Aftur í líkamann (LHI-BJB-01-IS)
Á þessu námskeiði er líkaminn skoðaður sem listrænn miðill og leitað verður til hans á ýmsa vegu til að leysa sköpunarkraftinn úr læðingi. Við nýtum bæði líkamann sem efnivið og skriffæri til að tengjast inn á við og koma hugmyndum okkar, anda og efni á listrænt form. Unnið verður með orku, tilfinningar, líkamleikann og ímyndunaraflið þar sem hugmyndir verða gripnar á lofti og þróaðar áfram. Tækniæfingar í spuna, hugleiðslu, skapandi skrifum og raddþjálfun verða stundaðar. Námskeiðið er opið fyrir alla sem hafa áhuga á að þróa viðburð/ upplifun/ gjörning/ tilraun. Þeir sem hafa áhuga á þessu námskeiði eru beðnir um að hafa samband við listamanninn, Hrefnu Lind Lárusdóttur.
LessÁ þessu námskeiði er líkaminn skoðaður sem listrænn miðill og leitað verður til hans á ýmsa vegu til að leysa sköpunarkraftinn úr læðingi. Við nýtum bæði líkamann sem efnivið og skriffæri til að tengjast inn á við og koma hugmyndum okkar, anda og efni á listrænt form. Unnið verður með orku, tilfinningar, líkamleikann og ímyndunaraflið þar sem hugmyndir verða gripnar á lofti og þróaðar áfram. Tækniæfingar í spuna, hugleiðslu, skapandi skrifum og raddþjálfun verða stundaðar. Námskeiðið er opið fyrir alla sem hafa áhuga á að þróa viðburð/ upplifun/ gjörning/ tilraun. Þeir sem hafa áhuga á þessu námskeiði eru beðnir um að hafa samband við listamanninn, Hrefnu Lind Lárusdóttur.
Á þessu námskeiði er líkaminn skoðaður sem listrænn miðill og leitað verður til hans á ýmsa vegu til að leysa sköpunarkraftinn úr læðingi. Við nýtum bæði líkamann sem efnivið og skriffæri til að tengjast inn á við og koma hugmyndum okkar, anda og efni á listrænt form. Unnið verður með orku, tilfinningar, líkamleikann og ímyndunaraflið þar sem hugmyndir verða gripnar á lofti og þróaðar áfram. Tækniæfingar í spuna, hugleiðslu, skapandi skrifum og raddþjálfun verða stundaðar. Námskeiðið er opið fyrir alla sem hafa áhuga á að þróa viðburð/ upplifun/ gjörning/ tilraun. Þeir sem hafa áhuga á þessu námskeiði eru beðnir um að hafa samband við listamanninn, Hrefnu Lind Lárusdóttur.
- Áhersla á
- Vilji til að skoða nýja möguleika með opnum huga
- Sjálfsvitund
- Trú á eigin getu
- Hæfni til að tjá sig
- Daga
- 5
- Þjálfunaraðferð
- Workshop
- Hópastærð
- <10 þátttakendur
- >10 þátttakendur
- Tími
- Meira en 60 mínútur
- Meira en einn dag
- Námsaðstaða
- Augliti til auglitis
- Efla leikni og þekkingu
- Þróun sköpunarkrafts
- Efling seiglu
- Efling frumkvöðlafærni og nýsköpunar
- Hæfni/færni
- Æðruleysi / tilfinningaleg stjórnun
- Hæfileiki til að læra og tileinka sér nýja þekkingu
- Sjálfshvatning og seigla
- Læra af reynslu

Heiti
Aftur í líkamann
Kennsluaðferð
Hópavinna, einstaklingsæfingar og samræður
Kennslugögn
Penni, blöð, þægileg föt og jógadýna (ef til er)
Undirbúningur:
Vera með opin huga
Undirbúningstími
10 mínútur
Ábendingar til undirbúnings
Þeir sem hafa áhuga á að bjóða þetta námskeið í framtíðinni þurfa fyrst að ljúka námskeiðinu hjá listamanninum.
Tilvísanir og bakgrunnur
Þetta námskeið er byggt á kenningum frá Jerzy Grotowski. Helstu aðferðir hans eru virkni í gegnum einbeitingu og meðvitund, mannleg samskipti, þögn, minnisþjálfun, rödd og líkamlega þjálfun.
