Hetjuferðin (LHI-AS-06-IS)
Hetjuferðin er þekkt aðferð í frásagnarfræðum en einnig sem leið til sjálfskoðunar. Ýmsir hafa skoðað þá hugmynd að allar sögur, jafnt goðsagnir sem og ævintýri fyrri tíma, kvikmyndir og bókmenntir samtímans (ekki síst lífssögur fólks), fjalli um hetju sem stígur inn í heim ævintýris. Þar mætir hetjan áskorunum og hindrunum og deyr jafnvel táknrænum dauða en endurfæðist og öðlast gjafir í ferli sátta og snýr sem umbreytt manneskja aftur til síns fyrri veruleika. Hetjan er ekki ofurhetja heldur sú sem þorir að stíga inn í óttann til að eflast og þroskast. Gjafir hetjunnar gagnast samfélagi hennar öllu, sjá nánar:
https://en.wikipedia.org/wiki/Hero%27s_journey - Hér má kynna sér skrif Joseph Campbell um Hetjuferðina og lesa um tengsl Hetjuferðarinnar við sálfræði- og heimspeki kenningar og um skapandi og valdeflandi aðferðir sem byggja á hugmyndinni um Hetjuferðina.
Þátttakendur byrja á upphitunaræfingu sem hefst á orðunum ,,Hetjan mín er… “. Síðan halda þátttakendur skrifunum áfram með frekari textavinnu. Að lokum eru textarnir lesnir upp með leikrænum hætti og áhorfendur taka virkan þátt í flutningnum.
LessHetjuferðin er þekkt aðferð í frásagnarfræðum en einnig sem leið til sjálfskoðunar. Ýmsir hafa skoðað þá hugmynd að allar sögur, jafnt goðsagnir sem og ævintýri fyrri tíma, kvikmyndir og bókmenntir samtímans (ekki síst lífssögur fólks), fjalli um hetju sem stígur inn í heim ævintýris. Þar mætir hetjan áskorunum og hindrunum og deyr jafnvel táknrænum dauða en endurfæðist og öðlast gjafir í ferli sátta og snýr sem umbreytt manneskja aftur til síns fyrri veruleika. Hetjan er ekki ofurhetja heldur sú sem þorir að stíga inn í óttann til að eflast og þroskast. Gjafir hetjunnar gagnast samfélagi hennar öllu, sjá nánar:
https://en.wikipedia.org/wiki/Hero%27s_journey - Hér má kynna sér skrif Joseph Campbell um Hetjuferðina og lesa um tengsl Hetjuferðarinnar við sálfræði- og heimspeki kenningar og um skapandi og valdeflandi aðferðir sem byggja á hugmyndinni um Hetjuferðina.
Þátttakendur byrja á upphitunaræfingu sem hefst á orðunum ,,Hetjan mín er… “. Síðan halda þátttakendur skrifunum áfram m
Hetjuferðin er þekkt aðferð í frásagnarfræðum en einnig sem leið til sjálfskoðunar. Ýmsir hafa skoðað þá hugmynd að allar sögur, jafnt goðsagnir sem og ævintýri fyrri tíma, kvikmyndir og bókmenntir samtímans (ekki síst lífssögur fólks), fjalli um hetju sem stígur inn í heim ævintýris. Þar mætir hetjan áskorunum og hindrunum og deyr jafnvel táknrænum dauða en endurfæðist og öðlast gjafir í ferli sátta og snýr sem umbreytt manneskja aftur til síns fyrri veruleika. Hetjan er ekki ofurhetja heldur sú sem þorir að stíga inn í óttann til að eflast og þroskast. Gjafir hetjunnar gagnast samfélagi hennar öllu, sjá nánar:
https://en.wikipedia.org/wiki/Hero%27s_journey - Hér má kynna sér skrif Joseph Campbell um Hetjuferðina og lesa um tengsl Hetjuferðarinnar við sálfræði- og heimspeki kenningar og um skapandi og valdeflandi aðferðir sem byggja á hugmyndinni um Hetjuferðina.
Þátttakendur byrja á upphitunaræfingu sem hefst á orðunum ,,Hetjan mín er… “. Síðan halda þátttakendur skrifunum áfram m
- Áhersla á
- Vilji til að skoða nýja möguleika með opnum huga
- Sjálfsvitund
- Hæfni til að tjá sig
- Daga
- 1
- Þjálfunaraðferð
- Með leiðbeinanda
- Hópastærð
- <10 þátttakendur
- >10 þátttakendur
- Tími
- Meira en 60 mínútur
- Meira en einn dag
- Námsaðstaða
- Augliti til auglitis
- Efla leikni og þekkingu
- Þróun sköpunarkrafts
- Efling seiglu
- Efling frumkvöðlafærni og nýsköpunar
- Hæfni/færni
- Æðruleysi / tilfinningaleg stjórnun
- Sjálfshvatning og seigla

Heiti
Hetjuferðin
Kennsluaðferð
Einstaklings- og hópvinna, umræður
Kennslugögn
Blýantur/penni og A-3 blöð. Búningar, gömul föt, höfuðföt, skartgripir, andlitsmálning.
