Hrynjandi, rödd og líkamstjáning (BLICK-08-IS)

Lýsing

Þessi aðferð er röð af mismunandi æfingum sem leggur áherslu á að finna hrynjandi með því að slá létt á líkama sinn, taktfast og með því að segja ákveðnar setningar. Á meðan eru eigin hreyfingarmynstur og málfar skoðuð og útvíkkuð. Tjáningin í röddinni og meðvitundin um eigin líkamstjáningu verða aðalatriði.

  • Áhersla á
  • Sjálfsvitund
  • Hæfni til að tjá sig
  • Daga
  • 1
  • Þjálfunaraðferð
  • Með leiðbeinanda
  • Hópastærð
  • <10 þátttakendur
  • Tími
  • Allt að 30 mínútum
  • Námsaðstaða
  • Augliti til auglitis
  • Efla leikni og þekkingu
  • Þróun sköpunarkrafts
  • Samskiptafærni
  • Hæfni/færni
  • Samskipti
  • Æðruleysi / tilfinningaleg stjórnun
  • Læra af reynslu
CC - Attribution-NonCommercial-ShareAlike

Heiti

Hrynjandi, rödd og líkamstjáning

Kennsluaðferð

Hópvinna

Kennslugögn

https://www.youtube.com/watch?v=bzpHrqYratk

Undirbúningur:

Fyrir þessa æfingu þarf hljómtæki til að spila tónlist í lokin.

Undirbúningstími

5 mínútur

Ábendingar til undirbúnings

Aðferðin sem hér er lýst er röð af samtvinnuðum æfingum. Í byrjun er markmiðið að fá þátttakendur til að taka virkan þátt. Þeir byrja með að slá létt á eigin líkama. Barbara Schwiglhofer sem lýsti þessari aðferð tekur vel eftir virkni hópanna í byrjun. Ef þátttakendurnir eru þreyttir í byrjun lætur hún þá byrja æfinguna sitjandi. Þátttakendurnir slá létt á líkama sinn sitjandi og verða þannig meira vakandi og geta betur tekið þátt í næstu æfingum sem þeir gera gangandi.

Tilvísanir og bakgrunnur

Aðferðin sem hér er lýst fjallar að miklu leyti um núvitund. Hægt er að meðhöndla marga streitusjúkdóma með góðum árangri með æfingum í núvitund. En það sem skiptir mestu máli er að núvitund eykur vellíðan og bætir lífsgæði.

Hugmyndin um núvitund á uppruna sinn í heimspeki Búddatrúarmanna. Í búddisma rækta menn núvitundina með hugleiðsluæfingum, til dæmis sitjandi hugleiðsla, gangandi hugleiðsla eða meðvitaðar hreyfingar. Það felur í sér að upplifa meðvitað skynjanir líkamans, tilfinningar og hugsanir á hverju augnabliki og leyfa þessum skynjunum að koma og fara.

Það er mikilvægt að þátttakendurnir taki á móti þessum innri viðbrögðum sínum með forvitni og opnum hug. Það felur einnig í sér að sætta sig við neikvæðar hugsanir en gæta þess að veita þeim enga óþarfa athygli. Ef athyglin fer á flakk er ákveðinn sigur falinn í að hafa tekið eftir því. Vegna þess að með því að taka eftir því, þá stígur einstaklingurinn út úr hugsunum sem streyma stjórnlaust og finna leiðina tilbaka til núvitundarinnar.

Æfingar í núvitund eru í auknum mæli notaðar í meðferðum til að minnka streitu.

Ein af fyrstu núvitundarmeðferðum á vesturlöndum er MBSR sem er Streituminnkun byggð á núvitund (Mindfulness-Based Stress Reduction). Aðferðina þróaði Jon Kabat-Zinn seint á áttunda áratug síðustu aldar við Núvitundarmiðstöðina í læknaháskólanum í Massachusetts.

Hæfniviðmið

Í lok þessarar æfingar eiga einstaklingar að:

  • verða meðvitaðir um tjáningu og rödd,
  • verða meðvitaðir um eigin líkamstjáningu,
  • finna jafnvægi með samsömun líkama og raddar,
  • geta farið út fyrir þægindarammann sinn til að mæta eigin tilfinningalegu tjáningu,
  • geta stofnað til kynna við annað fólk á léttan hátt og laus við ótta,
  • geta brotist út úr eigin munstri hreyfinga og raddar og þróað það áfram (kjarkur til að geta farið hjá sér og kjarkur til að vera falleg manneskja).

Nánari lýsing í skrefum

Skref 1

Í upphafi þessarar æfingar má vera hvort sem er sitjandi eða standandi. Þátttakendur standa(sitja) í hring og byrja að slá létt og ástúðlega á eigin líkama. Núvitundinni er náð! Á meðan þeir eru að slá á hina og þessa hluta líkama síns komast þeir smátt og smátt inn í sama ritma og aðrir í hópnum og þá verður til svokallaður hóptaktur.

 

Skref 2

Næst er málsháttum dreift og þátttakendur segja málshættina í hrynjandi og halda á sama tíma áfram að slá létt á eigin líkama í takti við hópinn.

 

„Þeir fiska sem róa!“

 

Hugmyndin er að fá hreyfingu í  allan líkamann. Líkaminn á að verða áþreifanlegur.

