Tónlistin er allra (LHI-BJB-05-IS)
Í þessari vinnustofu vinna þátttakendur saman við að búa til tónlist, undir leiðsögn leiðbeinanda, óháð fyrri tónlistarreynslu. Ferlinu er stýrt af leiðbeinanda og aðlagað hverjum hópi. Leiðbeinandi veitir leiðsögn og spyr spurninga til að auðvelda þátttakendum að feta sína leið í tónlistinni, bæði í smærri hópum og öll saman.
LessÍ þessari vinnustofu vinna þátttakendur saman við að búa til tónlist, undir leiðsögn leiðbeinanda, óháð fyrri tónlistarreynslu. Ferlinu er stýrt af leiðbeinanda og aðlagað hverjum hópi. Leiðbeinandi veitir leiðsögn og spyr spurninga til að auðvelda þátttakendum að feta sína leið í tónlistinni, bæði í smærri hópum og öll saman.
Í þessari vinnustofu vinna þátttakendur saman við að búa til tónlist, undir leiðsögn leiðbeinanda, óháð fyrri tónlistarreynslu. Ferlinu er stýrt af leiðbeinanda og aðlagað hverjum hópi. Leiðbeinandi veitir leiðsögn og spyr spurninga til að auðvelda þátttakendum að feta sína leið í tónlistinni, bæði í smærri hópum og öll saman.
- Áhersla á
- Vilji til að skoða nýja möguleika með opnum huga
- Þrautseigja /úthald
- Sjálfsvitund
- Hæfni til að tjá sig
- Daga
- 2
- Þjálfunaraðferð
- Workshop
- Hópastærð
- <10 þátttakendur
- >10 þátttakendur
- Tími
- Meira en 60 mínútur
- Meira en einn dag
- Námsaðstaða
- Augliti til auglitis
- Efla leikni og þekkingu
- Þróun sköpunarkrafts
- Efling frumkvöðlafærni og nýsköpunar
- Hæfni/færni
- Samskipti
- Leita lausna
- Hæfileiki til að læra og tileinka sér nýja þekkingu
- Læra af reynslu

Heiti
Tónlistin er allra
Kennsluaðferð
Vinnustofa, hópvinna
Kennslugögn
Engin gögn eða hljóðfæri eru nauðsynleg, leiðbeinandi útvegar það sem þarf.
Undirbúningur:
Þarfnast ekki undirbúnings
Undirbúningstími
Enginn
Ábendingar til undirbúnings
Á ekki við
Tilvísanir og bakgrunnur
Listamaðurinn hefur þróað þessa vinnustofu út frá reynslu sinni og þekkingu sem kennari, kórstjóri og listamaður.
Hæfniviðmið
Í lok þessarar æfingar eiga einstaklingar að:
- hafa kynnst samstarfi við gerð tónlistarefnis,
- hafa deilt eigin hugmyndum og tekið á móti hugmyndum annarra,
- hafa tileinkað sér mismunandi hugmyndir til að skapa heild,
- hafa notað líkamann/röddina til að búa til tónlist.
Nánari lýsing í skrefum
Í þessari vinnustofu hittist hópurinn einu sinni eða tvisvar, að lágmarki 3 klukkustundir samtals. Þátttakendur vinna saman að því að búa til tónlist. Ferlinu er stýrt af leiðbeinanda og aðlagað hverjum hópi. Leiðbeinandi veitir leiðsögn og spyr spurninga til að auðvelda þátttakendum að feta sína leið í tónlistinni, bæði í smærri hópum og öll saman. Ferlið er óháð tónlistarbakgrunni þátttakenda og hvert verk er einstakt, bæði í stíl og samsetningu. Í lok vinnustofunnar eru verkin tekin upp og þátttakendur fá eintak af tónlistinni. Þau sem vilja taka þátt í þessari vinnustofu vinsamlega hafið samband við listamanninn Gunnar Ben.
Listamaður
Gunnar Ben
Tenglar
Upplýsingar um listamanninn og framlag hans
Gunnar Ben er dósent við Listaháskóla Íslands, kórstjóri, þungarokkshljómborðsleikari og áhugamaður um þjóðlagatónlist. Hann hefur stýrt skapandi tónlistarsmiðjum um allt Ísland og í London og spilar enn af og til á óbó.
Gunnar Ben býður vinnustofuna eftir óskum og þau sem hafa áhuga vinsamlega hafið samband við hann.
Listgrein
Tónlist og tónsmíðar
Tungumál
Enska, Íslenska
Calendar
Announcements
- - There are no announcements -