Mótun hluta (LHI-AS-11-IS)

Lýsing

Þuríður kynnir aðferð sem hún notar til að vekja með nemendum sköpunarkraft. Æfingin felur í sér að læra um efni til mótunar og leika sér með það. Þannig er hægt að kynnast eðli efnisins. Hugmyndir eru unnar í leir sem er blandaður pappír og litum.

  • Áhersla á
  • Vilji til að skoða nýja möguleika með opnum huga
  • Sjálfsvitund
  • Hæfni til að tjá sig
  • Daga
  • 1
  • Þjálfunaraðferð
  • Með leiðbeinanda
  • Hópastærð
  • Einstaklings
  • <10 þátttakendur
  • >10 þátttakendur
  • Tími
  • Meira en 60 mínútur
  • Meira en einn dag
  • Námsaðstaða
  • Augliti til auglitis
  • Efla leikni og þekkingu
  • Þróun sköpunarkrafts
  • Efling seiglu
  • Efling frumkvöðlafærni og nýsköpunar
  • Hæfni/færni
  • Samskipti
  • Leita lausna
  • Hæfileiki til að læra og tileinka sér nýja þekkingu
  • Sjálfshvatning og seigla
  • Læra af reynslu
CC - Attribution-NonCommercial-ShareAlike

Heiti

Mótun hluta

Kennsluaðferð

Vinnustofa með leiðbeinanda

Kennslugögn

Blýantar/pennar/málning, alls konar pappír, skæri. Leir í hvaða formi sem er, litir og glerungur.

Undirbúningur:

Keramik vinnustofa þarf að vera til staðar þar sem ganga má að efni sem þarf til mótunar.

Undirbúningstími

30 mín: Undirbúningur vinnustofu.

6 klst: Undirbúningur þar sem leir er blandaður pappír og litum. Leirinn þarf að þorna fyrir notkun.

Ábendingar til undirbúnings

Þátttakendur þurfa að vera tilbúnir að prófa nýjar hugmyndir og ekki ætla sér of mikið í byrjun eða gera  of miklar kröfur til sín.

Tilvísanir og bakgrunnur

Listamaðurinn hefur þróað þessa æfingu og nýtt sér reynslu og þekkingu úr starfi. www.thuridurosk.is

Hæfniviðmið

Í lok þessarar æfingar eiga einstaklingar að hafa fengið þjálfun í að:

  • handfjatla efni og skilja eðli þess,
  • fara út fyrir þægindarammann og prófa nýja hluti.

Nánari lýsing í skrefum

Í þessari vinnustofu er kynnt aðferð til að efla sköpunarkraft einstaklinga. Meginmarkmiðið er að þátttakendur handfjatli efnið og læri á eðli þess. Þátttakendur teikna og móta myndir á pappír í upphafi og vinna síðan með hugmyndir sínar á vinnustofunni. Þeir fara í gegnum þetta ferli aftur og aftur þar til endanlegur hlutur er tilbúinn. Þátttakendur fara í gegnum eftirfarandi skref:

  1. Teikna, mála, skissa upp myndir af hugmyndum.
  2. Skera út form og liti í leir.
  3. Lita leirinn og móta.
  4. Móta verk, endurmeta og endurmóta.
  5. Hefja ferlið á nýjan leik eða ljúka fyrra verki.

Listamaður

Þuríður Smáradóttir

Vefsíða

www.thuridurosk.is

Upplýsingar um listamanninn og framlag hans

Þuríður er keramiker, listamaður og kennari. Hún er deildarstjóri barnadeildar Myndlistaskólans í Reykjavík. Þuríður fékk tækifæri til að vinna með leir sem lítil stúlka og varð þá strax heilluð af efninu og vildi alla tíð verða keramiker. Hún lét þann draum sinn rætast og vinnur við allar tegundir mótunar, mótun skúlptúra og nytjahluta.

Þuríður er tilbúin til að skoða samstarf eða bjóða kennslu í keramik. Ná má sambandi við hana á heimasíðunni www.thuridurosk.is 

Listgrein

Sjónlistir og keramik

Tungumál

Enska,  Íslenska

Mynd listamanns

Calendar

Announcements

  • - There are no announcements -