Lífsins draumar og þrár (BLICK-11-IS)

Lýsing

Þátttakendur eru spurðir ákveðinna spurninga og þeir eru beðnir um að  ímynda sér þrjár gleðiríkar stundir í framtíð þeirra. Eftir að því hefur verið lýst af nákvæmni hvað þátttakendur sáu teikna þeir mynd á svokallað óskaspjald. Markmiðið með þessari æfingu er að ná til undirvitundarinnar sem ekki væri hægt með því einu að líta til baka.

  • Áhersla á
  • Vilji til að skoða nýja möguleika með opnum huga
  • Hæfni til að tjá sig
  • Þjálfunaraðferð
  • Með leiðbeinanda
  • Hópastærð
  • >10 þátttakendur
  • Tími
  • Meira en 60 mínútur
  • Efla leikni og þekkingu
  • Þróun sköpunarkrafts
  • Hæfni/færni
  • Hæfileiki til að læra og tileinka sér nýja þekkingu
  • Sjálfshvatning og seigla
CC - Attribution-NonCommercial-ShareAlike

Heiti

Lífsins draumar og þrár

Kennsluaðferð

Einstaklings og paravinna

Kennslugögn

  • Pennar og/eða litir til að búa til teikningu eða mála mynd

  • Blöð og  annað sem þarf til að búa til myndverk

Undirbúningur:

Borðum er komið þannig fyrir að allir þátttakendur hafi nægilegt rými.

Undirbúningstími

15 mínútur.

Ábendingar til undirbúnings

Það þarf ákveðið hugrekki til að til að sýna eigin verk og getur fyrir suma verið nokkuð yfirþyrmandi. Því er mikilvægt að koma fram af virðingu og passa að gagnrýna ekki verk þátttakenda. Gagnrýni getur skapað andrúmsloft þar sem einn getur meira en annar og því ber að forðast hana. Markmið æfingarinnar er að víkka sjóndeildarhring þeirra sem taka þátt á þeirra einstaka og persónulega hátt.

Tilvísanir og bakgrunnur

Að sjá fyrir sér jákvæða framtíðarsýn er eiginlegt öllum. Allir geta sett sér langtíma markmið sem auðvitað geta breyst eftir því sem tíminn líður. Í ráðgjöf  bæði sálfræðilegri og annarri hefur verið tilhneiging til að líta á vandamál einstaklinga í stað þess að aðstoða einstaklinga við að móta framtíðarsýn sína og líta til lausna frekar en vandamála.

Oft er leitað til þess sem kallað hefur verið hugarmyndir (inner Images) í ráðgjöf og meðferðum. Oft snýst hugsun einstaklinga að vandamálum sem verið er að glíma við. En hugarmyndir geta hjálpað við að hugsa jákvætt og veita vellíðan sem er mikilvægt í þessu samhengi.

  • Heiko Ernst, Innenwelten, 2011, Klett-Cotta
  • David Servan-Schreiber, Die Neue Medizin der Emotionen, 2006, Goldmann Verlag
  • Simonton/S.M. Simonton/J. Creighton, Wieder gesund werden, 1982, Rowohlt Verlag

Hæfniviðmið

Í lok þessarar æfingar eiga einstaklingar að hafa fengið þjálfun í að:

  • hugsa stórt! Að sjá fram úr hamlandi hugsunum og veruleikanum eins og hann er,
  • geta mótað ímynd af veruleika með hugsunum, óskum og trúnni á að geta,
  • þroska með sér skapandi leið til sjálfstjáningar,
  • styrkja sig með því að þjálfa með sér að vera skapandi,
  • kanna nýjar leiðir til að tjá sig og kynna fyrir öðrum,
  • styrkja eigin persónuleika.

Nánari lýsing í skrefum

1.

Leiðbeinandinn byrjar á því að útskýra að æfingin fjalli um að nýta ímyndunaraflið og að því séu engin takmörk sett. Lögð er áhersla á að öll sköpun byrji á hugmynd, hugsun, draumi….

Stóru markmið lífsins ættu að vera þau að fá uppfyllt drauma sína. Að láta sig dreyma um eitthvað stórt er ekki flótti frá raunveruleikanum heldur staðfesting á því sem einstaklingur þráir heitast af öllu. Draumar eru því forstig þess að láta eitthvað verða að veruleika.

2.

