Líkamsmeðvitund notuð til að skapa persónu í leikriti (BLICK-10-IS)

Lýsing

Leikarar þurfa að þróa persónur með leik sínum og skapa persónur sem áhorfendur geta samsamað sig við. Hvernig fara leikarar að því að þróa slíkar persónur og verða síðan sjálfir ákveðin persóna þegar þeir eru að leika á sviði eða í kvikmynd? Þessi æfing fjallar um líkamsmeðvitund. Hvernig breytist persónuleiki persónu þegar hún fer í annað hugarástand? Þessi æfing sýnir tenginguna á milli innra hugarástands (innri samsömun við nýja hlutverkið) og ytra ástand (hvernig við beitum líkamanum).

  • Áhersla á
  • Vilji til að skoða nýja möguleika með opnum huga
  • Sjálfsvitund
  • Trú á eigin getu
  • Hæfni til að tjá sig
  • Daga
  • 1
  • Þjálfunaraðferð
  • Efling seiglu
  • Með leiðbeinanda
  • Hópastærð
  • Einstaklings
  • Tími
  • 31-60 mínútur
  • Námsaðstaða
  • Augliti til auglitis
  • Á netinu
  • Efla leikni og þekkingu
  • Þróun sköpunarkrafts
  • Efling seiglu
  • Hæfni/færni
  • Hæfileiki til að læra og tileinka sér nýja þekkingu
  • Samskipti
  • Æðruleysi / tilfinningaleg stjórnun
  • Læra af reynslu
CC - Attribution-NonCommercial-ShareAlike

Heiti

Líkamsmeðvitund notuð til að skapa persónu í leikriti

Kennsluaðferð

Einstaklingsvinna

Kennslugögn

-

Undirbúningur:

-

Undirbúningstími

-

Ábendingar til undirbúnings

Þessi aðferð krefst mikillar líkamsmeðvitundar og leiðbeinendur verða að gæta þess að ofkeyra ekki þátttakendurna. Æfingin byrjar með afslöppunaræfingum. Stigvaxandi slökun vöðva er sérstaklega við hæfi til að hjálpa þátttakendum að hugsa um líkama sinn meðvitað, segir Jacobsen.

Leiðbeinendur geta alltaf spurt spurninga um líkamsvitund á meðan á æfingunni stendur. Mikilvægt er að útskýra fyrir þátttakendum að þeir eiga ekki að svara þessum spurningum á meðan þeir eru að æfa sig. Spurningarnar eru nefnilega til að hjálpa þátttakendunum að verða meðvitaðir um líkama sinn.

Spurningar sem hjálpa við þetta gætu verið svona:

Hvernig tilfinning er það þegar þú finnur fyrir spennu í þessum vöðvum?

Leiðbeinendur geta einnig hjálpað til við að lýsa tilfinningum, eins og til dæmis:

Finnst þér eins og tilfinning sé köld? Eða heit? Finnst þér eins og eitthvað sé fast á þessum stað? o.s.frv.

Hvernig tilfinning er það að slaka á hér og nú?

Er eins og það flæði? Er það mjúkt? Er það vítt? o.s.frv.

Tilvísanir og bakgrunnur

Aðferðin sem kynnt er hérna er líkamleg nálgun. Hún er meðvituð skynjun. Að þróa með sér persónu í leikriti byggist á nákvæmri athugun. Hvernig breytist persónuleiki persónu þegar hún fer í annað hugarástand?

Ef leikarar eiga að geta breytt sér í persónu í leikriti verða þeir fyrst að slaka algjörlega á eigin líkama. Þeir verða að búa til rými fyrir persónuna sem er að verða til. Aðeins þá getur uppbyggingin á nýju persónunni byrjað, skref fyrir skref, dálítið eins og í púsluspili.

Ein af æfingunum sem eiga að gera kleift að fá hlutlausan og slakan líkama er stigvaxandi vöðvaslökun segir Jacobsen. Stigvaxandi vöðvaslökun hefur bein áhrif á líkamann. Líkaminn breytist frá því að vera vinnandi og í hvíld. Þegar líkaminn er afslappaður, byrjar hann að endurlífgast. Stigvaxandi vöðvaslökun hefur tafarlaus, sýnileg áhrif á líkamann sem og langtímaáhrif:

Bein áhrif á líkamann eru meðal annarra eftirfarandi:

  • taugakerfið sem sér um slökun verður virkt,
  • hjartsláttur minnkar,
  • blóðþrýstingur lækkar.

Langtímaáhrif á líkamann:

  • aukin einbeiting, minni og úthald,
  • næmni eykst fyrir líkamlegum, andlegum og trúarlegum upplifunum,
  • sjálfsmeðvitund og sjálfsábyrgðarkennd þjálfast,
  • sjálfsstjórn eykst,
  • auðveldara verður að stjórna streitu.

