
Tungumál
Þýska
Mynd listamanns
Calendar
Announcements
- - There are no announcements -