Söfnum krafti (BLICK-05-IS)
Listamenn, sérstaklega þeir sem koma fram á sviði eða annarsstaðar verða að geta einbeitt sér algerlega á meðan á sýningunni stendur. Þess vegna er tíminn rétt fyrir sýninguna svo mikilvægur. Það er líka áhugavert fyrir þig að vita hvernig listamenn undirbúa sig fyrir sýningu. Þessi æfing miðar að því að þjálfa einbeitingu og og byggja upp jákvæða orku.
LessListamenn, sérstaklega þeir sem koma fram á sviði eða annarsstaðar verða að geta einbeitt sér algerlega á meðan á sýningunni stendur. Þess vegna er tíminn rétt fyrir sýninguna svo mikilvægur. Það er líka áhugavert fyrir þig að vita hvernig listamenn undirbúa sig fyrir sýningu. Þessi æfing miðar að því að þjálfa einbeitingu og og byggja upp jákvæða orku.
Listamenn, sérstaklega þeir sem koma fram á sviði eða annarsstaðar verða að geta einbeitt sér algerlega á meðan á sýningunni stendur. Þess vegna er tíminn rétt fyrir sýninguna svo mikilvægur. Það er líka áhugavert fyrir þig að vita hvernig listamenn undirbúa sig fyrir sýningu. Þessi æfing miðar að því að þjálfa einbeitingu og og byggja upp jákvæða orku.
- Áhersla á
- Sjálfsvitund
- Trú á eigin getu
- Hæfni til að tjá sig
- Daga
- 1
- Þjálfunaraðferð
- Efling seiglu
- Með leiðbeinanda
- Hópastærð
- Einstaklings
- Tími
- Meira en 60 mínútur
- Námsaðstaða
- Augliti til auglitis
- Á netinu
- Efla leikni og þekkingu
- Efling seiglu
- Hæfni/færni
- Æðruleysi / tilfinningaleg stjórnun
- Sjálfshvatning og seigla

Heiti
Gathering energy
Kennsluaðferð
Einstaklingsvinna
Kennslugögn
-
Undirbúningur:
Enginn undirbúningur nauðsynlegur
Undirbúningstími
-
Ábendingar til undirbúnings
Í þessari æfingu er áherslan á innri viðhorf. Hún snýst um að einbeita sér að jákvæðri orku innra með sér og að halda bæði einbeitingu og fókus. Það krefst æfingar og þolinmæði, þolinmæði gagnvart sjálfum sér. Það krefst líka sjálfsaga, að halda út. Margir gefast fljótt upp þegar þeir átta sig á að þeir geta ekki haldið einbeitingunni. Útskýrðu fyrir þátttakendunum að það er mikill persónulegur sigur að vera meðvitaður um hvað er að gerast eins og að sjá sjálfan sig fara út fyrir efnið, detta í hugsanir um annað eða bara missa einbeitinguna. Vegna þess að það er einmitt svo stórt skref í átt að því að vera meðvitaður: Þ. e. að átta sig á því að maður er annars hugar og ekki með einbeitinguna í lagi. Hjá mörgum er eins og hugsanirnar hafi sjálfstætt líf; sömu hugsanirnar eru endalaust viðvarandi í höfðinu. Slíkar hugsanir tryggja að við erum alltaf að hugsa um sama hlutinn, alla daga án þess að við áttum okkur á því. Og margar þessara hugsana eru ekki beinlínis okkur fyrir bestu, geta meira að segja verið skaðlegar fyrir okkur og hindrað áhugahvötina. Þess vegna er það svo mikill sigur að átta sig á að maður hafi ekki haldið sig við efnið, en að hugsunin hafi - enn og aftur - fengið sjálfstætt líf. Það er fyrsta skrefið í átt að meira meðvituðu lífi.
Tilvísanir og bakgrunnur
Þessi æfing snýst um það að taka ákvörðun. Og það er alls ekki nóg að segjast ætla… Ákvarðanir eru ólíkar ásetningi um það hversu mikið einstaklingurinn langar að takast að gera eitthvað.
