Tréð mitt (Wisefour-12-IS)

Lýsing

Æfingin býður þátttakendum að kanna hvernig þeir líta á sjálfa sig, hvað gerir þá einstaka og hvernig sú mynd passar inn í heiminn í kringum þá. Þátttakendur byrja á því að teikna hönd sína á blað og breyta henni í tré. Eftir leiðsögn leiðbeinanda teikna þeir eða skrifa niður hugleiðingar sínar um þakklæti, það sem þeim þykir vænt og hvar hægt er að fá stuðning.  Að lokum eru hópumræður þar sem þátttakendur deila sjálfshugleiðingum sínum með hinum þátttakendum.

  • Áhersla á
  • Vilji til að skoða nýja möguleika með opnum huga
  • Sjálfsvitund
  • Þjálfunaraðferð
  • Efling seiglu
  • Með leiðbeinanda
  • Hópastærð
  • <10 þátttakendur
  • Tími
  • Meira en 60 mínútur
  • Efla leikni og þekkingu
  • Efling seiglu
  • Hæfni/færni
  • Samskipti
  • Sjálfshvatning og seigla
CC - Attribution-NonCommercial-ShareAlike

Heiti

Tréð mitt

Kennsluaðferð

Æfingin getur verið bæði sjálfssnám og æfing með leiðbeinanda

Kennslugögn

  • Pappír og blýantur
  • Litir eða litblýantar
  • Skreytingarefni

Undirbúningur:

Safna pappír, blýöntum, litum og öðru skrautefni til notkunar.

Undirbúningstími

15-30 mínútur

Ábendingar til undirbúnings

Leiðbeinandi skapar tækifæri til umræðna og að þátttakendur geti deilt hugleiðingum sínum  meðan verið er að verkefnið. Þótt þátttakendur þurfi ekki að deila hugleiðingum sínum í smáatriðum, þá styrkir það að deila upphátt tilfinningum sínum og hugsunum, læra um muninn á þeim og fagna því sem gerir þá einstaka. Þessi æfing gæti bæði verið sjálfsnámsæfing og æfing með leiðsögn.

Tilvísanir og bakgrunnur

Listin gerir okkur kleift að tjá okkur á þann hátt sem orð geta ekki. Þegar við vinnum verkefni tengd listsköpun, þá getum við afhjúpað tilfinningar og hugsanir sem við gátum ekki séð áður. Þessi æfing býður einstaklingum að kanna hvernig þeir líta á sjálfa sig, hvað gerir þá einstaka og hvernig sú mynd passar inn í heiminn í kringum þá.Heimildir:

  • Pat B. Allen, Art Is a Way of Knowing: A Guide to Self-Knowledge and Spiritual Fulfilment through Creativity, Shambhala, 1995
  • Shaun McNiff, Art Heals: How Creativity Cures the Soul, Shambhala, 2004
  • Barbara Ganim,  Art and Healing: Using Expressive Art to Heal Your Body, Mind, and Spirit, Echo Point Books & Media, 2013

Hæfniviðmið

Í lok þessarar æfingar eiga einstaklingar að:

  • hafa kannað hvernig þeir líta á sjálfa sig og hvað gerir þá einstaka,
  • hafa öðlast aukið sjálfstraust,
  • hafa áttað sig á og bera kennsl á fólk í kringum og samfélögin sem umlykja þá og styðja.

Nánari lýsing í skrefum

Skref 1

Teiknaðu hönd þína  á blað og hafðu  fingurgómana  opna til að teikna lengri greinar. 

Skref 2

Teiknaðu greinar frá fingurgómunum og skildu eftir pláss fyrir lauf. 

Skref 3

Teiknaðu eins mörg laufblöð og þú vilt (vertu viss um að gera þau nógu stór til að skrifa eða teikna inn í þau!) 

Skref 4

Teiknaðu jarðveg fyrir neðan tréð og hafðu gott pláss á milli botns blaðsins og efst á jarðveginum til að skrifa eða teikna! Skref 5Hver þáttur trésins táknar mismunandi hugleiðingaar eða endurspeglun. Teiknaðu eða skrifaðu hugleiðingar þínar í hvern þátt.

  • Trjástofn og greinar: „Ég er þakklát(ur) fyrir...“ - Byrjaðu neðst á trénu og farðu þig upp í gegnum greinarnar, hugleiddu þá staði, hluti eða upplifun sem þú ert þakklát(u)r fyrir (t.d. fjölskylda mín, vinir o.s.frv.)
  • Lauf: „Ég er...“, „ég elska...“ - Hugleiddu margt sem gerir þig  að þér! Þetta gætu verið lýsingarorð (fyndið, klárt, gott, hjálplegt, góður vinur osfrv.) eða uppáhalds áhugamál þín og ástríður (málverk, dans, tónlist o.sfrv.)
  • Jarðvegur: "Ég er studd af..." - Hugsaðu um fólkið og samfélögin sem styðja þig til að verða sterkur og góður einstaklingur.

Listamaður

Eleni Papadopoulou

Upplýsingar um listamanninn og framlag hans

Eleni Papadopoulou er listmálari, kennari í myndlist og leiklist, hönnuður og hreyfimyndagerðarmeistari með margra ára reynslu. Hún hefur gert fjölbreytt listaverk og hefur langa kennslureynslu. Hún hefur stundað nám í tækni- og geislafræðingi, málaralist, keramik og grískri menningu. Eleni skrifar og segir ævintýri, myndskreytir bækur, hannar og smíðar leikmyndir og hluti fyrir leiksýningar, á meðan hún er að skrifa lokaritgerð sína við framhaldsnám í Leiklist og sviðslistum í menntun og símenntun við Listaháskólans á Pelópsskaga í Grikklandi.

Listgrein

Myndlist

Tungumál

Gríska

Calendar

Announcements

  • - There are no announcements -