Að vinna með skissubækur (LHI-BJB-03-IS)

Lýsing

Í verkefni er spurt: Hvað er skissubók og hvernig er hún notuð í  daglegu lífi? Áhersla er á verklegar æfingar eða kveikjur þar sem gerðar eru tilraunir með fjölbreyttar aðferðir til þess að fylla skissubækur af efni. Þetta verkefni býður upp á möguleika til að vinna, bæði í hópum og á persónubundinn hátt, við að rannsaka ótal möguleika sem skissubækur bjóða upp á. Leiðbeinendur geta nýtt verkefnið í vinnu sinni í framtíðinni. Eins og fram hefur komið, geta einstaklingar nýtt sér verkefnið í sjálfsvinnu en einnig býður listamaðurinn, Halla Birgisdóttir, námskeið fyrir þá sem vilja nýta sér það. Þeir sem hafa áhuga eru beðnir um að hafa samband við hana.

  • Áhersla á
  • Sjálfsvitund
  • Trú á eigin getu
  • Hæfni til að tjá sig
  • Daga
  • 2
  • Þjálfunaraðferð
  • Með leiðbeinanda
  • Efling seiglu
  • Hópastærð
  • Einstaklings
  • <10 þátttakendur
  • Tími
  • Meira en 60 mínútur
  • Meira en einn dag
  • Námsaðstaða
  • Augliti til auglitis
  • Á netinu
  • Efla leikni og þekkingu
  • Þróun sköpunarkrafts
  • Efling frumkvöðlafærni og nýsköpunar
  • Hæfni/færni
  • Hæfileiki til að læra og tileinka sér nýja þekkingu
  • Sjálfshvatning og seigla
  • Læra af reynslu
CC - Attribution-NonCommercial-ShareAlike

Heiti

Að vinna með skissubækur

Kennsluaðferð

Hópavinna eða einstaklingsvinna, umræður, leiðsögn, upphitunaræfingar

Kennslugögn

Skissubók, post-it miðar, hvaða efni sem er til að skrifa, teikna, mála, líma, klippa, hefta o.s.frv.

Undirbúningur:

Vera með sína eigin skissubók, hvort sem hún er keypt eða búin til.

Undirbúningstími

Mismunandi langur tími, fer eftir því hvað einstaklingar nota mikinn tíma í að gera skissubókina tilbúna.

Ábendingar til undirbúnings

Leiðbeinendur ættu að nálgast þátttakendur sem einstaklinga þar sem allir vinna á jafnréttisgrundvelli. Þegar unnið er í hópum er mikilvægt að raða upp í kennslustofunni þannig að þátttakendur og leiðbeinandi sitji í hring (hringborð eða borðum raðað í hring eða U-form). Leiðbeinandi skal leitast við að taka þátt í verkefnum eins og kostur er. Það er mikilvægt að undirstrika að á þessu námskeiði er í lagi að gera mistök eða jafnvel eitthvað kjánalegt því þannig gerist eitthvað nýtt. Leiðbeinandanum ætti að vera ljóst að skólastofan er öruggt rými fyrir fólk til að tjá sig. Það er mikilvægt að þátttakendur fái pláss til að hafa áhrif og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd.

Tilvísanir og bakgrunnur

F

Fyrir leiðbeinendur og þátttakendur er bókin Art as Therapy eftir Alain de Botton og John Armstrong fullkomið efni til að lesa. Þar er lagt til að hægt sé að líta á list sem tæki til að gera tilfinningar okkar skiljanlegar. Bækur eftir Lynda Barry, sérstaklega Syllabus – notes from an accidental professor og Making

fjalla um það að allir geta skapað list. Í þessum bókum er að finna nokkrar gagnlegar æfingar sem hugsanlega er hægt að nota.

Heimildir:

De Botton, A. og Armstrong, J. Art as Therapy. Phaidon.

Barry, L. (2014). Syllabus: notes from an accidental professor. Drawn and Quarterly.

Barry, L. (2019). Making Comics. Drawn and Quarterly.

Hæfniviðmið

Í lok þessarar æfingar eiga einstaklingar að:

  • þekkja til ólíkra hugmynda um skissubækur og hvernig hægt er að nota þær,  
  • geta notfært sér skissubók til að útfæra sínar eigin hugmyndir eða þróa sína persónulegu listrænu rödd,
  • hafa tekið þátt í samtali og samvinnuverkefnum, þar sem gerðar eru tilraunir með ólíkar aðferðir.  