Hæfniviðmið
Í lok þessarar æfingar eiga einstaklingar að:
- geta nýtt líkama sinn til sköpunar og innblásturs,
- geta nýtt sjálfan sig, ímyndunarafl og hugmyndir sem efnivið,
- geta gert tilraunir í formi, efniviði og samstarfi,
- hafa hugmynd um hvað er að virka vel fyrir eigið skapandi ferli og deila því með hópnum
Nánari lýsing í skrefum
Á þessu námskeiði er líkaminn skoðaður sem listrænn miðill og leitað verður til hans á ýmsa vegu til að leysa sköpunarkraftinn úr læðingi. Námskeiðið er byggt á kenningum frá Jerzy Grotowski, sem byggja aðallega á virkni í gegnum einbeitingu og meðvitund, mannleg samskipti, þögn, minnisþjálfun, rödd og líkamlega þjálfun.
Við nýtum bæði líkamann sem efnivið og skriffæri til að tengjast inn á við og koma hugmyndum okkar, anda og efni á listrænt form. Unnið verður með orku, tilfinningar, líkamleikann og ímyndunaraflið þar sem hugmyndir verða skoðaðar og þróaðar áfram. Tækniæfingar í spuna, hugleiðslu, skapandi skrifum og raddþjálfun verða stundaðar.
Námskeiðið er ætlað fyrir einstaklinga, á hvaða listrænu sviði sem er, þar sem þeir nýta sköpunarflæði sitt og hafa áhuga á að þróa atburð, t.d. í tengslum við reynslu, gjörning eða hreyfingu. Þessi vinnustofa er þróuð sem 5 daga námskeið, 3 tíma lotur í hvert skipti. Það er hægt að breyta námskeiðinu í styttri og lengri útgáfur eftir aðstæðum hverju sinni.
Þeir sem hafa áhuga á þessu námskeiði eru beðnir um að hafa samband við listamanninn, Hrefnu Lind Lárusdóttur.
Listamaður
Hrefna Lind Lárusdóttir
Upplýsingar um listamanninn og framlag hans
Íslenska gjörningalistakonan Hrefna Lind Lárusdóttir starfar þvert á listgreinar, þar á meðal líkamsleikhús, gjörning, dans, myndbandsinnsetningar, tónlist og ritaða texta. Sýningar hennar hafa tilhneigingu til að færa áhorfendur að mörkum raunveruleika og fantasíu, þar sem hún breytir hversdagslífinu til að hitta áhorfendur í rými hins óþekkta.
Hrefna tekur þátt í og er í samstarfi við ólíka listamenn og skapar kraftmikið samtal í því sem hún er að vinna. Hrefna notar sjálfsævisögulega nálgun til að gera hið persónulega pólitískt með því að nota mismunandi miðla til að ná til áhorfenda og leyfa þeim að takast á við þau samfélagsmál sem hún er að fást við.
Í nálgun sinni í bæði verkum og vinnustofum hefur hún lagt áherslu á sjálfsmildi til að efla sjálfbærni listamannsins. Í vinnustofum býður hún þátttakendum að nýta líkamann til að komast í samband við eigin undirmeðvitund og innri hvata til að þróa listræna rödd sína. Hugleiðsla er m.a. nýtt til þess.
Hún er meðlimur og meðstofnandi hljómsveitarinnar Post Performance Blues Band, meðstofnandi Mannyrkjustöðvarinnar sem vinnur með uppákomur, gjörninga og staðbundnar uppsetningar. Hún er einnig verkefnastýra ásamt Sölku Gullbrá Þórarinsdóttur á Krakkaveldi sem valdeflir börn til þess að ráða öllu. Frá árinu 2015 hefur hún verið listrænn stjórnandi Saga Residency þar sem alþjóðlegir listamenn hittast á Eyrarbakka, skiptast á hugmyndum og vinna með nær samfélaginu.
Hrefna Lind býður námskeiðið Aftur í líkamann eftir óskum og þeir sem hafa áhuga, vinsamlega hafið samband við listamanninn.
Listgrein
Öll listasvið
Tungumál
Enska, Íslenska
Mynd listamanns
Calendar
Announcements
- - There are no announcements -