Skrifaðu þitt eigið kvikmyndahandrit (DHWB-04-IS)

Lýsing

Þessi æfing snýst um  að búa til kvikmyndahandrit. Æfingin fjallar að sjálfsögðu ekki um að fullgera endanlegt handrit sem verður að kvikmynd en meginmarkmiðið er að þú hafir gaman að og leyfir sköpunargáfunni að fá frítt spil. Það þarf að hyggja að mörgu þegar svona handrit er skrifað og hér verður þú leiddur í gegnum ferlið, stig af stigi. 

  • Áhersla á
  • Vilji til að skoða nýja möguleika með opnum huga
  • Hæfni til að tjá sig
  • Daga
  • 1
  • Þjálfunaraðferð
  • Efling seiglu
  • Með leiðbeinanda
  • Hópastærð
  • Einstaklings
  • Tími
  • Meira en 60 mínútur
  • Námsaðstaða
  • Augliti til auglitis
  • Á netinu
  • Efla leikni og þekkingu
  • Þróun sköpunarkrafts
  • Efling seiglu
  • Samskiptafærni
  • Hæfni/færni
  • Samskipti
  • Leita lausna
  • Hæfileiki til að læra og tileinka sér nýja þekkingu
  • Sjálfshvatning og seigla
  • Læra af reynslu
CC - Attribution-NonCommercial-ShareAlike

Heiti

Skrifaðu þitt eigið kvikmyndahandrit

Kennsluaðferð

Sjálfstæð æfing fyrir einstaklinga

Kennslugögn

Pappír, blýantur, útprentun af sýnishorni af handriti

Undirbúningur:

Heppilegt er að lesa nokkur kvikmyndahandrit (hægt að finna á netinu) og horfa aftur á bíómyndir sem þér fannst góðar og skoða betur hvernig upplýsingum er komið á framfæri við áhorfandann (með tónlist, samtali, innra samtali, tækjum o.fl.).

Undirbúningstími

Sveigjanlegur, að minnsta kosti 15 mínútur, eftir því hversu mikið þú hefur undirbúið þig (horft á bíómyndir, lesið handrit).

Ábendingar til undirbúnings

Ræddu bíóhugmyndina þína við vini og byrjaðu með einfalda smásögu. 

Þú getur líka búið til hópæfingu og þið leikið kvikmyndina og takið hana upp með snjallsíma eða einfaldri tökuvél en mundu að klipping á bíómynd er mjög tímafrek og til þess þarf tæki og þjálfun. 

Tilvísanir og bakgrunnur

https://imsdb.com/

Hæfniviðmið

  • skilja að sköpunargáfu má nálgast á auðveldan hátt,
  • skilja að listræn sköpunargáfa getur verið án forms, en flókin listgrein eins og kvikmyndagerð krefst mikillar þjálfunar og vinnu til að geta leyst úr læðingi, stýrt og raungert skapandi hugmyndir,

    Í lok þessarar æfingar eiga einstaklingar að:

  • sjá að hægt er að læra kvikmyndagerð.

Nánari lýsing í skrefum

Hægt er að líta á kvikmynd sem hámark skapandi ferlis. Það krefst tækni og skipulagningar að raungera skapandi hugmyndir, jafnvel þó ekki verði úr því stórmynd í Hollywood sem kostar milljarða að framleiða. Í þessari æfingu færðu að sjá grundvallaráætlun fyrir fyrsta skrefið í að skrifa handrit.  Segðu sjálfum þér sögu sem þig hefur alltaf langað að segja í kvikmynd og vertu ekkert að hugsa um kostnað, tækni og þess háttar, leyfðu bara sköpunargáfunni að ráða ferðinni. Þú hefur ótakmarkað af fjármagni og fullskipað teymi fagmanna til að gera þessa kvikmynd. Síðan skaltu skrifa handritið sem stuttan texta, án samtala, einungis sjálfa söguna. Svo skaltu gera handrit upp úr því og fylgja leiðbeiningunum í æfingunni. Mundu að þessi vinna getur tekið tíma!  Þróaðu sögu eða hugmynd sem þú myndir vilja sjá sem kvikmynd.

  1. Skrifaðu niður sögu sem einfaldan texta, án samtala.
  2. Gerðu handrit úr sögunni og notaðu fyrirmyndir.
  3. Skrifaðu lista yfir persónurnar/hlutverkin í kvikmyndinni.
  4. Skemmtu þér við að ákveða hvaða leikari á að leika hvað hlutverk.
  5. Renndu í gegnum handritið og reyndu að ímynda þér kvikmyndina og aðlagaðu hana þar sem þarf.

Að síðustu skaltu hafa gaman af þessu og ákveða hverja þú ætlar að hafa í draumateyminu þínu; hvaða leikarar munu leika hlutverkin og þú getur fengið hvaða fræga leikara sem er.

Listamaður

Arwa Alshoufi

Upplýsingar um listamanninn og framlag hans

Arwa Alshoufi hlaut menntun sína við tónlistarháskólann í Beirut í Líbanon og við Bruckner háskólann í Linz.

Hann vann önnur „Passion“ verðlaun í Sýrlandi fyrir tónlistarverkið „Hopes Fade“. Arwa Alshoufi er einnig tónskáld og hann hefur samið mörg tónverk svo sem „War“.

Frá árinu 2016 hefur hann verið í samstarfi við samtök arabískra og austurrískra kvenna og hann stofnaði og stjórnar fyrstu austurlensku hljómsveitinni „NAI“ í Austurríki.

Listamaðurinn býður upp á vinnustofur sem rannsaka tónlist, ekki til að æfa fyrir flutning á tónlist

Listgrein

Tónlist

Tungumál

Enska, Þýska

Calendar

Announcements

  • - There are no announcements -