Mistök sem tækifæri í listgreinum (LHI-BJB-10-IS)

Lýsing

Hvað felst í að gera mistök? Hvaða áhrif hafa þau á einstaklinga? Geta mistök verið  bæði uppbyggileg og frelsandi?

Í þessari vinnustofu verður rætt um að vinna með mistök sem hluta af skapandi ferli og hvort nýta megi þau sem tækifæri á listamannsferlinum. Skoðaðir verða mismunandi þættir í umhverfinu svo sem valdaójafnvægi þar sem einstaklingar ýmist gera mistök eða ná árangri. Hugtök verða kynnt og þátttakendur læra að tengja sum þeirra við  eigin listiðkun.

Þátttakendur velta fyrir sér mismunandi leiðum til að takast á við mistök eða koma í veg fyrir þau. Mistök geta orðið til þess að einstaklingar læra eitthvað nýtt og í framhaldinu hefur það jákvæð áhrif á framvindu listiðkunar. Hvernig getur athöfnin að mistakast aukið skilning okkar á listrænum, pólitískum eða hversdagslegum veruleika okkar? Þessi vinnustofa verður blanda af kynningu og skapandi æfingum sem haldin er af listamannium Brogan Davison.

  • Áhersla á
  • Þrautseigja /úthald
  • Sjálfsvitund
  • Hæfni til að tjá sig
  • Daga
  • 5
  • Þjálfunaraðferð
  • Workshop
  • Hópastærð
  • <10 þátttakendur
  • >10 þátttakendur
  • Tími
  • Meira en 60 mínútur
  • Meira en einn dag
  • Námsaðstaða
  • Augliti til auglitis
  • Efla leikni og þekkingu
  • Þróun sköpunarkrafts
  • Efling frumkvöðlafærni og nýsköpunar
  • Hæfni/færni
  • Hæfileiki til að læra og tileinka sér nýja þekkingu
  • Læra af reynslu
CC - Attribution-NonCommercial-ShareAlike

Heiti

Mistök sem tækifæri í listgreinum

Kennsluaðferð

Hópumræður, skapandi æfingar og verkefni þar sem þátttakendum býðst rými til að tengja hugmyndir sem lagðar eru fram á vinnustofunni við eigin listiðkun.

Kennslugögn

Stúdíó, skjávarpi, þátttakendur þurfa tölvu eða skriffæri og blöð til að skrifa minnispunkta.

Undirbúningur:

Enginn undirbúningur, leiðbeinandi sér um undirbúning

Undirbúningstími

 Engin

Ábendingar til undirbúnings

Á ekki við

Tilvísanir og bakgrunnur

Failure (Whitechapel: Documents of Contemporary Art). Edited by Lisa Le Feuvre.
Performance Theatre and the Poetics of Failure. By Sara Jane Bailes.
The Queer Art of Failure. By Jack Halberstam.

Hæfniviðmið

Í lok þessarar æfingar eiga einstaklingar að:

  • hafa öðlast skilning á hugtökum sem kynnt hafa verið og rætt þau í tengslum við listrænan, pólitískan eða hversdagslegan veruleika,
  • geta tengt hugtök við eigin listiðkun,
  • geta nýtt sér hugleiðingar sem fram komu og fundið vinnuaðferðir sem gætu nýst í framtíðinni

Nánari lýsing í skrefum

Í þessari vinnustofu eru kannaðar aðferðir við listsköpun í framhaldi af mistökum og rætt hvaða áhrif mistök hafa á einstaklinga.

 

Skref 1

Skoðaðir verða mismunandi þættir í umhverfinu svo sem valdaójafnvægi þar sem einstaklingar ýmist gera mistök eða ná árangri. Hugtök verða kynnt og þátttakendur læra að tengja sum þeirra við eigin listsköpun.

 

Skref 2

Þátttakendur skoða hvernig mistök geta valdið jákvæðum breytingum og velta fyrir sér mismunandi leiðum til að takast á við mistök eða koma í veg fyrir þau í framtíðinni.

 

Skref 3

Þátttakendum gefst tækifæri á að taka þátt í skapandi vinnustofu og  búa til verkefni innblásin af viðfangsefnum námskeiðsins.

Vinnustofan er fyrir listamenn af öllum sviðum lista sem hafa áhuga á að kanna hvort mistök geti  aukið skilning  á listrænum, pólitískum eða hversdagslegum veruleika. Þátttakendur fá lesefni, ræða saman og ígrunda listaverk. Þessi vinnustofa getur verið breytileg frá 5-10 dögum í  2-3 tíma á dag. Fyrir áhugasama vinsamlega hafið samband við listamanninn, Brogan Davison.

Listamaður

Brogan Davison

Vefsíða

http://danceforme.is/

Tenglar

brogan@lhi.is

Upplýsingar um listamanninn og framlag hans

Brogan er danshöfundur og gjörningalistakona með aðsetur í Reykjavík. Brogan lauk MA-prófi frá Das Theatre við Listaháskólann í Amsterdam og BA í dansleikhúsi frá Laban í London. Árið 2013 stofnaði Brogan til samvinnuverkefnis með Pétri Ármannsyni sem heitir Dance For Me sem hlotið hefur mikla viðurkenningu. Dance For Me hefur komið fram í dans- og leikhúsum á Íslandi, Þýskalandi, Hollandi, Noregi, Danmörku, Bretlandi, Finnlandi, Ítalíu, Svíþjóð, Sviss og Kanada og meðal annars starfað í  Productiehuis Theatre Rotterdam (NL), Everybody's Spectacular Festival ( ISL), Mousonturm (DE), BIT Teatergarasjen (NO) og Bora Bora (DK). Í dag er Brogan annar listrænn stjórnandi Reykjavík Dance Festival og stýrir MFA meistaranámi í sviðslistum við Listaháskóla Íslands.

Listgrein

Allar listgreinar

Tungumál

Enska

Mynd listamanns

Calendar

Announcements

  • - There are no announcements -