Sjálfvirk skrif (DHWB-03-IS)

Lýsing

Skapandi skrif eru eins konar hugleiðsla þar sem markmiðið er að skrifa hugsunarlaust hvaðeina sem kemur upp í hugann, án þess að hafa áður hugsað um efni eða stíl.   Hugarflæðið og hugsanirnar sem fæðast þegar þetta er gert koma sköpunargáfunni á skrið. Hér er lagt til að þú prófir einfaldaða gerð af  slíkum skrifum eins og útskýrt er hér á eftir og fylgist með hugmyndum sem spretta fram þegar ekki er reynt að fylgja stýrðu og skipulögðu hugsunarferli.

  • Áhersla á
  • Vilji til að skoða nýja möguleika með opnum huga
  • Sjálfsvitund
  • Hæfni til að tjá sig
  • Þjálfunaraðferð
  • Með leiðbeinanda
  • Efling seiglu
  • Hópastærð
  • Einstaklings
  • Tími
  • 31-60 mínútur
  • Námsaðstaða
  • Augliti til auglitis
  • Á netinu
  • Efla leikni og þekkingu
  • Þróun sköpunarkrafts
  • Efling seiglu
  • Samskiptafærni
  • Hæfni/færni
  • Æðruleysi / tilfinningaleg stjórnun
  • Hæfileiki til að læra og tileinka sér nýja þekkingu
  • Sjálfshvatning og seigla
CC - Attribution-NonCommercial-ShareAlike

Heiti

Sjálfvirk skrif

Kennsluaðferð

Sjálfstæð æfing fyrir einstakling

Kennslugögn

Pappír og penni 

Undirbúningur:

Afslappandi umhverfi þar sem ekki er hætta á truflunum.

Undirbúningstími

um 15 mínútur

Ábendingar til undirbúnings

Það er ekki ráðlagt að gera þessa æfingu ef þú ert undir miklu álagi eða átt við sálræna eða læknisfræðilega erfiðleika að stríða. Hafðu ekki áhyggjur ef ekkert gerist. Þú prófar bara aftur seinna. Þú getur líka prófað að teikna eða mála, eins og súrrealistarnir gerðu. Þessu má ekki rugla saman við dulsálarfræðilegar túlkanir sem gera ráð fyrir að „andi“ frá „öðrum heimi“ noti höndina þína, við eru einungis að tala um þína eigin sköpunargáfu.

Tilvísanir og bakgrunnur

Hugarflæðið og hugsanirnar sem fæðast þegar þetta er gert koma sköpunargáfunni á skrið. Hugmyndin að þessari æfingu kemur frá uppgötvun súrrealísku málaranna sem töluðu um að aðferð sem þeir kölluðu „sjálfvirka teikningu“ gæti losað um undirmeðvitundina og komið sköpunargáfunni á skrið.  Þeir notuðu líka leiki, eins og „exquisite corpse“ þar sem fleiri en einn skrifa eða teikna á sama blað hver á eftir öðrum og blaðið er brotið saman svo menn sjái ekki hvað þeir gerðu sem skrifuðu eða teiknuðu á undan. Freud notaði svipaða tækni sem kallast „frjáls orðtenging“ í sínum meðferðum. 

Sjá nánar https://www.moma.org/learn/moma_learning/themes/surrealism/tapping-the-subconscious-automatism-and-dreams 

Hæfniviðmið

Í lok þessarar æfingar eiga einstaklingar að:

  • geta komið sköpunargáfunni á fulla ferð með því að hætta að reyna að stjórna hugsunum sínum, 
  • átta sig á að það þarf ekki langtímaþjálfun eða dýra tækni til þess að verða skapandi.

Nánari lýsing í skrefum

  • Skref 1: Taktu fram pappírsörk og eitthvað til að skrifa með sem auðvelt er að nota, til dæmis tússpenna. Þú mátt líka nota upptökutæki ef þú vilt taka upp töluð orð. 
  • Skref 2: Slakaðu á, gott er að gera afslöppunaræfingu eða hugleiðslu. 
  • Skref 3: Leyfðu innri rödd þinni, orðunum og hugmyndunum að fljóta frítt og leyfðu hendinni að skrifa niður allt sem kemur upp í hugann, einnig það sem er óskiljanlegt eða óvænt. 

Listamaður

Thomas Wenzel

Upplýsingar um listamanninn og framlag hans

Thomas Wenzel er læknir sem hefur einnig verið virkur í leiklist í mörg ár í tengslum við mannréttindastarf og sálgæslu fólks af ólíkum menningarheimum og hann hefur mikla trú á heilsusamlegum áhrifum sköpunargáfunnar. Hann hefur þjálfun í óhefðbundinni leiklist svo sem kennslu ólíkra hefða í nútímaleikhúsi eins og Acroama, lifandi leikhús, Jerzy Grotowski, Yoshi Oida (aðstoðarmaður Peter Brook) og Dramatic Center skóli fyrir óhefðbundið leikhús í Vín.  Hefur stundað störf í leikhúsum sem leikari, aðstoðarleikstjóri, sviðsmaður, höfundur og leikstjóri í verkefnum eftir Assunta Spissu í Vín, lifandi leikhúsi Armand Gatti og Theaterbrett í Vín.

Ath. Ég er ekki skyldur tónlistarmanninum eða þýska leikaranum sem heita sama nafni.

Vinnustofur í sköpunargáfu og að byggja upp seiglu með áherslu á forvarnir gegn kulnun, minnkun á streitu og gagnkvæmum skilningi milli ólíkra menningarheima. 

Listgrein

Sviðslistir

Tungumál

Enska, Þýska

Mynd listamanns

Calendar

Announcements

  • - There are no announcements -