 

Síðan er lögð áhersla á orðið „gull “ á meðan allir eru að tala og áherslan gefin með handahreyfingu.  Þessi áhersla er um að taka pláss, taka eftir plássinu sem er í kringum okkur og eigna okkur það. Og aftur fjallar þetta um núvitund; við stöndum með sjálfum okkur en sendum eitt orð inn í geyminn með handahreyfingunni.

 

Skref 3

Nú er kominn tími til að ná sambandi við aðra í hópnum. Með augnsambandi tengjumst við öðru fólki og svo sendum við eitt orð úr málshættinum til persónunnar með handahreyfingu. Nú þarf að gera stórar hreyfingar út á við og tengjast öðru fólki.

 

Skref 4

Síðan hætta þátttakendur að láta frá sér hljóð og hætta að slá létt á líkamann. Í staðinn eiga þeir núna að ganga um í herberginu. Þetta stig þarfnast einnig núvitundar vegna þess að hópurinn verður að finna sameiginlega gönguleið sem allir geta sammælst um. Snertihvötin kemur frá fótunum sem snerta gólfið þegar við göngum.

Það getur tekið tíma að finna nýjan sameiginlegan hrynjanda; þátttakendur þurfa að átta sig vegna þess að núna er það gönguhraðinn sem er sameiginlegur hrynjandi hópsins.

  • Hvernig ganga hinir?
  • Hvernig geng ég?

 

Mjög oft hendir það að þátttakendurnir ganga rangsælis. En æfingin fjallar ekkert um það! Hver þátttakandi ætti að finna sína leið um herbergið.

 

Skref 5

Í þessu skrefi er málshátturinn hér að framan orðinn samtvinnaður göngutaktinum. Þátttakendur tala á meðan þeir ganga og laga hraðann að hrynjandanum í talinu. Þeir mega velja orð sem þeir vilja leggja áherslu á. Á meðan þeir ganga ættu þeir að reyna að nota röddina og líkamstjáningu til að leggja áherslu á orðið.

 

Skref 6

Þá koma tilfinningarnar inn í spilið. Leiðbeinandinn sýnir mismunandi fígúrur og fólk. Þátttakendurnir fara í hlutverk einhverra af fígúrunum eða fólksins og á meðan þeir ganga um endurtaka þeir málsháttinn sem væru þeir viðkomandi karakter. Hér eru nokkur dæmi um slíka karaktera:

  • Strangur yfirkennari
  • Glaða barnið á leikvellinum
  • Amma með alla sína visku
  • Táningur sem vill ekki segja mömmu sinni að hann hafi gert eitthvað skammarlegt af sér
  • Einhver að auglýsa nýjasta nýtt

 

Einnig getur leiðbeinandinn bara nefnt þessar tilfinningar án þess að vera með fígúrur: árásargjarn einstaklingur, ofur áhugasamur, feiminn o.s.frv.

 

Skref 7

Næst er spiluð tónlist sem hægt er að ganga við á meðalhraða. Barbara Schwighogfer velur alltaf píanóundirspilið við sönginn „May the road bring us together“. Hægt er að finna þetta lag á Youtube og  í lýsingunni á þessari æfingu þar sem stendur „Efni“. Þátttakendurnir geta valið fólk og hreyfingar á meðan þeir hreyfa sig eftir tónlistinni.

 

Skref 8

Þátttakendurnir hætta að ganga en tónlistin heldur áfram í bakgrunni. Hver þátttakandi er einn með sjálfum sér og engin þörf að hafa samskipti við aðra. Þá eiga þátttakendurnir að sýna hreyfingu sem áður hefur verið gerð stór, en nú bara minni. Í stað stórra leiklistartakta verða hreyfingar þátttakendanna minni og minni og áreynsluminni þar til þær verða hreyfingar sem passa vel við daglegt mál. Í lokin hefur hver þátttakandi fundið litla hreyfingu.

Í lok þessarar æfingar sýna þátttakendurnir öðrum í hópnum hreyfingarnar sínar og segja málsháttinn á sama tíma. Það sem kemur fram er að tungumálið og líkaminn eru algerlega í núvitund þegar hreyfingin er gerð.

Listamaður

Barbara Schwiglhofer

Vefsíða

 

 

Tenglar

https://cliniclowns.at/clowns/

http://www.bis-pinkafeld.at/lehrende-sob/ 

Myndskeið

Upplýsingar um listamanninn og framlag hans

Ég vinn með ritma, hrynjanda, er söngvari og leiðbeinandi fyrir öndun og raddþjálfun. Ég hef líka unnið við leiðbeiningar fyrir leikara og talþjálfari í leiklistarskóla. Ég vinn með börnum, ungu fólki, eldra fólki og fólki með skerta getu. Ég vinn núna í fullorðinsfræðslu og er leiðbeinandi fyrir skapandi hönnun.

Ég hef líka verið sjúkrahústrúður í tuttugu ár. Trúðahlutverkið gefur mér stærstu frelsistilfinninguna. Vegna þess að trúður þarf ekki að vita allt! Það er gott að þurfa ekki að taka lífið alvarlega. Trúðahlutverkið hefur verið mikil frelsun fyrir mig persónulega. Hlátur er alltaf til bóta!

Allt framangreint kemur saman í huga mínum undir yfirskriftinni hrynjandi.

Listgrein

Sviðslistir, tónlist

Tungumál

Enska, Þýska

Mynd listamanns

Calendar

Announcements

  • - There are no announcements -