Nánari lýsing í skrefum

Skref 1: Fáðu þér skissubók. Þú getur keypt hana eða búið til sjálf/ur. Það er mikilvægast að þú sért sátt/ur við hana. Skissubókin getur verið með línum, rúðum eða tómum síðum, harðspjalda bók eða með mjúkri kápu. Hún getur verið stór eða lítil, sóðaleg eða snyrtileg, dýr eða ódýr. Það er mikilvægast að þú sért sátt/ur við að nota hana.

 

Skref 2: Gerðu skissubókina að þinni eigin því það er mikilvægt að skissubókin endurspegli hver þú ert því þá er líklegra að þú notir hana.

 

Skref 3: Stilltu klukku á til dæmis 10 mínútur. Notaðu post-it miða til að skrifa niður eins mikið og þú getur og svaraðu spurningunni: Hvað er skissubók? (nokkur orð á hvern post-it-miða). Það er ekkert rétt svar til. Límdu post-it miðana á vegg eða á töflu. Eftir því sem tíminn líður getur þú bætt við fleiri hugmyndum. Þú getur notað svörin sem grunn fyrir það sem koma skal og möguleiki er á að prófa allt sem þú hefur skrifað.

.

Skref 4: Dæmi um hvað skissubók getur verið eru: Skipuleggja hugmyndir, melta þær, flokka eða skrá þær. Búðu til lista, skipuleggðu framtíðina eða vertu í núinu og taktu eftir umhverfinu. Þessi vinna getur hjálpað þér að slaka á eða fá útrás og jafnvel að finna tilgang. Hugmyndirnar geta líka verið persónuleg mál, þær geta stefnt að markmiði eða bara verið það sem þær er. Hér er staður fyrir tilraunir, leyndarmál, tilfinningar, myndir eða orð. Búðu til eitthvað fallegt, gerðu eitthvað ljótt. Gerðu mistök eða eitthvað sem þú ert mjög stoltur af.

 

Skref 5: Leitaðu að  innblæstri hvar sem er og deildu hugmyndum til dæmis um lesefni, myndbönd, myndlist, skoðunarferðir og æfingar. Notaðu þekkingu þína, skissubók þarf ekki að nota fyrir list! Ef þú ert  t.d. læknir, bóndi, vélvirki, kennari eða garðyrkjumaður, finndu þá leiðir til að nota þekkingu þína. Horfðu á heiminn öðruvísi og deildu niðurstöðum þínum með öðru fólki.

 

Skref 6: Notaðu skissubókina á hverjum degi. Stundum koma engar hugmyndir og þá er bara hægt að teikna punkt. Notaðu skissubókina til að finna ýmsa nýja eiginleika og/eða áhugasvið og þá veistu meira um sjálfa/n þig og hver þú ert.

Listamaður

Halla Birgisdóttir

Vefsíða

https://www.hallabirgisdottir.org

Tenglar

https://www.instagram.com/hallamyndskald/

Upplýsingar um listamanninn og framlag hans

Halla Birgisdóttir er myndskáld og kennari. Hún er með BA í myndlist frá Listaháskóla Íslands og MA í listkennslu frá sama háskóla. Sem myndlistarmaður notar Halla teikningar og texta til að búa til brotakennd frásagnarrými sem birtast í formum eins og innsetningum, bókum og veggteikningum. Halla hefur skrifað bókina Tók ég eftir því þá eða tók ég eftir því eftir á? Þetta er persónuleg, myndræn frásögn um reynslu hennar af því að missa stjórn á raunveruleikanum og fara í geðrof. Í bókinni er stuðst við samspil teikninga og texta til að skapa frásögn sem er einhvers staðar á milli þess að vera hefðbundin sjálfsævisaga og myndlist. Halla hefur notað þessa bók til að opna fyrir samtöl um geðheilbrigði. Reynsla hennar hefur haft áhrif á hana á margan hátt og sem kennari einbeitir hún sér að því að hjálpa fólki að nota list og sköpunargáfu sem umræðuefni og hlið að skilningi á heiminum.

Halla er myndskáld sem notar teikningar og texta til að búa til brotakennd frásagnarrými sem birtast í formum eins og innsetningum, bókum og veggteikningum. Starf hennar sem kennari beinist að því að hjálpa fólki að nota list og sköpunargáfu sem umræðuefni og fá betri skilning á umheiminum.

 

Tilboð: Hafðu samband við Höllu Birgisdóttur (hallahallahalla@gmail.com) til að láta hana skipuleggja og kenna námskeið eða þjálfa einstaklinga.

Listgrein

Allar listgreinar

Tungumál

Enska, Íslenska

Mynd listamanns

Calendar

Announcements

  • - There are no announcements -