Að þola starandi augnaráð (BLICK-04-IS)
Þessi æfing er um nærveru í merkingunni: „Hér er ég eins og ég er, með alla kosti mína og galla!“ Þátttakendur búa til hring og horfa stíft á þátttakandann sem gengur hægt inn í miðju hringsins og meðvitað lætur sig hafa starandi augnaráð hinna þátttakendanna. Bannað er að tala á meðan æfingin er gerð.
LessÞessi æfing er um nærveru í merkingunni: „Hér er ég eins og ég er, með alla kosti mína og galla!“ Þátttakendur búa til hring og horfa stíft á þátttakandann sem gengur hægt inn í miðju hringsins og meðvitað lætur sig hafa starandi augnaráð hinna þátttakendanna. Bannað er að tala á meðan æfingin er gerð.
Þessi æfing er um nærveru í merkingunni: „Hér er ég eins og ég er, með alla kosti mína og galla!“ Þátttakendur búa til hring og horfa stíft á þátttakandann sem gengur hægt inn í miðju hringsins og meðvitað lætur sig hafa starandi augnaráð hinna þátttakendanna. Bannað er að tala á meðan æfingin er gerð.
- Áhersla á
- Vilji til að skoða nýja möguleika með opnum huga
- Sjálfsvitund
- Trú á eigin getu
- Hæfni til að tjá sig
- Daga
- 1
- Þjálfunaraðferð
- Með leiðbeinanda
- Hópastærð
- >10 þátttakendur
- Tími
- Allt að 30 mínútum
- Námsaðstaða
- Augliti til auglitis
- Efla leikni og þekkingu
- Efling seiglu
- Hæfni/færni
- Samskipti
- Æðruleysi / tilfinningaleg stjórnun
- Læra af reynslu
- Sjálfshvatning og seigla

Heiti
Að þola starandi augnaráð
Kennsluaðferð
Hópvinna
Kennslugögn
Ekkert efni nauðsynlegt
Undirbúningur:
Enginn
Undirbúningstími
Æfinguna má byrja tafarlaust.
Ábendingar til undirbúnings
Ekki má gera athugasemdir um æfinguna: Ekki á meðan einhver er að gera æfinguna og ekki heldur þegar einhver hefur nýlega lokið við æfinguna.
Það má ekki sýna álit sitt með andlitstjáningu eða annarri líkamstjáningu.
Þessi æfing fjallar um að taka eitthvað alvarlega. Í þessari æfingu er vandlega útskýrt hvað það felur í sér að taka eitthvað alvarlega. Til dæmis: Alvarleiki fjallar um það hversu alvarlega þú getur einbeitt þér að leiknum. Alvarleiki fjallar um að hugsa ekki um það hvernig þú lítur út eða kemur fram heldur að vera algerlega í augnablikinu.
Mikilvægt er að leiðbeinandinn taki sér góðan tíma fyrir leiðbeiningar. Það á einnig við þegar þátttakandi er að ljúka við æfinguna.
Og mikilvægt er að bíða í tvær sekúndur áður en honum/henni er þakkað og sá næsti beðinn um að gera æfinguna: Það er mjög mikilvægt að taka góðan tíma í æfinguna.
ÁRÍÐANDI: Þátttakendur eru valdir af handahófi, þ.e.a.s. bent er á næsta sem á að fara framfyrir aðra þátttakendur. Mikilvægt er að leiðbeinandinn gæti þess að allir þátttakendur fái að gera æfinguna.
Tilvísanir og bakgrunnur
Það er samsvörun með þessari æfingu og því sem hestar gera: Þeir sem líta undan eru lægra settir í hópnum því þeir eru minna nærverandi.
Æfingin fjallar um að horfast í augu við það villta innra með okkur og að leyfa það: Maurice Sendac skrifaði bókina „Where the Wild Things Live". Í bókinni nær Max að temja það villta innra með sér með starandi augnaráðinu.
Að standa á sviði - og þá er átt við svið í víðri merkingu orðsins: að standa fyrir framan þrjár manneskjur er einnig að standa á sviði – merkir að geta þolað starandi augnaráð í fullri nærveru.
Með því að æfa nærveru get ég auðveldlega þolað svona augnaráð frá öðrum. Þegar við horfumst í augu við félaga okkar, sjáum við mjög djúpt inn í sálarlífið hjá viðkomandi. Við sjáum miklu meira en bara framhliðina, það segir okkur margt um félaga okkar.
Þegar ég þoli vel að einhver horfir á mig í langan tíma, skoðar mig, er ástand mitt eftirfarandi: „Hér er ég eins og ég er, með alla kosti mína og galla!“ Þá er ég að opna upp á gátt. Nærvera merkir að opna á styrkleika og veikleika, vera ósvikinn, ekta. Ef ég leyfi því að gerast finnst fólki ég vera nær þeim.
Það er stórt skref frá því að vera með grímu og til þess að sýna meira af sínu ósvikna sjálfi.
