Leikir til að hita upp (DHWB-02-IS)

Lýsing

Það getur verið verulega snúið að slökkva á daglegri rútínu og reyna að fara í hugarástand þar sem þú  ert móttækilegur, fullur sköpunarkrafts og gleði.  Ef það tekst ekki þá getur það truflað sköpunargáfuna og listsköpunina.Markmið þessarar æfingar erað hita þig upp til að undirbúa þig fyrir listsköpun og/ eða aðrar æfingar. 

Mjög góð verkfæri til þess eru leikir. Við sem erum fullorðin gleymum oft hversu vel leikir geta hjálpað okkur að slaka á og komast í hugarástand sem er móttækilegt fyrir leiki og sköpun. Það sem meira er að tölvuleikir í tölvum og snjallsímum eru mjög vinsælir og hjálpa okkur að slaka á við vissar aðstæður, en þeir takmarka sköpunarkraftinn vegna þess að tölvuleikir leiða okkur áfram í verkefni eða um einhverja ímyndaða staði og við erum meira að bregðast við aðstæðum heldur en að skapa sjálf. Í þjóðfélögum sem eru meira hefðbundin leika börn og reyndar fullorðnir líka sér í miklu meira mæli. Þau halda lífi í leikjum sem hafa veitt fólki gleði í árþúsundir, án a

More  
  • Áhersla á
  • Vilji til að skoða nýja möguleika með opnum huga
  • Hæfni til að tjá sig
  • Þjálfunaraðferð
  • Með leiðbeinanda
  • Hópastærð
  • >10 þátttakendur
  • <10 þátttakendur
  • Tími
  • 31-60 mínútur
  • Námsaðstaða
  • Augliti til auglitis
  • Efla leikni og þekkingu
  • Þróun sköpunarkrafts
  • Efling seiglu
  • Samskiptafærni
  • Hæfni/færni
  • Samskipti
  • Leita lausna
  • Hæfileiki til að læra og tileinka sér nýja þekkingu
  • Sjálfshvatning og seigla
  • Læra af reynslu
CC - Attribution-NonCommercial-ShareAlike

Heiti

Leikir til að hita upp 

Kennsluaðferð

Hitað upp fyrir hópavinnu

Kennslugögn

2 steinar, tréprik u.þ.b. 15 cm, yddað á báðum endum og  70 cm langt prik;

Undirbúningur:

Veldu 3 eða fleiri þátttakendur í hvert lið.  Leggðu tvo steina á gólfið og settu tréprikin ofan á þá og dragðu línu – liðið bíður á bak við línuna.  

Undirbúningstími

Sveigjanlegur, a.m.k. 15 mínútur

Ábendingar til undirbúnings

Þú getur ef til vill einnig prófað hópleiki sem þú manst eftir frá barnæsku þinni. 

Tilvísanir og bakgrunnur

Hér má sjá safn leikja sem belgískur listamaður hefur verið að safna í áratugi, í mörgum löndum og hefur nú opnað á netinu sem og á sýningu í Feneyjum árið 2022; Biennale in Venice.

htthttp://francisalys.com/category/childrens-games/

Einnig er hægt að fá bók með kúrdískum leikjum og helgisiðum hjá höfundinum Baris Seyitvan sem Hinterland listasafnið í Vín gaf út en safnið leggur aðaláherslu á skapandi listgreinar.

Hæfniviðmið

Í lok þessarar æfingar eiga einstaklingar að:

  • skilja að sköpunargáfu má nálgast á auðveldan hátt,
  • skilja hvernig má hita upp fyrir skapandi æfingar,
  • hafa uppgötvað leiki sem jákvæða og skapandi,
  • hafa lært um kúrdíska menningu,
  • hafa lært leiki sem eru ekki einungis fyrir börn heldur einnig fyrir fullorðna.

Nánari lýsing í skrefum

  1. Skipta í tvö lið, hvort lið velur einn sem kastar tréprikunum tveimur eins langt og mögulegt er.
  2. Sá þátttakandi sem kastar lengra byrjar.
  3. Hann setur prikið undir tréprik sem sett var ofaná steinana tvo, kastar því upp og slær það eins og í amerískum hornabolta. Ef honum tekst þetta ekki má hitt liðið reyna.
  4. Hitt liðið á að reyna að grípa prikið. Ef það tekst fær liðið stig og má byrja næst. Liðið verður núna að slá prikið tilbaka að steinunum og fær þrjú slög til þess Þá er langa prikið sett ofan á steinana til að verða slegið. Ef liðið getur tekið prikið niður með því að nota tréprik, þá vinnur það lið þessa umferð.
  5. Ef það tekst hins vegar ekki þá má hitt liðið reyna.

Listamaður

Barış Seyitvan

Upplýsingar um listamanninn og framlag hans

Fæddur 1982 í Diyarbakır, Tyrklandi, mastersprógramm árin 2014 til 2017  við Artuklu háskólann í Mardin, Tyrklandi. Félagsfræðinám árin 2012 til 2014 við Anadolu háskólann í Eskişehir, Tyrklandi, B.A. próf í myndlist við kennaradeild Dicle háskólans í Diyarbakir í Tyrklandi.

Ýmis verkefni og störf meðal annars Aye, Aye hátíðin árið 2012. Fagdómnefnd í Frozen verkefni Exhibition Residency. Workshop í Nancy í Frakklandi. Gestalistamaður í Here as the Center of the World-vinnustofu og sýningu í Dutch listastofnuninni.  Enschede í Hollandi, Prescript, Ada listasafnið í Istanbul í Tyrklandi. Frozen verkefnið á sýningu í Nancy Frakklandi. Sýningin: Hafa hlutir minni? Hub listasafnið í Ankara í Tyrklandi 2014 og Rurality vídeósýning í Mixerart safninu í Istanbul í Tyrklandi. 

 

Listgrein

Sviðslistir

Tungumál

Enska

Mynd listamanns

Calendar

Announcements

  • - There are no announcements -