Tjáning með ímynduðum verum (BLICK-09-IS)
Í þessari æfingu velja þátttakendurnir sér hlut sem þeir síðan gæða lífi með hreyfingum. Þegar hljóð er haft með geta þátttakendur æft sig í skapandi tjáningu með eigin líkama, þeir þjálfast í að opna sig og æfa tjáningu án orða á skemmtilegan hátt.
LessÍ þessari æfingu velja þátttakendurnir sér hlut sem þeir síðan gæða lífi með hreyfingum. Þegar hljóð er haft með geta þátttakendur æft sig í skapandi tjáningu með eigin líkama, þeir þjálfast í að opna sig og æfa tjáningu án orða á skemmtilegan hátt.
Í þessari æfingu velja þátttakendurnir sér hlut sem þeir síðan gæða lífi með hreyfingum. Þegar hljóð er haft með geta þátttakendur æft sig í skapandi tjáningu með eigin líkama, þeir þjálfast í að opna sig og æfa tjáningu án orða á skemmtilegan hátt.
- Áhersla á
- Vilji til að skoða nýja möguleika með opnum huga
- Sjálfsvitund
- Trú á eigin getu
- Hæfni til að tjá sig
- Daga
- 1
- Þjálfunaraðferð
- Með leiðbeinanda
- Hópastærð
- <10 þátttakendur
- Tími
- 31-60 mínútur
- Námsaðstaða
- Augliti til auglitis
- Efla leikni og þekkingu
- Þróun sköpunarkrafts
- Samskiptafærni
- Hæfni/færni
- Hæfileiki til að læra og tileinka sér nýja þekkingu
- Samskipti
- Læra af reynslu

Heiti
Tjáning með ímynduðum verum
Kennsluaðferð
Hópvinna
Kennslugögn
Föt, plastpokar, prik, garn, steinar, snæri, flugnaspaðar, ruslapokar, o.s.frv.
Allskonar ásláttarhljóðfæri
Hljómtæki til að spila bakgrunnshljóð.
Undirbúningstími
15 mínútur
Ábendingar til undirbúnings
Til að hjálpa þátttakendunum að finna sjálfa sig og sjá leiðina til að geta gert þessa æfingu má nota hljómtæki og spila lágt stillt í bakgrunninum alls konar hljóð, til dæmis hljóð úr skóginum með fuglasöng og þyt í trjám.
Tilvísanir og bakgrunnur
Fólk upplifir oftast gleði þegar hreyfing og tónlist koma saman. Þegar þetta tvennt passar saman, þá finnur þú það strax því þú fyllist gleði! Og alveg eins og þú finnur þegar tónlist og hreyfing er samstillt, þá finnur þú líka mjög skýrt þegar þessir tveir hlutir passa ekki saman.
Hvers vegna er það?
Við finnum áhrif með skynjun alls líkamans. Og við tjáum tilfinningar okkar með hreyfingum. Tónlist og hreyfing getur haft mikil áhrif á tilfinningalega næmni okkar. Hugtakið „skyn-hreyfing“ (psycho-motorics) á við þessa nánu tengingu milli líkamlegrar hreyfingar og andlegs og tilfinningalegs ferlis.
Hæfniviðmið
Í lok þessarar æfingar eiga einstaklingar að:
- hafa séð að hreyfingar annarra styrkja samkennd,
- hafa sigrast á persónulegum hindrunum og farið að taka þátt í nýjum aðferðum,
- þora að opinbera sig, tjá sig óhrædd,
- hafa upplifað sköpunargáfuna sem býr í eigin líkama,
- geta átt samskipti án orða og þannig eflt tjáningargetu sína.
Nánari lýsing í skrefum
Skref 1
Alls konar hlutum er dreift um rýmið: Föt, plastpokar, prik, garn, steinar, snæri, flugnaspaðar, ruslapokar, o.s.frv.
Einnig eru alls konar ásláttarhljóðfæri til staðar.
Þátttakendur byrja á að velja hlut sem höfðar mest til þeirra á þessari stundu. Ásláttarhljóðfærin verða notuð seinna.
Síðan setur leiðbeinandinn rammafyrir æfinguna se er eftirfarandi:
„Hugmyndin er sú að við erum saman í ævintýraskógi þar sem ímyndaðar ævintýraverur búa. Hlutirnir hérna eru þessar ímynduðu verur sem við ætlum að gæða lífi.
Þessi ruslapoki til dæmis, hvernig myndi þessi ruslapoki hreyfa sig ef hann væri einhver ímynduð vera?“
Skref 2
Þátttakendurnir eiga síðan að finna tvö eða þrjú hreyfingamunstur með einhverjum af hlutunum þeirra og með ímynduðu verunni; hvernig þessi vera hreyfir sig á leið sinni í gegnum skóginn.
Skref 3
Þátttakendur mynda pör, tvö og tvö saman. I hverju pari verður annar þátttakandinn hljóðmaður. Hann/hún tekur eitt af slagverkshljóðfærunum og reynir að spila undir með hreyfingum ímynduðu verunnar með viðeigandi hljóðum svona eins og í þöglu bíómyndunum. Hljóðmennirnir eiga að finna hljóðfærið sem þeir telja að hæfi best ímynduðu verunni. Síðan skipta pörin um hlutverk og þátttakandinn sem fyrst lék ímynduðu veruna með hlutnum sínum verður núna hljóðmaður.
Skref 4
Svo leika pörin fyrir framan hina þátttakendurna.
Eftir hverja sýningu er stutt eftirgjöf byggð á eftirfarandi spurningum:
- Hvernig myndi ég gæða þessa ímynduðu veru lífi?
- Hvernig var hljóðið? Of hátt, of lágt, viðeigandi?
- Vantaði eitthvað? Þyrfti að bæta einhverju við?
Mikilvægt er að hafa nóg af ásláttarhljóðfærum tiltæk svo hægt sé að prófa sig áfram með hljóðin.
Skref 5
Í lokin kemur ný tilraun: Tvær ímyndaðar verur mætast inni í skóginum. Nú má spinna eins og hver getur! Hvað gerist? Hafa þessar tvær ímynduðu verur eitthvað að segja hvor við aðra, hafa þær einhver samskipti eða mætast þær án þess að heilsast og halda áfram hvor í sína átt?
Listamaður
Barbara Schwiglhofer
Vefsíða
Tenglar
https://cliniclowns.at/clowns/
http://www.bis-pinkafeld.at/lehrende-sob/
Upplýsingar um listamanninn og framlag hans
I
Ég vinn með ritma, hrynjanda, er söngvari og leiðbeinandi fyrir öndun og raddþjálfun. Ég hef líka unnið við leiðbeiningar fyrir leikara og verið talþjálfari í leiklistarskóla. Ég vinn með börnum, ungu fólki, eldra fólki og fólki með skerta getu. Ég vinn núna í fullorðinsfræðslu og er leiðbeinandi fyrir skapandi hönnun.
Ég hef líka verið sjúkrahústrúður í tuttugu ár. Trúðahlutverkið gefur mér stærstu frelsistilfinninguna. Vegna þess að trúður þarf ekki að vita allt! Það er gott að þurfa ekki að taka lífið alvarlega. Trúðahlutverkið hefur verið mikil frelsun fyrir mig persónulega. Hlátur er alltaf til bóta!
Allt framangreint kemur saman í huga mínum undir yfirskriftinni hrynjandi.
Listgrein
Sviðslistir, tónlist
Tungumál
Enska, Þýska
Mynd listamanns
Calendar
Announcements
- - There are no announcements -