Snjóboltaáhrifin (LHI-AS-09-IS)
Bjargey kynnir hér aðferð sem hún notar næstum daglega til að skrá hugmyndir sínar eða vangaveltur. Þessa aðferð notar hún einnig þegar henni finnst sem hún sé á einhvern máta stopp eða ef henni líður eins og hún sé að fást við einhvers konar frestun eða forðun. Þessa aðferð telur hún góða til að nýta tíma sem annars færi í bið. Hún vill hvetja alla til að vera alltaf með skissubók á sér sem er með auðum síðum. Hún telur að með því að nýta dauðar stundir á þennan hátt aukist líkur á frumleika og fjölbreytni mynda og texta eykst.
LessBjargey kynnir hér aðferð sem hún notar næstum daglega til að skrá hugmyndir sínar eða vangaveltur. Þessa aðferð notar hún einnig þegar henni finnst sem hún sé á einhvern máta stopp eða ef henni líður eins og hún sé að fást við einhvers konar frestun eða forðun. Þessa aðferð telur hún góða til að nýta tíma sem annars færi í bið. Hún vill hvetja alla til að vera alltaf með skissubók á sér sem er með auðum síðum. Hún telur að með því að nýta dauðar stundir á þennan hátt aukist líkur á frumleika og fjölbreytni mynda og texta eykst.
Bjargey kynnir hér aðferð sem hún notar næstum daglega til að skrá hugmyndir sínar eða vangaveltur. Þessa aðferð notar hún einnig þegar henni finnst sem hún sé á einhvern máta stopp eða ef henni líður eins og hún sé að fást við einhvers konar frestun eða forðun. Þessa aðferð telur hún góða til að nýta tíma sem annars færi í bið. Hún vill hvetja alla til að vera alltaf með skissubók á sér sem er með auðum síðum. Hún telur að með því að nýta dauðar stundir á þennan hátt aukist líkur á frumleika og fjölbreytni mynda og texta eykst.
- Áhersla á
- Vilji til að skoða nýja möguleika með opnum huga
- Sjálfsvitund
- Hæfni til að tjá sig
- Daga
- 1
- Þjálfunaraðferð
- Efling seiglu
- Með leiðbeinanda
- Hópastærð
- Einstaklings
- <10 þátttakendur
- >10 þátttakendur
- Tími
- Allt að 30 mínútum
- 31-60 mínútur
- Meira en 60 mínútur
- Námsaðstaða
- Á netinu
- Efla leikni og þekkingu
- Þróun sköpunarkrafts
- Efling seiglu
- Efling frumkvöðlafærni og nýsköpunar
- Samskiptafærni
- Hæfni/færni
- Samskipti
- Leita lausna
- Æðruleysi / tilfinningaleg stjórnun
- Hæfileiki til að læra og tileinka sér nýja þekkingu
- Sjálfshvatning og seigla
- Læra af reynslu

Heiti
Snjóboltaáhrifin
Kennsluaðferð
Einstaklingsverkefni
Kennslugögn
Skissubók með auðum síðum
Undirbúningur:
Tímastillið á 8 mínútur
Undirbúningstími
Enginn
Ábendingar til undirbúnings
Þessa aðferð má einnig nota með hljóðfæri. Nýta dauðar stundir t.d. spila bara í 8 mínútur í einu.
Tilvísanir og bakgrunnur
Listamaðurinn hefur þróað þessa æfingu og nýtt sér reynslu og þekkingu úr starfi.
www.bjargey.com
Hæfniviðmið
Í lok þessarar æfingar eiga einstaklingar að hafa fengið þjálfun í að:
- framkvæma í stað þess að hugsa um að vera skapandi,
- líta á skapandi æfingar sem eins konar þjálfun,
- uppgötva að eitt skref í einu verður að mörgum með tímanum,
- verjast frestun með því að bíða ekki eftir réttri stund heldur bara að byrja,
- finna gleðina og vissuna í því að allt þarf ekki að vera fullkomið. Það má vera asnalegt eða ljótt, það er ekki málið,
- skapa pínulítið í hvert sinn, bara þegar tími gefst.
Nánari lýsing í skrefum
Tími: Nýtið þann tíma sem þið hafið. Byrjið á 8 mínútum. Stillið tíma á 8 mínútur.
Staður: Nýtið hvaða rými sem er. Ef rýmið er hljótt er það gott. Þessa aðferð má nota hvar sem er.
Skrifið eða teiknið í 8 mínútur þar til klukkan lætur vita að 8 mínútur eru liðnar. Njótið þess að sjá hversu mikið er hægt að skrifa eða teikna á nokkrum mínútum.
Ef þú upplifir að þú sért alveg tóm/ur þá skrifaðu um það, því eftir svolitla stund munu skrifin flæða sem og orðin. Það sem skiptir máli er að halda áfram.
Hjálparmeðul til að auka sköpunarkraft: Tónlist getur aukið viljann til að skrifa eða teikna.
Ein aðferð sem þekkt er til að kalla fram ósjálfráð skrif er að tala í símann um leið og teiknað er eða horfa á sjónvarpið með öðru auganu og teikna út frá hinu.
Tónlistin. Takið hljóðfærið og myndið hljóð í 8 mínútur. Leyfið barninu innra með ykkur að leika á hljóðfærið og njótið hljóðanna sem myndast.
Listamaður
Bjargey Ólafsdóttir
Vefsíða
Upplýsingar um listamanninn og framlag hans
Bjargey Ólafsdóttir býr og starfar sem listamaður í Reykjavík þar sem hún stundar alhliða listsköpun. Hún er menntuð í ljósmyndun og myndlist og margmiðlun hjá LHÍ og Academy of Fine Arts í Helsinki, Finnlandi. Hún lærði einnig handritaskrif og leikstjórn við Binger Filmlab í Amsterdam. Verk hennar sýna samspil skynjunar um hvað áhorfandinn skynjar og eru á mörkum kvikmyndar og ljósmyndunar. Verk Bjargeyjar hafa verið sýnd víða um heim t.d. í Listasafni Íslands, Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Kunstverein Munich, KunstWerke Berlin, Galeria Traschi, Santiago Chile, Moderna Museet Stockholm, The Moore space Miami, Manifesta Foundation Amsterdam, E-flux New York, WUK Kunsthalle, Vienna, Tate Modern London, Palm Springs International film festival, Gothenburg Film Festival og Aix en Provence international short film festival.
Bjargey er tilbúin að ræða málin ef þess er óskað.
Listgrein
Sjónlistir
Tungumál
Enska, Íslenska
Mynd listamanns
Calendar
Announcements
- - There are no announcements -