Það er mikilvægt að spyrja sig eftirfarandi spurningar: Hversu mikið vil ég leggja á mig? Hversu oft hef ég tekið ákvörðun um að gera eitthvað nýtt eða hætta að gera eitthvað? Ef þú lætur í ljós ásetning þá ertu ekki tilbúin/n að leggja mikið á þig. Þá muntu bíða þess að eitthvað gerist sem hjálpar þér áleiðis. En ef þú tekur ákvörðun þýðir það að þig langar ekki bara í eitthvað heldur að þig langar mjög mikið í það. Þegar við höfum tekið ákvarðanir þá er líklegra að við vinnum í þeim ötullega og erum fljót að komast aftur á sporið ef við dettum út af því í skamma stund.
Það er nákvæmlega það sem þessi æfing fjallar um: Í byrjun er meðvituð ákvörðun um að taka þátt í þessari æfingu af heilum hug og að hafa úthald.
Hæfniviðmið
Í lok þessarar æfingar eiga einstaklingar að:
- hafa áttað sig á hversu mikinn kraft ákvarðanir búa yfir,
- geta haldið einbeitingunni,
- verða öruggari með að setja sér mikilvæg markmið.
Nánari lýsing í skrefum
Skref 1
Til að safna kröftum verður að tryggja að þú verðir ekki truflaður/trufluð. Mikilvægt er að slökkva á farsíma og fara á stað þar sem þú veist að þú getur verið ótruflaður í nokkra klukkutíma. Tryggja einnig að ekkert komi til með að draga athygli þína annað, til dæmis vegna hávaða.
Skref 2
Nú fara listamennirnir að byggja upp kraftinn fyrir sýninguna í kvöld. Þú gerir það með því að undirbúa þig andlega fyrir verkefnin sem þú munt fá. Útbúðu þitt eigið svæði þar sem þú getur einbeitt þér, með ímyndaðan varnarvegg sem skýlir þér fyrir öllum hversdagslegum truflunum og vandamálum. Taktu meðvitaða ákvörðun um að fara inn í dýpri orku og skilja hluti eftir fyrir utan sem hindra þig.
Styrktu þessa meðvituðu ákvörðun: „Ég er núna að fara inn á svæði þar sem ekkert getur haldið aftur af mér.“
Skref 3
Næst skaltu byrja að byggja upp jákvæða orku. Besta leiðin til að gera það er að rifja upp minningar af augnablikum sem urðu til að styrkja þig persónulega: svokölluð sterk augnablik. Allar manneskjur eiga slík sterk augnablik. Stundum er langt síðan þau áttu sér stað. Reyndu núna að muna eftir ákveðnum atburði í lífi þínu sem getur orðið þér til hjálpar í því sem þú ert að fara að gera. Það er líka í lagi að láta einhverja skynjun hjálpa til: Hvað sérðu þegar þú endurupplifir þetta magnaða augnablik núna? Hvað heyrirðu? Hvar ertu staddur/stödd núna? Hvernig líður þér núna?
Skref 4
Listamenn halda einbeitingunni þar til sýningin hefst og geta því gert sitt besta á sviðinu. Þess vegna er mikilvægt að halda sig inni í einbeitingunni. Það krefst æfingar, einbeitingar og úthalds. Og það er þess virði að halda áfram. Listamenn sýna okkur hvernig má gera þetta á hverjum degi. Haltu áfram að byggja upp kraft til að gera það sem þú ætlar þér.
Listamaður
Kristiane Kaiser
Vefsíða
http://www.kristianekaiser.com/en/
Tenglar
https://www.volksoper.at/volksoper_wien/ensemble/solisten/Kaiser_Kristiane.de.php
Myndskeið
https://www.youtube.com/watch?v=aV6D0-AQUrY
Upplýsingar um listamanninn og framlag hans
Ég heiti Kristiane Kaiser og er sópransöngkona. Ég fæddist í Vínarborg, lærði söng í Mozarteum í Saltsburg og hjá söngkonunni Margarita Lilowa í tónlistarháskólanum í Vínarborg. Ég var gestasöngvari sem Konstanze (DIE ENTFÜHRUNG AUS DEM SERAIL) og komst þannig í óperuhúsin í Dresden, Berlin, Munchen, Hamborg, Düsseldorf, Karlsruhe og Frankfurt.
Núna syng ég reglulega á tónleikum í París, Brussels, Róm og Montpellier og einnig í Vienna Musikverein.
Frá árunum 2004/2005 hef ég verið í tónlistarhópi Vínaróperunnar.
Listgrein
Tónlist, sviðslistir
Tungumál
Enska, Þýska
Mynd listamanns
Calendar
Announcements
- - There are no announcements -