Hin ofurþreyttu (DHWB-05-IS)

Lýsing

Þessi æfing er byggð á leikhúsþjálfun sem gerð var eftir hugmynd frá hinum þekkta leikhúsmanni Vsevolod Emilievich Meyerhold. Þú færð tækifæri til að bregða þér í hlutverk leikara. Hvernig geta leikarar sýnt tilfinningar á sviði á þann hátt að það verði trúverðugt í augum áhorfenda? Breyttu líkamstjáningunni og sjáðu hvaða tilfinningar birtast í kjölfarið. Við munum sýna þér það!

  • Áhersla á
  • Vilji til að skoða nýja möguleika með opnum huga
  • Sjálfsvitund
  • Hæfni til að tjá sig
  • Daga
  • 1
  • Þjálfunaraðferð
  • Efling seiglu
  • Með leiðbeinanda
  • Hópastærð
  • Einstaklings
  • Tími
  • Allt að 30 mínútum
  • Námsaðstaða
  • Augliti til auglitis
  • Á netinu
  • Efla leikni og þekkingu
  • Þróun sköpunarkrafts
  • Efling seiglu
  • Samskiptafærni
  • Hæfni/færni
  • Æðruleysi / tilfinningaleg stjórnun
  • Hæfileiki til að læra og tileinka sér nýja þekkingu
  • Sjálfshvatning og seigla
CC - Attribution-NonCommercial-ShareAlike

Heiti

Hin ofurþreyttu

Kennsluaðferð

Sjálfstæð æfing fyrir einstakling

Kennslugögn

Engin

Undirbúningur:

  • Hvað þarf að undirbúa áður en hafist er handa?

  • Svæði til að geta hreyft sig og ró; slökkva á símum o.s.frv.

  • Nota eigin einbeitingu eða undirbúningsæfingar eða eina æfingu af heimasíðu okkar fyrir einbeitingu og til að undirbúa líkamann.

Undirbúningstími

um 15 mínútur

Ábendingar til undirbúnings

Taktu videó af þér til að geta séð hvernig þú gerir og ekki fara hjá þér, sérstaklega ef þetta er fyrsta skipti sem þú prófar æfingar í leiklist.  s

Tilvísanir og bakgrunnur

Þessi æfing á uppruna sinn í vinnu sem við gerðum þegar við vorum að nota hugtök frá hinum mikla leikhúsfrumkvöðli Wsewolod Emiljewitsch Meyerhold, sem hafði búið til módel til að þjálfa bæði atvinnuleikara og áhugamannaleikara.Hann hafði mikil áhrif á nútímaleikhús áður en hann varð fórnarlamb Stalíns. Hann trúði því að hægt væri að setja af stað tilfinningalegt ferli með líkamsæfingum sem tengjast viðeigandi tilfinningum. Líkamlegar hreyfingar og líkamsstöður geta táknað tilfinningar og samskipti, og hægt er að nota þær í stórum sýningum þar sem þær eru svo greinilegar að hægt er að sjá þær þó menn séu „í mikilli fjarlægð“.  Við trúum því að æfingar hans megi líka nota til að upplifa eina leið til að auka nálægð við líkamann og upplifa hann á leikrænan hátt. Hér er ein æfing sem er tekin frá Meyerhold en einfölduð til að kveikja áhuga. 

Í minningu hins mikla leikara úr „Lifandi leikhúss“ Stephen Schulberg sem var duglegur við að vekja athygli á Meyerhold og hans hugmyndum.

Jörg Bochow: Das Theater Meyerholds und die Biomechanik, Berlin: Alexander 2005. ISBN 978-3895810077

Hæfniviðmið

Í lok þessarar æfingar eiga einstaklingar að:

  • upplifa líkama sinn á annan hátt og uppgötva hvernig má nota hann í leiklist,
  • átta sig á að það þarf ekki langtíma þjálfun eða dýra tækni til þess að verða skapandi

Nánari lýsing í skrefum

  • Skref 1: Upphitunaræfing: Æfing með einbeitingar- eða teygjuæfingu sem þú kannt eða leita að  æfingu á netinu. 
  • Skref 2: Standa upprétt og ímynda þér að þú hangir á króki, líkaminn, höfuðið, armar og fótleggir hanga niður algerlega kraftlaus, hreyfðu þig eins og þú gerir þegar þú hangir, dragandi fæturna.
  • Skref 3: Ímyndaðu þér hvernig þú myndir líta út á sviði þegar þú gerir þetta.

Listamaður

Thomas Wenzel

Upplýsingar um listamanninn og framlag hans

Thomas Wenzel er læknir sem hefur einnig verið virkur í leiklist í mörg ár í tengslum við mannréttindastarf, sálgæslu fólks af ólíkum menningarheimum og hann hefur mikla trú á heilsusamlegum áhrifum sköpunargáfunnar. Hann býður upp á þjálfun í óhefðbundinni leiklist svo sem kennslu ólíkra hefða í nútímaleikhúsi eins og meðlimir Acroama, lifandi leikhúsið, Jerzy Grotowski, Yoshi Oida (aðstoðarmaður Peter Brook) og „Dramatic Center“ skóli fyrir óhefðbundið leikhús í Vín. Hann hefur starfað í leikhúsum sem leikari, aðstoðarleikstjóri, sviðsmaður, höfundur og leikstjóri í verkefnum eftir Assunta Spissu í Vín, lifandi leikhússfólk Armand Gatti og Theaterbrett í Vín.

Ath. Ég er ekki skyldur tónlistarmanninum eða þýska leikaranum sem heita sama nafni. 

Listgrein

Performing arts

Tungumál

Enska, Þýska

Mynd listamanns

Calendar

Announcements

  • - There are no announcements -