Japönsk blekgerð (DHWB-10-IS)
Til að búa til blek fyrir japanska skrautskrift (Sho-do = the way of writing) á að nudda blekstöng rólega og laust á þar til gerðum nuddsteini. Gerðu nuddsteininn tilbúinn með því að hella nokkrum dropum af vatni á flata svæðið ofan á honum. Svona blekgerð er ekki einungis til að gera blekið tilbúið til notkunar heldur einnig til að róa hugann og finna notalegan ilminn af blekinu og mjúkt hljóðið þegar blekstönginni er nuddað á steininn. Ró og friður færist yfir hugann við að hugleiða um litinn, burstann sem skrifað verður með og pappírinn.
LessTil að búa til blek fyrir japanska skrautskrift (Sho-do = the way of writing) á að nudda blekstöng rólega og laust á þar til gerðum nuddsteini. Gerðu nuddsteininn tilbúinn með því að hella nokkrum dropum af vatni á flata svæðið ofan á honum. Svona blekgerð er ekki einungis til að gera blekið tilbúið til notkunar heldur einnig til að róa hugann og finna notalegan ilminn af blekinu og mjúkt hljóðið þegar blekstönginni er nuddað á steininn. Ró og friður færist yfir hugann við að hugleiða um litinn, burstann sem skrifað verður með og pappírinn.
Til að búa til blek fyrir japanska skrautskrift (Sho-do = the way of writing) á að nudda blekstöng rólega og laust á þar til gerðum nuddsteini. Gerðu nuddsteininn tilbúinn með því að hella nokkrum dropum af vatni á flata svæðið ofan á honum. Svona blekgerð er ekki einungis til að gera blekið tilbúið til notkunar heldur einnig til að róa hugann og finna notalegan ilminn af blekinu og mjúkt hljóðið þegar blekstönginni er nuddað á steininn. Ró og friður færist yfir hugann við að hugleiða um litinn, burstann sem skrifað verður með og pappírinn.
- Áhersla á
- Sjálfsvitund
- Þjálfunaraðferð
- Efling seiglu
- Með leiðbeinanda
- Hópastærð
- Einstaklings
- Tími
- Allt að 30 mínútum
- Námsaðstaða
- Augliti til auglitis
- Á netinu
- Efla leikni og þekkingu
- Þróun sköpunarkrafts
- Hæfni/færni
- Æðruleysi / tilfinningaleg stjórnun
- Sjálfshvatning og seigla

Heiti
Japönsk blekgerð
Kennsluaðferð
Einstaklingsvinna
Kennslugögn
Undirbúningur:
Gætið vel að því að hafa tiltæk föt sem mega óhreinkast og yfirbreiðslur á borð og gólf því það er mjög erfitt að ná blekinu úr ef það slettist á hluti. Einnig er mikilvægt að hafa ró á staðnum og ótruflað umhverfi.
Undirbúningstími
5 minutes
Ábendingar til undirbúnings
Gætið vel að því að hafa tiltæk föt sem mega óhreinkast og yfirbreiðslur á borð og gólf því það er mjög erfitt að ná blekinu úr ef það slettist á hluti. Einnig er mikilvægt að hafa ró á staðnum og ótruflað umhverfi.
Tilvísanir og bakgrunnur
Í Japan og mörgum öðrum Asíulöndum er gömul hefð að vinna og skapa með bleki og það er talið merki um menningarlega iðju sem jafnvel hermenn stunda. Það er einnig álitið eins konar hugleiðsla, að opna hugann og leyfa sköpunargáfunni að njóta sín. Í þessari gerð skrautskriftar er hver bókstafur listaverk út af fyrir sig, oft eins og ljóð og frjó túlkun sem endurspeglar hugsanir og kunnáttu þess sem skrifar. Reyndir listamenn fá titilinn „lifandi þjóðargersemi“ í Japan og það sýnir hversu mikil virðing er borin fyrir þessari gömlu hefð og kunnáttu listamannanna. Í þessari æfingu er fyrst og fremst verið að leggja áherslu á sköpunargáfuna og ekki á menningarlega kunnáttu.
Hæfniviðmið
Í lok þessarar æfingar eiga einstaklingar að:
- hafa upplifað djúpa einbeitingu,
- finna innri ró eða hugleiðsluástand sem kemur af stað sköpunarferli.