Hæfniviðmið

Í lok þessarar æfingar eiga einstaklingar að:

  • verða meðvitaðir um líkama sinn,
  • geta tjáð sig betur um það hvernig þeim líður,
  • hafa upplifað og skilið tenginguna milli innra ástands og ytra ástands (hvernig líkamsstaða okkar er).

Nánari lýsing í skrefum

Skref 1

Þegar ég, sem leikari, undirbý mig fyrir að leika persónu, er mikilvægt að ég geri líkama minn eins hlutlausan og í eins miklu jafnvægi og mögulegt er. Þetta skiptir máli vegna þess að ég, Peter Praschinger, má ekki koma í gegn með mín sérkenni inn í leikritið, heldur einungis þessi sérstaka persóna í leikritinu. Persóna sem hefur sín eigin einkenni. Ég byrja á því að gera nokkrar æfingar til að gera líkama minn hlutlausan og þannig get ég smátt og smátt fundið persónuna sem ég á að leika og áhorfendur munu síðan upplifa. Þá myndast pláss fyrir persónuna sem ég breyti mér í fyrir leikritið eða bíómyndina.

 

Eftirfarandi þrjár æfingar, sem ég nota meðal annars til að slaka á líkamanum, er hægt að hala niður af lista yfir efni og dreifa:

  • - Let go and relieve stress (Slepptu tökunum á streitunni)
  • - Start movements from the belly (Byrjaðu hreyfingar frá maganum)
  • - Progressive muscle relaxation (Stigvaxandi vöðvaslökun) samkvæmt Jacobsen

 

Skref 2

Ef líkaminn er orðinn slakur og opinn fyrir nýjum upplifunum, má hefja tilraunina.

Ég byrja núna meðvitað að breyta hlutum varðandi mig sjálfa/n í takt við persónuna sem ég á að leika. Líkamlegar breytingar gera eitthvað við okkur. Mitt verk er vera meðvitaður um að fá fram þessar líkamlegu breytingar á sjálfum mér sem passa við persónuna sem ég á að leika á sviði.

 

Sem dæmi þá skoða ég:

  • Hvaða áhrif hefur það á mig þegar ég anda frá brjóstinu í stað þess að anda frá maganum?
  • Hvaða áhrif hefur það á mig þegar einhver fyrirstaða er í brjóstinu á mér?
  • Hvaða tilfinningar vakna með mér þegar ég finn þessa fyrirstöðu?
  • Hversu mikil orka er í líkamanum þegar ég anda frá brjóstinu?

 

Skref 3

Síðan hreyfi ég mig og tek eftir hvernig röddin mín breytist á meðan ég held áfram að anda frá brjóstinu. Þannig  get ég smátt og smátt byggt upp persónuna mína. 

 

Síðan flyt ég athygli mína yfir á axlirnar, til dæmis:

  • Er ég með spenntar axlir?
  • Hefur persónan hangandi axlir?
  • Vísa axlirnar fram eða aftur á bak?
  • Hvaða tilfinningar vakna hjá mér þegar axlirnar mínar eru svona?

 

Síðan beini ég athygli minni á brjóstkassann og axlirnar á sama tíma og skoða hvaða áhrif það hefur á útlit mitt.

  • Hvað finnst þessari veru um mig þegar ég finn stíflu í brjóstinu og er sennilega með axir sem snúa fram?

 

Svo segi ég nokkrar setningar úr hlutverkinu mínu og athuga hvort persónan í leikritinu, í þessari stellingu, passar inn í viðkomandi leikrit. Og ég held áfram nákvæmlega svona:

Ég beini athygli minni að handleggjunum mínum, fótleggjunum, augunum, munninum, nefinu, fingrunum o.s.frv. og ég geri tilraunir með að breyta meðvitað smáu og stóru á þessum stöðum.

 

Skref 4

Persónan mín verður ekki tilbúin fyrr en ég hef farið í gegnum allan líkama minn frá toppi til táar.

Listamaður

Peter Praschinger

Vefsíða

 

 

Upplýsingar um listamanninn og framlag hans

Nafn mitt er Peter Praschinger..

Hver dagur er mikilvægur áfangi fyrir mig. Ég hvet sjálfan mig til að gera mitt besta.

Ég tek á móti hverjum degi fullur gleði og án streitu.

Það var stór vendipunktur fyrir mig að ákveða að verða leikari. Og aftur þegar ég steig fyrst á svið og síðan þegar ég fékk fyrsta hlutverk mitt í kvikmynd, fékk að skipa leikara í hlutverk fyrir Atv og fyrsta skipti sem ég var kynnir fyrir veðurfréttir og fyrsta skipti sem ég framleiddi alþjóðlega kvikmynd.

Listgrein

Sviðslistir

Tungumál

Enska, Þýska

Mynd listamanns

Calendar

Announcements

  • - There are no announcements -