VÖLUNDARHÚSIÐ (Wisefour-11-IS)
Þetta er skemmtileg æfing sem stuðlar að lausn vandamála og sjálfsvirkni.Lögð er áhersla á samskipti og traust meðal þátttakenda, sem vinna sem teymi við að ná tilætluðu markmiði. Æfingin byggir á hlustun, gefa leiðbeiningar og setja sér markmið. Markmiðið er að takast á við hindranir í völundarhús inna ákveðins tíma, með leiðsögn og stuðningi hópsins. Æfingin krefst undirbúnings en getur verið mjög gefandi verkefni.
LessÞetta er skemmtileg æfing sem stuðlar að lausn vandamála og sjálfsvirkni.Lögð er áhersla á samskipti og traust meðal þátttakenda, sem vinna sem teymi við að ná tilætluðu markmiði. Æfingin byggir á hlustun, gefa leiðbeiningar og setja sér markmið. Markmiðið er að takast á við hindranir í völundarhús inna ákveðins tíma, með leiðsögn og stuðningi hópsins. Æfingin krefst undirbúnings en getur verið mjög gefandi verkefni.
Þetta er skemmtileg æfing sem stuðlar að lausn vandamála og sjálfsvirkni.Lögð er áhersla á samskipti og traust meðal þátttakenda, sem vinna sem teymi við að ná tilætluðu markmiði. Æfingin byggir á hlustun, gefa leiðbeiningar og setja sér markmið. Markmiðið er að takast á við hindranir í völundarhús inna ákveðins tíma, með leiðsögn og stuðningi hópsins. Æfingin krefst undirbúnings en getur verið mjög gefandi verkefni.
- Áhersla á
- Trú á eigin getu
- Þrautseigja /úthald
- Vinnusiðferði
- Þjálfunaraðferð
- Með leiðbeinanda
- Hópastærð
- <10 þátttakendur
- Tími
- Meira en 60 mínútur
- Efla leikni og þekkingu
- Efling frumkvöðlafærni og nýsköpunar
- Efling seiglu
- Samskiptafærni
- Hæfni/færni
- Samskipti
- Leita lausna
- Sjálfshvatning og seigla

Heiti
VÖLUNDARHÚSIÐ
Kennsluaðferð
Hópavinna
Kennslugögn
- Hlutir og rými til að búa til hindrunarbraut (vertu eins skapandi og krefjandi og þú vilt)
- Klútar til að binda fyrir augun
- Tímamælir
- Skriffæri og pappír
Undirbúningur:
Hlutir og rými til að búa til hindrunarbraut (vertu eins skapandi og krefjandi og þú vilt)- klútar til að binda fyrir augun -Tímamælir-skriffæri og pappír.
Undirbúningstími
Um 30 mínútur.
Ábendingar til undirbúnings
Leiðbeinandi fær þátttakendum til að ígrunda mismunandi þætti þess að ná settu markmiði. Hann hvetur til þátttöku og vinnur að því að koma á trausti milli meðlima hvers hóps. Hann sér til þess að allir taki virkan þátt og fái tækifæri til að komast í gegnum völundarhúsið. Að lokinni æfingu fær leiðbeinandi þátttakendur til að ígrunda eitt markmið sem þeir hafa og greina hindranir sem geta orðið á vegi þeirra og þau úrræði sem eru í kringum þá sem geta hjálpað þeim að ná markmiðinu.
Tilvísanir og bakgrunnur
- Adams Miller, C (2015). Workbook for Goal-setting and Evidence-based Strategies for Success. Retrieved from: https://wholebeinginstitute.com/wp-content/uploads/MC-Goal-setting-Workbook-Complete.pdf
- Latham, G. P., Winters, D., & Locke, E. (1994). Cognitive and motivational effects of participation: A mediator study. Journal of Organizational Behavior, 15.
- Locke, L. A. (1968). Toward a theory of task motivation and incentives. Retrieved from: https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/0030507368900044
- Locke, L. A., & Latham, G. P. (2002). Building a practically useful theory of goal setting and task motivation. American Psychologist, 57(9).
Hæfniviðmið
Í lok þessarar æfingar eiga einstaklingar að:
- hafa velt fyrir sér mismunandi hliðum þess að ná settu markmiði,
- hafa lært að bregðast við innan ákveðins tímaramma,
- hafa lært að nota tiltæk úrræði (í sumum tilvikum hvert annað) til að ná markmiðum sínum,
- hafa áttað sig á að bera kennsl á hindranir sem geta orðið á vegi þeirra.
Nánari lýsing í skrefum
Skref 1:Leiðbeinandiskiptir hópnum í pör eða litla hópa. Hindrunarbrautin er ekki sýnileg þátttakendum fyrirfram. Innan hvers hóps verða þátttakendur að ákveða hversu lengi þeir vilja klára hindrunarbrautina/völundarhúsið, þ.e. setja tímarammma og skrifa hann niður. Hér myndast keppni milli hópa með því að skora á liðin að sigra hvert annað. Skref 2:Einn þátttakandi úr hverju liði er með bundið fyrir augun. Með munnlegri leiðsögn frá öðrum liðsfélögum sínum þarf hann að komast í gegnum hindranirnar innan setts tímaramma. Skref 3:Leiðbeinandi gefur hverjum þátttakanda tilraun til að ná tímamarki sínu þar til búið er að ná settu marki innan tímarammans. Þegar æfingunni er lokið eru þátttakendur beðnir um að velta fyrir sér einu markmiði, greina hindranir sem gætu komið í veg fyrir að ná settu markmiði og þau úrræði sem geta hjálpað þeim að ná því.
Listamaður
Anna Etiaridou
Vefsíða
Upplýsingar um listamanninn og framlag hans
Anna Etiaridou er leikkona, leikstjóri og leikskáld. Hún er stofnmeðlimur „Plani" leikhópsins og hefur leikstýrt og leikið í fjölmörgum verkum á klassískri og samtímaefnisskrá. Síðan 2001 hefur hún kennt leiklist og árið 2004 stofnaði hún Leikhússmiðjuna "Periplanisi". Hún hefur skrifað nokkur leikrit, þýtt verk erlenda höfunda og staðið fyrir nokkrum leiksýningum. Einkunnarorð hennar: "Við gerum ekki leikhús til að dæma, heldur til að skilja fólk..."
Listgrein
Sviðslistir
Tungumál
Greek, English
Mynd listamanns
Calendar
Announcements
- - There are no announcements -