Undirbúningur:
Leiðbeinandi undirbýr kynningu á hetjuferðinni. Borðum er raðað í hring fyrir ritlistaræfinguna en stólum er raðað í fjögurra manna hópa fyrir upplestraræfinguna. Spegill og búningar.
Undirbúningstími
15 mín: Uppröðun í stofu.
2 klukkustundir: Undirbúningur kynningar á Hetjuferðinni, þekki leiðbeinandi ekki til hennar áður.
Ábendingar til undirbúnings
Mikilvægt er að leiðbeinandi útskýri fyrir þátttakendum að þeir haldi trúnað hver við annan til að skapa traust í hópnum. Leiðbeinendur sem hafa áhuga á að kenna þessa æfingu þurfa að taka námskeið hjá Björgu Árnadóttur til að kynnast Hetjuferðinni.
Tilvísanir og bakgrunnur
Hugmyndin að upplestrarhluta æfingarinnar er fenginn frá Paul Rebillot: The Call of Adventure: Bringing the Hero’s Journey to Daily Life.
Hæfniviðmið
Hæfniviðmið:
Í lok þessarar æfingar eiga einstaklingar að:
- hafa fengið þjálfun í að skrifa,
- hafa fengið þjálfun í að deila textum sínum með öðrum,
- hafa fengið þjálfun í hópsamræðum,
- hafa uppgötvað sína innri hetju,
- hafa fengið þjálfun í að opna sig um eigin jákvæðar hliðar.
Nánari lýsing í skrefum
Hér er um að ræða ritlistaræfingu sem byggir á Hetjuferðinni.
- Leiðbeinandi kynnir Hetjuferðina og um hana er rætt þannig að allir átti sig á henni.
- Þátttakendur fá skriffæri og A3 blað og er sagt að láta texta flæða yfir blaðið í löngum línum og byrja textann á orðunum ,,Hetjan mín er…“: ,,Haldið er áfram að skrifa út frá þessum orðum en komi engar hugmyndir er einfaldlega skrifað að það komi engar hugmyndir eða bla bla bla þar til hugmyndir fara að flæða. Hendinni er haldið á hreyfingu. (4 mín.).
- Aðeins höfundur les fyrstu skrifin og velur þrjá staði í textanum (eitt, tvö, þrjú orð saman eða setningu) til að halda áfram að vinna með. (2 mín.)
- Höfundur skrifar nýjan texta út frá völdum orðum á hefðbundinn hátt, gjarnan í tölvu (8 mín.).
- Tvö og tvö vinna saman; deila textum sínum þannig að höfundur les upphátt en hinn fylgist með á blaðinu/skjánum. Þau velja á sama hátt og áður þrjá staði en nú úr texta hins. Þannig þiggja allir innblástur frá öðrum en ræða einnig um texta sinn við hinn (10 mín.).
- Hver skrifar síðan lokatexta með orð félagans sem andagift (12 mín.).
Ritlistaræfingin þjónar þeim tilgangi að fá fólk til að byrja að skrifa en einnig (ef vill) að útskýra þrjá fasa ritunarferlisins; hugmyndavinnu, sjálf skrifin og fínpússun/frágang. Fyrri hluta æfingarinnar má nota einan og sér (með öðru umfjöllunarefni) en einnig má halda æfingunni áfram á þennan hátt:
- Settur er fram spegill ásamt litríkum búningum eða gömlum fötum, höfuðfötum, skartgripum og jafnvel andlitsmálningu.
- Þátttakendur klæðast litríkum búningum en að því loknu er þeim gefið tækifæri til að breyta orðunum ,,hetjan mín” í texta sínum í orðið ,,ég”.
- Textum er deilt í fjögurra manna hópum þar sem allir klæðast skrautlegum búningum. Ekki er hlustað á hljóðan og óvirkan hátt heldur með jákvæðum upphrópunum undir lestrinum og miklu lófataki þegar lesandinn hneigir sig í lokin.
Í lokin eru umræður um hvernig var að skrifa og deila textanum á þennan hátt og um áhrif hugmyndarinnar um hetjuna á hvern og einn.
Listamaður
Björg Árnadóttir
Vefsíða
www.stilvopnid.is
Tenglar
akademia.is/ollum
Upplýsingar um listamanninn og framlag hans
Björg er rithöfundur, blaðamaður og ritlistarkennari sem býr og starfar í Reykjavík þar sem hún rekur fræðslufyrirtækið Stílvopnið. Þegar tækifæri bjóðast vinnur hún víðs vegar um heiminn eða fær erlenda hópa til Íslands, enda hefur hún tekið þátt í mörgum fjölþjóðlegum samstarfsverkefnum og sjálfboðaliðaverkefnum á sviði fræðslu fullorðinna og samfélagslista. Samskiptamál hennar eru íslenska, enska og sænska. Björg hefur langa reynslu af kennslu og þeir sem hafa áhuga á að fá hana til sín með námskeið geta haft samband við hana. Björg býður m.a. upp á námskeið í skapandi skrifum, minningaskrifum og skrifum tengdum ferð Hetjunnar. Lögð er áhersla á skapandi ferli og þjálfun einstaklinga.
Listgrein
Skapandi skrif
Tungumál
Enska, Íslenska
Mynd listamanns
Calendar
Announcements
- - There are no announcements -