Nánari lýsing í skrefum
Til að gera blekið tilbúið fyrir japanska skrautskrift verður að nudda blekstöng rólega og ofurlaust á þar til gerðum nuddsteini. Gerðu nuddsteininn tilbúinn með því að hella nokkrum dropum af 20°C heitu vatni á flata svæðið ofan á honum. Hæfilegt magn vatnsins er flötur sem er um það bil eins og mynt að stærð. Byrjaðu að nudda blekstöngina rólega í vatninu. Hægt er að slaka á og nudda rólega í hringi. Bættu smátt og smátt við vatni þegar blekið þykknar. Þú stýrir þykkt bleksins með magninu af vatni sem þú lætur á nuddsteininn. Láttu þykktina á blekinu stjórnast af myndinni sem þú ætlar að teikna. Hafðu ekki áhyggjur af því þó blek renni niður í holu á steininum og endurtaktu ferlið þar til þú ert kominn með nóg blek fyrir það sem þú ætlar að gera. India-blek er viðkvæmt fyrir veðri. Hafðu í huga hvert hitastigið er ef þú nuddar blek að sumri til. Á veturna hinsvegar er erfiðara að nudda blek því nuddsteinninn verður kaldur.
Hitastigið á vatninu skiptir líka máli. Bindiefnið sem er í blekstönginni harðnar ef hitastigið fer niður fyrir 18 gráður. Það þýðir að ef þú setur kalt vatn á nuddsteininn þá kemur ekkert blek. Hafðu hitastigið á vatninu alltaf yfir 20°C.
Sagt er að besta leiðin til að fá sannan lit á blekið sé að nota ferskt vatn og að nudda blekstöngina svo rólega og létt að þyngdin á blekstönginni ráði styrk snertingarinnar við nuddsteininn.
Að nudda blek er ekki einungis til að gera það tilbúið til notkunar heldur einnig til að róa hugann og finna notalegan ilminn af blekinu og mjúkt hljóðið þegar blekstönginni er nuddað á steininum. Ró og friður færist yfir hugann við að hugleiða um litinn, burstann sem skrifað verður með og pappírinn.
Gamlar sagnir segja að besta blekið fáist með því að láta veika eða veikburða manneskju eða unga stúlku nudda blekið. Einnig er sagt: „Nota á þyngd blekstangarinnar til að nudda blek“. Það er mikilvægt að nudda blekið og njóta snertingarinnar á blekinu við nuddsteininn, án nokkurs átaks. Til að fá fallegan lit á blekið ætti að nudda svo lengi að allar agnir í blekinu verði örfínar.
Gættu þess að nudda blekið af mikilli þolinmæði og án nokkurrar áreynslu.
Gæði bleksins fer algerlega eftir því hvernig það er nuddað. Samspil blekstangarinnar og nuddsteinsins hefur einnig áhrif á gæði bleksins. Reyndu því að finna þennan hárfína mun á meðan þú ert að nudda blekið. Blek í föstu formi er búið til með því að blanda kolefnissambandi með olíu og bindiefni, en nýgert blek þykir klístrað og liturinn gruggugur. Hin sönnu gæði bleksins koma ekki fullkomlega í ljós fyrr en nokkrum árum eða áratugum eftir að það hefur verið búið til. Liturinn á gömlu bleki er ólýsanlega fallegur. Liturinn á bleki er mismunandi eftir því hvers konar olía var notuð. Sagt er að blekið glansi í sjö litum.
Listamaður
HANA USUI
Vefsíða
Upplýsingar um listamanninn og framlag hans
Hana Usui (*1974 Tókíó) lærði listasögu við Waseda University og skrautskrift í Tókíó. Árið 1999 hætti hún að skrifa að hætti Japana (sho-do) og jafnframt dró hún sig út úr öllum skriftum og hefur síðan þá helgað sig sjónlistum. Abstrakt teikningar hennar eru gerðar með hvítri eða svartri olíumálningu eða ljósmyndir. Frá árinu 2014 hefur hún notað listrænan bakgrunn sinn og reynslu til að tjá sig um óréttlæti tengt umhverfismálum, stjórnmálum og samfélagsmálum og hefur látið til sín taka í fjölmiðlum og víðar. Sýningar sem hún hefur haldið eða tekið þátt í (hér eru aðeins nokkrar nefndar): Fukushima – 10 árum seinna, Listavikan í Berlín og í Vín (2021); Japan Unlimited, frei_raum Q21 / MuseumsQuartier Vín (2019); Show me your Wound, Dom Museum, Vín (2018-19); The Esprit of Gestures, The National Museum, Berlín (2010); Sensai, Residenzgalerie Salzburg (2009); Works on Paper, Manggha Museum of Japanese Art and Technology, Kraká (einkasýning 2009). Söfn(hér eru aðeins nokkur nefnd): Albertina Vín, Dresden State Art Collections, Graphic Collection of the Academy of Fine Arts Vín, Kunsthalle Bremen, Museum Kunstpalast Düsseldorf, Museum für Neue Kunst Freiburg, Museum der Moderne Salzburg, Manggha Museum of Japanese Art and Technology Kraká, Otto Mauer Contemporary Vín, The National Museums in Berlin, and Wien Museum.
Listgrein
Sjónlistir
Tungumál
Þýska, Japanska
Calendar
Announcements
- - There are no announcements -