Finna hlut (DHWB-08-IS)

Lýsing

Á fyrstu árum súrrealismans uppgötvuðu listamenn aðferðina „objet trouve“ þegar fundin er hlutur og hann álitinn vera list ef hann er settur í samhengi við listræna sýn eða umhverfi, oft með minniháttar breytingum eða hann er samsettur á óvenjulegan hátt. Hér gefst tækifæri til að prófa æfingu sem getur verið mjög skemmtileg; að vera skapandi á súrrealískan hátt.

  • Áhersla á
  • Vilji til að skoða nýja möguleika með opnum huga
  • Hæfni til að tjá sig
  • Daga
  • 1
  • Þjálfunaraðferð
  • Með leiðbeinanda
  • Efling seiglu
  • Hópastærð
  • Einstaklings
  • >10 þátttakendur
  • <10 þátttakendur
  • Tími
  • 31-60 mínútur
  • Námsaðstaða
  • Augliti til auglitis
  • Á netinu
  • Efla leikni og þekkingu
  • Þróun sköpunarkrafts
  • Efling seiglu
  • Samskiptafærni
  • Hæfni/færni
  • Hæfileiki til að læra og tileinka sér nýja þekkingu
CC - Attribution-NonCommercial-ShareAlike

Heiti

Finna hlut

Kennsluaðferð

Sjálfstæð æfing fyrir einstakling

Kennslugögn

  • Svæði á heimili þínu til að halda sýningu

  • Hlutir sem þú finnur og vilt nota

Undirbúningur:

  • Svæði á heimili þínu til að halda sýningu er undirbúið
  • Þú getur skoðað bók um Dada eða súrrealisma, Man Ray eða Marcel Duchamp til að skilja hugmyndina betur.

Undirbúningstími

um 15 mínútur, fer eftir plássi heima

Ábendingar til undirbúnings

Ekki taka hluti sem tilheyra einhverjum öðrum án þess að spyrja, eða sem ekki má taka. Ruslið getur verið góður staður til að leita að hlutum.

Tilvísanir og bakgrunnur

Marcel Duchamp er talinn fyrstur að koma með þessa hugmynd en margir hafa komið á eftir honum og í dag eru margir listamenn eins og til dæmis Ai Wei Wei sem hafa tekið upp þessa aðferð. 

Bicycle Wheel by Marcel Duchamp, 1913; Daderot, Public domain, via Wikimedia Commons, see https://artincontext.org/found-object-art/

Merriam-Webster orðabókin skýrir „objet trouve“ á eftirfarandi hátt: „Náttúrulegur hlutur eða hlutur sem hefur verið fleygt sem einhver finnur af tilviljun og finnst hluturinn hafa fagurfræðilegt gildi, hlutur eins og rekaviður, skel eða eitthvað gert af manna höndum sem er metið eins og fagurfræðilegur hlutur sem veitir ánægju.“  Í þessari æfingu býðst þér að hafa gaman að þessari hugmynd – að ganga um heimilið þitt eða á öðrum stað og tína upp hluti sem þér finnst passa inn í skilgreininguna hér að ofan og safna þessum hlutum í eigið súrrealistíska safn sem þú útbýrð heima og þú gefur hlutnum frumlegt nafn.

https://www.merriam-webster.com/dictionary/objet%20trouv%C3%A9

Hæfniviðmið

Í lok þessarar æfingar eiga einstaklingar að:

  • sjá umhverfi sitt með nýjum augum sem leiksvæði fyrir sköpunargáfu,
  • átta sig á að það þarf ekki langtímaþjálfun eða dýran tæknibúnað til þess að verða skapandi.

Nánari lýsing í skrefum

  1. Búðu til safn eða sýningarsvæði heima hjá þér.
  2. Gakktu um heima hjá þér eða fyrir utan og sjáðu hvaða hluti þú finnur, taktu þá með þér (auðvitað bara það sem þú veist að þú mátt taka eða getur keypt ódýrt)
  3. „Hresstu upp á“ hlutina eða settu þá saman á óvenjulegan eða óvæntan hátt.
  4. Settu hlutina í safnið þitt, ef til vill með frumlegu eða fyndnu heiti. 

Listamaður

Samer Aleid

Upplýsingar um listamanninn og framlag hans

  1. Ég var með mína fyrstu einkalistsýningu í Damaskus árið 2000.
  2. Ég tók þátt í þremur samsýningum á árunum 2002 til 2005.
  3. Ég var með í sýningu um höggmyndalist í Damaskus árið 2010.
  4. Fyrsta einkasýningin mín í Þýskalandi var í Stuttgart árið 2016.
  5. Samsýning í Bochum árið 2018.

Kennsla á grundvallaratriðum málaralistar. Ég nota stein, marmara og sápu við mótun og listsköpun mína. Ég get haldið námskeið um hvernig má nota rusl til að búa til listaverk

Listgrein

Myndlist

Tungumál

Enska, Þýska

Mynd listamanns

Calendar

Announcements

  • - There are no announcements -