Leiðbeinandinn leggur áherslu á að einstaklingarnir slaki vel á og finni sig í öruggum höndum. Allir draga djúpt að sér andann nokkrum sinnum og gæta þess að vera í núinu. Þá hefst hin eiginlega ferð í átt að draumum hvers og eins sem má segja að liggi á bili þess raunverulega og óraunverulega á milli meðvitundar og þess ómeðvitaða. Það má hugsa sér að það sé eins og að sitja á skýi þar sem samin er lýsing á næstu þremur lífum einstaklingsins. Áherslan er ekki einvörðungu á hvað viðkomandi vill eignast, heldur hvernig líðan verður og hvað viltu með þessum þremur lífum. Hvað er hamingja, fyrir mér?

  • Hvernig myndi ég vilja sjá líf mín þrjú sem framundan, núna þegar ég hef tækifæri til að ákveða hvernig þau verða?
  • Mér eru engin takmörk sett.
  • Ég get búið til hvað sem er, uppfyllt mína dýpstu óskir.
  • Ég þarf ekki að hugsa um hindranir eða hið óyfirstíganlega.
  • Ég er fullkomlega frjáls.

 

  • Hvað geri ég í þessum ímynduðu lífum?
  • Hvar er ég?
  • Hvaða fólk er í lífi mínu og hverja umgengst ég?
  • Hvað er það við þessi líf sem gerir mig hamingusama/nn ...?

 

Einstaklingarnir móta sögu þessara þriggja ímynduðu lífa á blað. Það er í lagi að greina frá einstökum atriðum af nákvæmni.

 

3.

Einstaklingarnir finna sér félaga og þeir skiptast á því að segja hvernig líf þeir hafa ímyndað sér. Með því að segja frá og hlusta kemur fram í huga þeirra skýrari mynd af því „hvað er hamingja“ í þessum hugmyndum þeirra. Hver og einn er beðinn um að skilgreina eitthvað þrennt sem þeir telja til hamingju og skrifa það niður á blað.

(t.d. frelsi, víðátta, upplifun, fjölbreytt líf, að vera á eyðieyju, samræmi, rólegt líf, …)

 

4.

Þegar einstaklingar hafa séð fyrir sér drauma sína teikna þeir eða klippa út myndir af því sem þeir telja til drauma sinna á blað eða í skissubók.

Þessi vinna stendur yfir í að minnsta kosti klukkustund. Bent er á að líka má skrifa orð eða setningar á myndirnar.

5.

Hver og einn kynnir sitt verk. Ef beðið er um umfjöllun er það velkomið. Hver mynd getur verið innblástur til annarra. Fagnað er öllum fjölbreytileika.

6.

Samantekt þar sem spurt er eftirfarandi spurninga:

  • Hvað af þessu hef ég nú þegar í lífi mínu?
  • Hvernig get ég smám saman komið einhverju af draumum mínum inn í líf mitt?
  • Hver er leiðin að lífi drauma minna?
  • Hverju get ég mögulega breytt til þess að líf mitt verði líkara lífi drauma minna?

Öllum er enn gefinn möguleiki á að tjá sig um hvað þeir vilja taka með sér úr æfingunni.

Að lokum er skipst á heillaóskum og þátttakendum er þakkað fyrir þátttökuna.

Listamaður

Christine Kaufmann

Vefsíða

www.christine-kaufmann-art.coms

 

Tenglar

Instagram: christine_kaufmann_art

Upplýsingar um listamanninn og framlag hans

Christine Kaufmann er geðlæknir, markþjálfi og listamaður sem hefur hlotið þjálfun í dans/greiningar meðferð. Hún hefur aðstoðað einstaklinga við að ná betri tökum á einbeitingu og því að lifa í núinu með áherslu á sköpun í meira en 30 ár. Hún starfar bæði með einstaklingum og hópum. Hún hefur verið í samstarfi við ýmsa aðila á sviði kennslu, heilbrigðis og félagsmála í Vínarborg. Hún hefur einnig kennt kennurum í fullorðinsfræðslu.

Í starfi sínu leggur hún áherslu á sköpun. Einnig að einstaklingar nái markmiðum sínum. Hún hefur einnig málað myndir síðan 1998 og hefur haldið sýningar bæði alþjóðlegar og í Austurríki.

Listgrein

Creative writing, Visual Arts, Performing Arts

Tungumál

English, German

Mynd listamanns

Calendar

Announcements

  • - There are no announcements -