Ferðalangar (Wisefour-13-IS)

Lýsing

Þessi æfing er á sviði leikhúss og skiptast þátttakendur á að keyra í ímynduðum bíl. Ökumaður og farþegi eru  í bílnum og taka farðalanga í bílinn og fljótlega breytist andrúmsloftið þegar ný manneskja kemur inn í bílinn. Svo er annar ferðalangur tekinn upp í bílinn og fjörið eykst með hverjum nýjum einstaklingi og stemningin breytist - hlátur, spenna, rugl o.s.frv. Sértæk æfing sem kveikir samtal ,eykur færni í lífsleikni og stuðlar að seiglu.

  • Áhersla á
  • Hæfni til að tjá sig
  • Þjálfunaraðferð
  • Með leiðbeinanda
  • Hópastærð
  • <10 þátttakendur
  • Tími
  • Meira en 60 mínútur
  • Efla leikni og þekkingu
  • Þróun sköpunarkrafts
  • Efling frumkvöðlafærni og nýsköpunar
  • Efling seiglu
  • Samskiptafærni
  • Hæfni/færni
  • Hæfileiki til að læra og tileinka sér nýja þekkingu
  • Samskipti
  • Æðruleysi / tilfinningaleg stjórnun
CC - Attribution-NonCommercial-ShareAlike

Heiti

 Ferðalangar

Kennsluaðferð

Hópvinna með leiðsögn

Kennslugögn

3 stólar

Undirbúningur:

Leiðbeinandi raðar stólunum 3, tveimur við hlið hvors annars og einn fyrir aftan hina tvo, allir snúa að áhorfendum. Hann sér til þess að hópurinn sitji nálægt stólunum, ýmist á gólfinu eða í stólum, í leikhússtíl. Þessi æfing er best sett með þremur sjálfboðaliðum, sem helst hafa verið undirbúnir fyrirfram.

Undirbúningstími

Um 15 mínútur

Ábendingar til undirbúnings

Í þessari æfingu getur falist töluverð tilfinningaleg áhætta fyrir suma þátttakendur vegna þess að þeir þurfa að bregðast við fyrir framan hópinn. Leiðbeinandinn þarf að leyfa öllum sem ekki vilja taka þátt frelsi til þess, en getur engu að síður hvatt þá til að vera með. Hægt er að segja:  „Allt virkar, allt sem þú þarft að gera er að koma með þína hugmynd og það er undir farþegum í bílnum komið að gera hana áhugaverða“. Þar að auki krefst æfingin leikstjórnar og þjálfunar svo þátttakendur upplifi þátttökuna á jákvæðan hátt. Þátttakendur geta verið hræddir og þurfa hvatningu. Leiðbeinandinn heldur áfram að hvetja og fylgjast vel með þátttakendum; oft vilja þeir taka þátt en finna bara ekki réttu stundina til að vera með. Það er mikilvægt að skiptingarnar gangi hratt fyrir sig og að margir fái tækifæri.

Tilvísanir og bakgrunnur

  • Spolin, V. 1983. Improvisation for the Theatre. Evanston, IL: Northwestern University Press.
    Handbook of improvisational activities for skill-building and theatrical exploration.
  • Bowell, P. and B. Heap. 2001. Planning Process Drama. London: David Fulton.
    An introduction to planning process drama. Simple, thoughtful, and enthusiastic.
  • Boal, A. 1992. Games for Actors and Non-actors. New York: Routledge. A source for unique games and in-depth explanation of theatre work.

Hæfniviðmið

Í lok þessarar æfingar eiga einstaklingar að:

  • skilja/lesa mismunandi tilfinningar,
  • hafa betra sjálfsálit og hafa bætt samskiptihæfni sína,
  • sjá hvað hvatning skiptir miklu máli bæði fyrir einstaklinga og hópa,
  • hafa aukið næmi fyrir öðrum og fyrir félagslegum og tilfinningalegum vísbendingum,
  • hafa aukið sjálfsþekkingu sína með því að auka meðvitund um eigin hugsanir, hræðslu og hugrekki.

Nánari lýsing í skrefum

Skref 1

Leiðbeinandi bendir á stólana þrjá og biður þátttakendur að ímynda sér bíl. Raunverulega líkamlega plássið - þetta þýðir að ganga upp að stólunum og búa til útlínur bílsins með höndunum, benda á fram- og aftursætið o.s.frv. Ökumaðurinn þarf pláss til að keyra og farþeginn þarf einnig að hafa gott pláss. 

Skref 2

Ferðalangur sem kemur  inn í þennan sérstaka bíl sest aftur í og byrjar að haga sér á  ákveðin hátt, sýna tilfinningar og sinn stíl og með því smitar aðra af þessari framkomu. Þátttakendur í áhorfendahópnum eru beðnir að rétta upp hönd ef þeir vilja gerast ferðalangar. Þegar ferðalangurinn er kominn í bílinn og fer að sýna tiltekna hegðun eða framkomu þá hefur hún áhrif á ökumanninn og farþegann og þeir fara smátt og smátt að haga sér svipað.

Skref 3

Í hvert sinn sem farþegi er sóttur fer ökumaður út úr bílnum og verður hluti af  áhorfendum. Farþeginn gerist ökumaðurinn og fyrri ferðalangurinn gerist farþegi.

Skref 4

Það er kominn tími á nýjan ferðalang þegar ferðalangurinn hefur haft áhrif og breytt stemningunni í bílnum og hinir meðlimir bílsins hafa tileinkað sér hans framkomu og hegðun með því að nýta rödd sína, líkama, andlit.

Listamaður

Anna Etiaridou

Upplýsingar um listamanninn og framlag hans

Anna Etiaridou er leikkona, leikstjóri og leikskáld. Hún er stofnmeðlimur Plani" leikhópsins og hefur leikstýrt og leikið í fjölmörgum verkum á klassískri og samtímaefnisskrá. Síðan 2001 hefur hún kennt leiklist og árið 2004 stofnaði hún Leikhússmiðjuna "Periplanisi". Hún hefur skrifað nokkur leikrit, þýtt verk erlenda höfunda og staðið fyrir nokkrum leiksýningum. Einkunnarorð hennar: "Við gerum ekki leikhús til að dæma, heldur til að skilja fólk..."

Listgrein

Sviðslistir

Tungumál

Gríska, Enska

Mynd listamanns

Calendar

Announcements

  • - There are no announcements -