Framhald í næsta bréfi (LHI-AS-07-IS)
Verkefnið byggir á hugmynd leikritahöfundanna, Aðalbjargar og Sölku. Hugmyndin varð til á tímum COVID-19. Hugmyndin fól í sér að búa til leiksýningu sem byggði á hljóðupptökum. Sagan er sögð um leið og viðtakandi/hlustandi fær send bréf í pósti sem innihalda vísbendingar sem eru hluti sögunnar sem sögð er. Viðtakandinn/hlustandinn fær send heim til sín umslög sem innihalda ýmislegt eins og gömul bréf, lögregluskýrslur, myndir og gamlar ljósmyndir og smám saman opnast fyrir viðtakandanum saga sem sögð er að hluta til af hljóðupptökum sem viðtakandi getur opnað á netinu eftir að hafa keypt sér aðgang.
Þetta verkefni sýnir hvernig Aðalbjög Árnadóttir og Salka Guðmundsdóttir komu hugmynd sinni á framfæri á Listahátíð í Reykjavík 1. – 19. júní 2022. https://listahatid.is og á að vera áhugasömum innblástur til að búa til öðruvísi leikhús.
LessVerkefnið byggir á hugmynd leikritahöfundanna, Aðalbjargar og Sölku. Hugmyndin varð til á tímum COVID-19. Hugmyndin fól í sér að búa til leiksýningu sem byggði á hljóðupptökum. Sagan er sögð um leið og viðtakandi/hlustandi fær send bréf í pósti sem innihalda vísbendingar sem eru hluti sögunnar sem sögð er. Viðtakandinn/hlustandinn fær send heim til sín umslög sem innihalda ýmislegt eins og gömul bréf, lögregluskýrslur, myndir og gamlar ljósmyndir og smám saman opnast fyrir viðtakandanum saga sem sögð er að hluta til af hljóðupptökum sem viðtakandi getur opnað á netinu eftir að hafa keypt sér aðgang.
Þetta verkefni sýnir hvernig Aðalbjög Árnadóttir og Salka Guðmundsdóttir komu hugmynd sinni á framfæri á Listahátíð í Reykjavík 1. – 19. júní 2022. https://listahatid.is og á að vera áhugasömum innblástur til að búa til öðruvísi leikhús.
Verkefnið byggir á hugmynd leikritahöfundanna, Aðalbjargar og Sölku. Hugmyndin varð til á tímum COVID-19. Hugmyndin fól í sér að búa til leiksýningu sem byggði á hljóðupptökum. Sagan er sögð um leið og viðtakandi/hlustandi fær send bréf í pósti sem innihalda vísbendingar sem eru hluti sögunnar sem sögð er. Viðtakandinn/hlustandinn fær send heim til sín umslög sem innihalda ýmislegt eins og gömul bréf, lögregluskýrslur, myndir og gamlar ljósmyndir og smám saman opnast fyrir viðtakandanum saga sem sögð er að hluta til af hljóðupptökum sem viðtakandi getur opnað á netinu eftir að hafa keypt sér aðgang.
Þetta verkefni sýnir hvernig Aðalbjög Árnadóttir og Salka Guðmundsdóttir komu hugmynd sinni á framfæri á Listahátíð í Reykjavík 1. – 19. júní 2022. https://listahatid.is og á að vera áhugasömum innblástur til að búa til öðruvísi leikhús.
- Áhersla á
- Vilji til að skoða nýja möguleika með opnum huga
- Sjálfsvitund
- Daga
- 1
- Þjálfunaraðferð
- Efling seiglu
- Með leiðbeinanda
- Hópastærð
- Einstaklings
- Tími
- Meira en 60 mínútur
- Námsaðstaða
- Augliti til auglitis
- Á netinu
- Efla leikni og þekkingu
- Þróun sköpunarkrafts
- Efling frumkvöðlafærni og nýsköpunar
- Efling seiglu
- Hæfni/færni
- Hæfileiki til að læra og tileinka sér nýja þekkingu
- Samskipti
- Læra af reynslu
- Sjálfshvatning og seigla

Heiti
Framhald í næsta bréfi
Kennsluaðferð
Einstaklingsverkefni
Kennslugögn
Nýta má alls konar tæki og tól t.d. síma til að búa til videó eða til að taka myndir og tölvu við ritun frásagnar.
