Skilgreining á sköpunargáfu og þankahríð (DHWB-01-IS)
Þessi æfing fjallar um þankahríð. Þátttakendur eiga fyrst að skoða hug sinn og spyrja sig hvað sköpunargáfa getur þýtt fyrir þá persónulega. Svörin þurfa ekki að vera á alvarlegum nótum því þessi æfing snýst líka um að hafa gaman. Því hugmyndaríkari sem svörin eru því betra. Í lok æfingarinnar ákveða þátttakendurnir hvaða svör, sem þeim datt í hug í byrjun um sköpunarkraftinn, þeir vilja deila með hópnum.
LessÞessi æfing fjallar um þankahríð. Þátttakendur eiga fyrst að skoða hug sinn og spyrja sig hvað sköpunargáfa getur þýtt fyrir þá persónulega. Svörin þurfa ekki að vera á alvarlegum nótum því þessi æfing snýst líka um að hafa gaman. Því hugmyndaríkari sem svörin eru því betra. Í lok æfingarinnar ákveða þátttakendurnir hvaða svör, sem þeim datt í hug í byrjun um sköpunarkraftinn, þeir vilja deila með hópnum.
Þessi æfing fjallar um þankahríð. Þátttakendur eiga fyrst að skoða hug sinn og spyrja sig hvað sköpunargáfa getur þýtt fyrir þá persónulega. Svörin þurfa ekki að vera á alvarlegum nótum því þessi æfing snýst líka um að hafa gaman. Því hugmyndaríkari sem svörin eru því betra. Í lok æfingarinnar ákveða þátttakendurnir hvaða svör, sem þeim datt í hug í byrjun um sköpunarkraftinn, þeir vilja deila með hópnum.
- Áhersla á
- Vilji til að skoða nýja möguleika með opnum huga
- Sjálfsvitund
- Hæfni til að tjá sig
- Þjálfunaraðferð
- Með leiðbeinanda
- Hópastærð
- <10 þátttakendur
- Tími
- Allt að 30 mínútum
- Námsaðstaða
- Augliti til auglitis
- Efla leikni og þekkingu
- Þróun sköpunarkrafts
- Efling seiglu
- Samskiptafærni
- Hæfni/færni
- Hæfileiki til að læra og tileinka sér nýja þekkingu
- Sjálfshvatning og seigla
- Læra af reynslu

Heiti
Skilgreining á sköpunargáfu og þankahríð
Kennsluaðferð
Sjálfstæð æfing fyrir einstakling, hópumræður
Kennslugögn
Pappír og penni
Undirbúningur:
Afslappandi umhverfi þar sem ekki er hætta á truflunum.
Undirbúningstími
5 mínútur
Ábendingar til undirbúnings
Hægt er að nýta vel valdar setningar um sköpunarkraft og setja á áletraða krús, bol eða… (notaðu sköpunargáfuna…)
Tilvísanir og bakgrunnur
Charles Hutchison Clark: Brainstorming: How to Create Successful Ideas. Wilshire Book Company, 1989, ISBN 0-87980-423-8.
Hæfniviðmið
Í lok þessarar æfingar eiga einstaklingar að:
- hafa upplifað sköpunargáfuna á skemmtilegan hátt,
- lært að skapa gleði og fjör og deila því með öðrum.
Nánari lýsing í skrefum
Sköpunargáfa er orð sem notað er í mismunandi samhengi og merkingu (sjáðu til dæmis hugtakið „skapandi bókhald“ sem notað er um fjársvik. Þú getur líka flett þessu upp í handbók verkefnisins). En þú getur líka verið skapandi og leikið þér með þetta orð. Vinsæll leikur er „xxx er… (hér kemur óvænt dæmi um fyrrnefnt)“. Gerðu það sama og gefðu nokkur óvænt eða skemmtileg dæmi um það hvað sköpunargáfa getur verið, sem dæmi: „sköpunargáfa er… að koma fram með nýja afsökun á hverjum degi fyrir því að vera enn að borða óhollan mat sem þér finnst góður…“
- Stig 1: Taktu fram pappírsblað og skriffæri. Þú mátt líka nota upptökutæki ef þú vilt taka upp.
- Stig 2: Slaka á, ef til vill gera afslappandi æfingu.
- Stig 3: Byrjaðu á að skapa skemmtileg dæmi um hvað sköpunargáfa getur verið - dæmin geta verið heimskuleg eða pólitískt ekki rétt, allt í lagi með það. Á stigi 4 má laga hugmyndirnar eða dæmin áður en þú deilir þeim með öðrum, en ekki hindra hugmyndaflæðið hér á þessu stigi.
- Stig 4: Athugaðu hvort þú viljir deila útkomunni hjá þér með öðrum.
Listamaður
Reem Alksiri
Upplýsingar um listamanninn og framlag hans
Reem Alksiri fæddist í Sýrlandi, nam lögfræði með gerðardóm og alþjóðalög sem sérsvið við háskóla í Sýrlandi, Líbanon og Egyptalandi. Hún er með meistaragráðu í alþjóðalögum og vann í Aleppo þar til hún varð að flýja land vegna stríðsins og þá flutti hún til Hollands og er ríkisborgari þar og vinnur einnig í Vín í Austurríki og á netinu við ráðgjöf fyrir konur og fórnarlömb ofbeldis. Hún hefur skrifað margar bækur tengdar faginu sínu en einnig smásögur og ljóð.
Vinnustofur fyrir konur til að byggja upp sköpunargáfu og seiglu.
Tungumál
Enska, Arabíska, Hollenska
Mynd listamanns
Calendar
Announcements
- - There are no announcements -