Blek náttúrunnar: Litir umhverfisins (LHI-AS-08-IS)
Greining á hvaða litir leynast í umhverfinu með því að búa til blek úr plöntum og gróðri.
LessGreining á hvaða litir leynast í umhverfinu með því að búa til blek úr plöntum og gróðri.
Greining á hvaða litir leynast í umhverfinu með því að búa til blek úr plöntum og gróðri.
- Áhersla á
- Vilji til að skoða nýja möguleika með opnum huga
- Daga
- 1
- Þjálfunaraðferð
- Efling seiglu
- Með leiðbeinanda
- Hópastærð
- Einstaklings
- Tími
- Meira en 60 mínútur
- Námsaðstaða
- Á netinu
- Efla leikni og þekkingu
- Þróun sköpunarkrafts
- Efling frumkvöðlafærni og nýsköpunar
- Hæfni/færni
- Hæfileiki til að læra og tileinka sér nýja þekkingu
- Læra af reynslu

Heiti
Blek náttúrunnar: Litir umhverfisins
Kennsluaðferð
Einstaklingsverkefni
Kennslugögn
Dósir til að safna jurtum, skæri, pottar, hitunartæki, vatn, edik, krukkur, pappír og penslar.
Undirbúningur:
Nauðsynlegt er að hafa tiltæk öll tæki sem þarf að nota
Undirbúningstími
10 -20 mínútur.
Ábendingar til undirbúnings
Nálægð við jurtir svo þær séu sem ferskastar þegar blekið er soðið. Aðstaða til að búa til blekið, t.d. eldhús.
Tilvísanir og bakgrunnur
Listamaðurinn hefur þróað þessa æfingu og nýtt sér reynslu og þekkingu úr starfi.
Hæfniviðmið
Í lok þessarar æfingar eiga einstaklingar að hafa fengið þjálfun í að:
- virða náttúruna í nánasta umhverfi sínu,
- vera forvitin um jurtir sem sjást daglega í umhverfinu,
- uppgötva hvaða litir fást úr ólíkum gróðri,
- búa til blek úr jurtum úr nágrenninu.
Nánari lýsing í skrefum
- Finnið til dósir eða annars konar umbúðir undir jurtir.
- Finnið heppilegan stað þar sem eru jurtir sem þið hafið áhuga á að reyna að búa til blek úr.
- Safnið jurtum. Oftast nægir að tína sem nemur tveimur lúkum til að fá sæmilegan lit en meira magn af jurtum gefur sterkari lit.
- Eftir að hafa safnað jurtunum er farið á staðinn þar sem blekið er búið til.
- Setjið jurtirnar í pottinn og klippið þær niður ef þess þarf.
- Svolitlu vatni er bætt í pottinn með jurtunum. Bætið meira vatni við ef það er nauðsynlegt.
- Komið upp suðu en varist að jurtirnar festist við botninn og brenni.
- Sjóðið í um það bil 40 mínútur og hrærið reglulega í leginum, bætið í vatni eftir þörfum.
- Bætið um það bil matskeið af ediki í blönduna.
- Kælið blönduna og síið síðan í krukku sem geyma á litinn.
- Merkið krukkuna með dagsetningu og heiti jurtarinnar.
- Hendið afganginum af jurtunum í lífrænan úrgang.
- Endurtakið ferlið með næstu jurt.
- Nú er blekið tilbúið til notkunar.
Listamaður
Helga Björk Ottósdóttir
Vefsíða
www.helgabjork.is
Tenglar
https://www.instagram.com/helgabjorkottos/
Upplýsingar um listamanninn og framlag hans
Helga Björk Ottósdóttir útskrifaðist frá Glasgow School of Art árið 2017 sem textílhönnuður með áherslu á prentuð klæði. Helga hefur lokið námi frá Myndlistaskólanum í Reykjavík. Hún vinnur og starfar í Reykjavík.
Þessi æfing var hönnuð af listakonunni Helgu Björk Ottósdóttur og er hún til viðtals um æfinguna. Fyrir áhugasama, vinsamlega hafið samband við hana.
Listgrein
Visual Arts
Tungumál
Enska, Íslenska
Mynd listamanns
Calendar
Announcements
- - There are no announcements -