Undirbúningur:
Einstaklingsbundið
Undirbúningstími
Einstaklingsbundið
Ábendingar til undirbúnings
Á ekki við
Tilvísanir og bakgrunnur
https://www.listahatid.is/en/vidburdir/rsvp
Hæfniviðmið
Í lok þessarar æfingar eiga einstaklingar að:
- hafa fengið þjálfun í að segja sögu á ólíkan hátt,
- hafa notað tæknina á margs konar máta,
- hafa séð möguleika í að þróa hugmynd á marga vegu,
- hafa fengið þjálfun í að þróa verkferla sem verða að leikhúsi.
Nánari lýsing í skrefum
Þetta verkefni er fyrir einstaklinga sem vilja búa til öðruvísi leikhús með því að segja áhorfendum sögu sem þeir geta notið hvar sem er. Hægt er að segja söguna frá mismunandi sjónarhorni af mismunandi miðlum til dæmis með ljósmyndum, dagblöðum eða bókum. Verkefnið sem hér er sagt frá er byggt á hugmynd þeirra Aðalbjargar og Sölku sem unnu verkefni þetta í heimsfaraldrinum og einbeittu sér að því að nýta öðruvísi miðla t.d. hljóðupptökur og bréf sem send voru heim til hlustenda. Hægt er að fylgja eftirfarandi skrefum:
- Ákveðið sögu sem á að flytja og finnið síðan efni sem gæti tengst sögunni, t.d ljósmynd, grein í dagblöðum eða gamalt bréf.
- Skrifið handrit og ákveðið hvernig flytja á frásögnina.
- Ákveðið hvers konar tæki þarf að nota t.d. síma, myndavél, hljóðrásir í útvarpi eða á bandi/spólu/í tölvu.
- Byrjið á handriti þar sem nýttar eru ólíkar leiðir til miðlunar.
Þegar lokið er við að búa til frásögnina þar sem nýttar hafa verið ólíkar leiðir þarf að ákveða hvernig á að koma sögunni á framfæri. Einnig þarf að finna hvernig á að fjármagna verkefnið, velja áheyrendur og finna dreifingarleiðir. (póstur, netpóstur, sendibréf, bæklingar …)., flyers etc.)
Listamaður
Aðalbjörg Árnadóttir
Salka Guðmundsdóttir
Tenglar
salkagud@yahoo.co.uk
Upplýsingar um listamanninn og framlag hans
Aðalbjörg Árnadóttir, BFA í leiklist frá LHÍ og MA í hagnýtri menningarmiðlun frá HÍ. Hún starfar sem leikari og leikritaskáld í Reykjavík. Hún hefur sýnt í leikhúsum borgarinnar sem og á Akureyri ásamt því að starfa með sjálfstætt starfandi listahópum t.d. hópnum 16 elskendur og Soðið svið. Hún hefur komið fram í sjónvarpi, útvarpi og kvikmyndum. Aðalbjörg er ein af stofnendum Flanerí en þar má nálgast hljóðgöngur þar sem fléttað er saman útiverum og sögum. https://www.flaneri.is/
Salka Guðmundsdóttir starfar sem skáld, dramatúrg og þýðandi. Hún lauk BA í leiklistarfræði í Aberystwyth háskólanum í Wales, MLitt í skapandi skrifum frá háskólanum í Glasgow og MA í þýðingarfræði frá HÍ. Verk Sölku hafa verið sýnd víða t.d. hjá leikhópnum Soðið svið. Verk hennar hafa einnig verið tekin til sýninga í Skotlandi, Ástralíu, Þýskalandi, ítalíu og Danmörku.
Aðalbjög og Salka eru opnar fyrir spennandi hugmyndum og tilbúnar í samstarf um áhugaverða nálgun á leikhúsi og kvikmyndum.
Listgrein
Sjónlistir og skapandi skrif
Tungumál
Enska, Íslenska
Mynd listamanns
Calendar
Announcements
- - There are no announcements -