Skoðaðu umhverfi þitt (DHWB-09-IS)

Lýsing

Þessi æfing felur í sér að vera forvitinn um nágrenni sitt og fara í könnunarleiðangur með myndavél eða snjallsíma. Það skiptir ekki máli hvort þú ert nýkominn á staðinn, hefur dvalið á staðnum í nokkra daga eða lifað þar alla ævi.  Æfingin snýst um að vera forvitinn og athugull og (endur-)uppgötva spennandi og hugsanlega nýja hluti.

Ímyndaðu þér að þú hafir verið að koma til nýrrar borgar / lands / hverfis. Þá þarf maður að læra á nánasta umhverfi sitt. Taktu bara snjallsímann þinn og farðu í göngutúr á nýja staðnum. Taktu myndir af umhverfinu þínu, finndu út hvernig hverfið þitt lítur út. Taktu þér góðan tíma og komdu svo aftur í hópinn til að sýna hinum hvað þú upplifðir. Útbúðu kort af nýja heimilinu þínu!

  • Áhersla á
  • Vilji til að skoða nýja möguleika með opnum huga
  • Sjálfsvitund
  • Hæfni til að tjá sig
  • Þjálfunaraðferð
  • Með leiðbeinanda
  • Efling seiglu
  • Hópastærð
  • Einstaklings
  • <10 þátttakendur
  • Tími
  • 31-60 mínútur
  • Meira en 60 mínútur
  • Námsaðstaða
  • Augliti til auglitis
  • Á netinu
  • Efla leikni og þekkingu
  • Þróun sköpunarkrafts
  • Samskiptafærni
  • Hæfni/færni
  • Samskipti
  • Hæfileiki til að læra og tileinka sér nýja þekkingu
  • Læra af reynslu
CC - Attribution-NonCommercial-ShareAlike

Heiti

Skoðaðu umhverfi  þitt

Kennsluaðferð

Þátttakendur verða að fara í göngutúr, einstaklingsvinna eða hópavinna.

Kennslugögn

  • Myndavél eða bara snjallsími
  • Prentari og /eða staður þar sem hver þátttakandi getur prentað út fimm myndir.

Undirbúningur:

  • Allir þurfa að hafa snjallsíma eða myndavél
  • Aðstaða til að prenta út
  • Það má gjarnan vera einhver staður þar sem hægt er að hengja myndirnar upp til að sýna þær almenningi

Ábendingar til undirbúnings

Leiðbeinendur: Kannski er gott að gera æfinguna á undan líka.

Reyndu að læra á nágrennið þitt, sjá hvað „linsan“ þín grípur; hvað er nýtt / mikilvægt / breytt o.s.frv. í þínum augum.

Gaman væri að bjóða upp á sýningu fyrir þátttakendurna. Þá geta þeir sýnt hver öðrum og almenningi myndirnar sínar (og það sem þeir „uppgötvuðu“). Nágrannar sem koma og skoða sýninguna fá aðra sýn á umhverfi sitt… og allir fá tækifæri til að hittast og spjalla.

Hæfniviðmið

Í lok þessarar æfingar eiga einstaklingar að:

  • hafa kynnst betur umhverfi sínu,
  • sjá hluti á nýjan hátt,
  • geta verið í sambandi við fólk með aðstoð linsunnar,
  • geta prófað að koma auga á það sem er mikilvægt.

Nánari lýsing í skrefum

Farðu með snjallsímann þinn (eða myndavél) í göngutúr í nýja umhverfinu þínu. Taktu þér tíma til að ganga um og taka myndir af myndefni sem veitir þér innblástur, hræðir þig eða vekur áhuga þinn. 

              Skref  1: Veldu fimm bestu myndirnar þínar og prentaðu þær út. Farðu til hópsins þíns og segðu frá myndunum þínum og upplifununum.

              Skref 2: Myndirnar má hengja á veggina og ef til vill hafa sýningu fyrir almenning – þannig hittist fólk, spjallar og lærir hvert af öðru. Útbúðu kort af nýja heimilinu þínu!

Listamaður

Gudrun Wallenböck

Upplýsingar um listamanninn og framlag hans

Ég er arkitekt og stjórnandi í menningargeiranum. Ég stýri óhagnaðardrifnu listasafni í Vín þar sem ég reyni að nota listina til að tengja saman mismunandi menningarheima. Listin getur verið verkfæri til að skapa samtal. Ég reyni að þróa sýningar; ég býð upp á  þjálfun sem nær yfir menningarheima og einnig ráðgjöf fyrir alþjóðlega vinnu í listum.

Listgrein

Sviðslistir, sjónlistir

Tungumál

Enska,  Þýska

Mynd listamanns

Calendar

Announcements

  • - There are no announcements -