Myndir hugans og smásögur (LHI-AS-12-IS)
Leiðbeinandi fjallar um smásögur. Þátttakandi skrifar sína eigin smásögu og myndskreytir með aðstoð leiðbeinanda. Fjallað er um hugsanir sem tengjast skrifunum. Þátttakendum gefst kostur á að nýta mismunandi aðferðir við myndsköpun.
LessLeiðbeinandi fjallar um smásögur. Þátttakandi skrifar sína eigin smásögu og myndskreytir með aðstoð leiðbeinanda. Fjallað er um hugsanir sem tengjast skrifunum. Þátttakendum gefst kostur á að nýta mismunandi aðferðir við myndsköpun.
Leiðbeinandi fjallar um smásögur. Þátttakandi skrifar sína eigin smásögu og myndskreytir með aðstoð leiðbeinanda. Fjallað er um hugsanir sem tengjast skrifunum. Þátttakendum gefst kostur á að nýta mismunandi aðferðir við myndsköpun.
- Áhersla á
- Vilji til að skoða nýja möguleika með opnum huga
- Hæfni til að tjá sig
- Þrautseigja /úthald
- Þjálfunaraðferð
- Með leiðbeinanda
- Hópastærð
- <10 þátttakendur
- Tími
- Meira en 60 mínútur
- Námsaðstaða
- Augliti til auglitis
- Efla leikni og þekkingu
- Þróun sköpunarkrafts
- Efling frumkvöðlafærni og nýsköpunar
- Hæfni/færni
- Hæfileiki til að læra og tileinka sér nýja þekkingu
- Samskipti
- Sjálfshvatning og seigla

Heiti
Myndir hugans og smásögur
Kennsluaðferð
Námskeið þar sem leiðbeinandi leiðbeinir um skrif og myndlýsingar. Námskeiðið getur verið hvort sem er í gegn um fjarfundabúnað eða í kennslustofu.
Kennslugögn
Tölva, Pappír, vatnslitir, trélitir, blýantar, olíulitir o.s.frv.
Undirbúningur:
Þátttakandi tekur til það sem hann vill nota til að búa til myndir
Undirbúningstími
Einstaklingsbundinn
Ábendingar til undirbúnings
Allir þátttakendur verða að leitast við að vera óhræddir við að prófa nýjar hugmyndir og ætlast ekki eftir fullkomnun.
Tilvísanir og bakgrunnur
Hugmyndin og útfærsla þessa námskeiðs kemur frá listamanninum sem hefur mikla reynslu af kennslu myndlistar og myndlýsingum bóka.
Hæfniviðmið
Í lok þessarar æfingar eiga einstaklingar að hafa fengið þjálfun í að:
- skrifa texta eða setningar,
- endurskrifa og endurteikna eftir samtal um hvað betur mætti fara
- skoða eigin huga og prófa nýjar hugmyndir.
Nánari lýsing í skrefum
- Leiðbeinandi kynnir smásagnagerð fyrir þátttakendum og hvetur þá til að byrja skrifin.
- Þátttakendur skrifar stuttan texta.
- Hver þátttakandi les sinn texta fyrir annan þátttakanda þannig að tveir og tveir vinna saman.
- Hver þátttakandi segir frá hvernig hann myndi myndlýsa texta hins.
- Þátttakendur skrifa smásögu að eigin frumkvæði ásamt myndlýsingu.
- Allir þátttakendur lesa sögu frá öðrum þátttakanda og gagnrýna á uppbyggjandi máta.
- Í lokin eru umræður um hvernig til hefur tekist.
Listamaður
Marta María Jónsdóttir
Vefsíða
martamaria.is
Tenglar
marta.jonsdottir at gmail.com
Upplýsingar um listamanninn og framlag hans
Marta María Jónsdóttir býr og starfar í Reykjavík. Hún hefur lokið framhaldsnámi í hreyfimyndagerð frá London Animation Studio, Dentral Saint Martins College of Ard and Design, í London, MA gráðu í myndlist frá Goldsmiths College. Univerisity of London og lokaprófi í málun frá Myndlista- og Handíðaskóla Íslands þar sem hún fékk viðurkenningu fyrir frábæran árangur. Hún hefur einnig lokið framhaldsnámi í ritlist frá Háskóla Íslands.
Marta Maria býður þeim sem áhuga hafa að hafa samband við hana marta.jonsdottir@gmail.com til að ræða námskeið sem í boði eru eða annað samstarf.
Listgrein
Bókmenntir og myndlist
Tungumál
Enska, Íslenska
Calendar
Announcements
- - There are no announcements -