Fjölbreytilegar grímur (DHWB-06-IS)

Lýsing

Í þessari æfingu færð þú tækifæri til að prófa einfaldar æfingar og nota hversdagshluti til að skapa eitthvað og gera eitthvað skemmtilegt á sama tíma.  

  • Áhersla á
  • Vilji til að skoða nýja möguleika með opnum huga
  • Þrautseigja /úthald
  • Hæfni til að tjá sig
  • Daga
  • 1
  • Þjálfunaraðferð
  • Með leiðbeinanda
  • Efling seiglu
  • Hópastærð
  • Einstaklings
  • Tími
  • 31-60 mínútur
  • Námsaðstaða
  • Augliti til auglitis
  • Efla leikni og þekkingu
  • Þróun sköpunarkrafts
  • Efling seiglu
  • Hæfni/færni
  • Samskipti
  • Æðruleysi / tilfinningaleg stjórnun
  • Hæfileiki til að læra og tileinka sér nýja þekkingu
  • Sjálfshvatning og seigla
CC - Attribution-NonCommercial-ShareAlike

Heiti

Fjölbreytilegar grímur

Kennsluaðferð

Sjálfstæð æfing fyrir einstaklinga

Kennslugögn

  • COVID andlitsgrímur (ónotaðar umframbirgðir eða skurðlæknagrímur) úr pappír eða svipuðu efni.
  • Litir sem festast á mismunandi yfirborð á grímum með pensli eða spreyjað.

Undirbúningur:

Safnaðu kennslugögnunum sem minnst er á hér að framan og fáðu kennslustofu þar sem gott rými er til að hreyfa sig.  

Undirbúningstími

Um 15 mínútur

Ábendingar til undirbúnings

Að hverju þurfa leiðbeinendur að huga? Ekki nota andlitsgrímur ef skortur er á þeim, nota þá eitthvað annað sambærilegt.  Einnig hafa í huga að vörnin í grímunum glatast við það að bleyta þær eða eiga við þær á annan hátt. Ekki nota grímur sem geta borið vírus, notaðu ónotaðar grímur, en ekki of margar og ekki nota grímurnar sem smitvörn eftir að hafa notað þær í þessari æfingu. Ef þú ferð út, taktu mið af smitreglum á staðnum. 

Tilvísanir og bakgrunnur

Skynfæri okkar slappast þegar við tengjum sömu óspennandi eða jafnvel pirrandi merkinguna við flesta hluti í umhverfi okkar.En ef við breytum hugmyndum okkar og sjáum algerlega nýtt og óvenjulegt notagildi eða merkingu í þessum hlutum þá getur það örvað sköpunargáfu okkar og komið af stað ferli sem gefur okkur nýja sýn á hversdagslífið. 

Hæfniviðmið

Í lok þessarar æfingar eiga einstaklingar að:

  • sjá umhverfi sitt með nýjum augum sem leiksvæði fyrir sköpunargáfu og möguleika á nýju notagildi hluta sem þeir annars myndu fleygja,
  • átta sig á að það þarf ekki langtíma þjálfun eða dýra tækni til þess að verða skapandi

Nánari lýsing í skrefum

Skref 1: Veldu grímu eða svipaðan hlut og fylgdu leiðbeiningunum.

Skref 2: Málaðu hana eftir þínu höfði.

Skref 3: Settu hana á þig og taktu mynd af þér (ef þetta er hópur, taktu mynd af þér með öllum í hópnum sem einnig eru með grímu).

Skref 4: Skynjaðu hvernig sýn þín breytist þegar þú setur á þig grímuna (eða prófar hana á leikfangabangsa eða öðru sem þú hefur með þér…).

Skref 5: Byrjaðu að leika lítið leikrit með persónunni sem þér finnst þú vera með grímuna.

Listamaður

Nawar Al Nasser

Vefsíða

https://www.behance.net/nawarnasser

Upplýsingar um listamanninn og framlag hans

Digital artist & illustrator
Amsterdam📍🌏
Art is not what you see, but what you make others see.

Tungumál

Enska

Mynd listamanns

Calendar

Announcements

  • - There are no announcements -