Hæfniviðmið
Í lok þessarar æfingar eiga einstaklingar að:
- geta farið upp á svið og þolað starandi augnaráð,
- hafa lært að horfast í augu við hið villta innra með sér og leyfa því að koma fram,
- hafa lært að vera í núvitund og nýta styrkleika sína og veikleika á því augnabliki.
Nánari lýsing í skrefum
Skref 1
Þátttakendur mynda hring með góðu bili á milli sín svo hver og einn standi sér. Enginn má segja eitt einasta orð alla æfinguna.
Skref 2
Leiðbeinandinn velur eina manneskju úr hringnum og gefur hópnum eftirfarandi leiðbeiningar:
„Það er hlutverk okkar allra, sem erum í hringnum að horfa stíft á manneskjuna sem ég var að velja. Horfa í augun, herma eftir líkamanum, eins og gerist á sviði.“
Leiðbeinandinn segir við þann sem var valinn:
„Þitt hlutverk er að þola að hermt sé eftir þér og starað á þig: Að herma eftir öðrum er í rauninni vel meint. Ef þú ert um það bil að fara inn í miðjan hringinn, andaðu frá þér. Það er betra þegar þú ferð upp á svið að vera alveg tóm/ur. Þegar maður er ákafur er maður fullur af lofti og spenntur.
Nærvera hins vegar, hefur með trúfestu að gera. Þess vegna er betra að slaka á. Besta leiðin til að gera þetta er einfaldlega að anda út áður en þú ferð inn í miðjuna á hringnum.
Gakktu rólega og meðvitað inn í miðjuna á hringnum.
Vertu meðvitaður um starandi augnaráð hinna þegar þú gengur.
Hinir þátttakendurnir hafa það hlutverk að stara stíft á þig.
Þegar þú ert á miðju sviðinu horfstu í augu við augnaráðin án þess að gera hreyfingar sem trufla einbeitinguna: Ekki tyggja eða gera neinar aðrar hreyfingar!
Stattu meðvitað inni í miðju hringsins í tvær sekúndur.
Gerðu síðan einhverja litla hreyfingu: sjúgðu létt upp í nefið eða hreyfðu hökuna aðeins. Þegar þú ert í miðju hringsins láttu þér detta í hug einhverja hreyfingu og gerðu hana líka í tvær sekúndur. Eftir þessa litlu hreyfingu, taktu aftur hlé í tvær sekúndur og vertu meðvitað að láta þig hafa starandi augnaráð hinna.
Gakktu síðan afturábak að sætinu þínu. Á meðan þú ert að ganga aftur á bak að sætinu þínu haltu þig í núinu allan tímann og líttu meðvitað undan augnaráði hinna.“
Skref 3
Þátttakandinn sem leiðbeinandinn valdi fer eftir orðum hans og gengur hægt en ákveðið inn að miðju hringsins og stendur þar í tvær sekúndur án þess að hreyfa sig meira. Síðan gerir þátttakandinn einhverja litla hreyfingu en er svo aftur hreyfingarlaus í miðju hringsins en gengur síðan aftur á bak á sinn stað.
Skref 4
Leiðbeinandinn velur næsta þátttakanda. Hann gætir þess að velja ekki þátttakendur í ákveðinni röð.
Listamaður
Elfi Scharf
Vefsíða
http://www.kuddelmuddel.co.at/
Tenglar
http://www.diepuppenspielerin.at/
Upplýsingar um listamanninn og framlag hans
Listræn tjáning mín á þessu sviði byrjaði þegar ég kynntist brúðuleikhúsi árið 1994. Töfraveröld brúðuleikhúsa, handverkið sem er á bak við þessa töfra hefur heillað mig síðan. Í kjölfarið fylgdu margir þjálfunarkúrsar í leiklist, trúðaleik og síðan þriggja ára þjálfun í brúðuleikhúsi í óháðu þjálfunarmiðstöðinni IMAGO Wels.
Síðan þá hef ég verið að vinna sjálfstætt. Árið 2003 setti ég á fót „Kuddel Muddel“ leikhúsið sem er núna með 11 sýningar fyrir unga áhorfendur. Ég kem fram sem gestaleikari í Austurríki, Þýskalandi og Sviss. Ég vinn líka sem höfundur handrita og hljóðbóka og ég er stofnfélagi í ARGE Libelle Hörspiel Verlag. Upphafsmaður og yfirumsjónarmaður alþjóðlega brúðuleikhúsahátíðarinnar „Puppille Gleisdorf“ sem hefur verið haldin fjórum sinnum og einnig upphafsmaður sumarleikhússhátíðarinnar „TeichFestSpiele“ árið 2020. Frá 2015 hefur efnisskráin mín þróast yfir í framleiðslu á brúðuleikhúsum fyrir fullorðna og afmarkaðar sýningar á ráðstefnum, listasýningum og annarsstaðar. Ég er líka með vinnustofur í leikbrúðugerð fyrir börn og fullorðna.
Listgrein
Sviðslistir
Tungumál
Þýska
Mynd listamanns
Calendar
Announcements
- - There are no announcements -