Skapandi náttúrugöngur út frá umhverfisvænu sjónarhorni (LHI-BJB-04-IS)
Meginmarkmið þessa verkefnis er að fræða einstaklinga um hvernig skoða má umhverfi sitt út frá umhverfissjónarmiðum og finna hugmyndir að eigin listsköpun. Þátttakendur fara í gönguferð í nærumhverfi sínu og leita að hugmyndum og dæmum sem geta nýst við listsköpun. Þeir safna efnivið eða sýnum sem geta verið í formi hluta, bæði lífrænna og manngerðra. Þátttakendur eru jafnframt hvattir til að halda utan um athuganir með skissum, glósum og ljósmyndum. Efnin eru skoðuð, unnin og prófuð með mismunandi tækni í tvívíðu formi (skissur, teikningar, klippimyndir, digital vinnsla myndefnis o.s.frv.) eða þrívíðu (skúlptúrar, líkön, prufur, sýnishorn o.s.frv.).
Í lokin skoða þátttakendur verkið sitt, velta fyrir sér áhrifum þess og breyta því ef þörf er á. Þessi æfing getur verið góður undirbúningur fyrir áframhaldandi vinnu og er því góð sjálfsnámsæfing. Þeir sem vilja fá frekari upplýsingar, vinsamlega hafið samband við hönnuð þessarar æfingar, Sólrúnu Arnardóttur.
LessMeginmarkmið þessa verkefnis er að fræða einstaklinga um hvernig skoða má umhverfi sitt út frá umhverfissjónarmiðum og finna hugmyndir að eigin listsköpun. Þátttakendur fara í gönguferð í nærumhverfi sínu og leita að hugmyndum og dæmum sem geta nýst við listsköpun. Þeir safna efnivið eða sýnum sem geta verið í formi hluta, bæði lífrænna og manngerðra. Þátttakendur eru jafnframt hvattir til að halda utan um athuganir með skissum, glósum og ljósmyndum. Efnin eru skoðuð, unnin og prófuð með mismunandi tækni í tvívíðu formi (skissur, teikningar, klippimyndir, digital vinnsla myndefnis o.s.frv.) eða þrívíðu (skúlptúrar, líkön, prufur, sýnishorn o.s.frv.).
Í lokin skoða þátttakendur verkið sitt, velta fyrir sér áhrifum þess og breyta því ef þörf er á. Þessi æfing getur verið góður undirbúningur fyrir áframhaldandi vinnu og er því góð sjálfsnámsæfing. Þeir sem vilja fá frekari upplýsingar, vinsamlega hafið samband við hönnuð þessarar æfingar, Sólrúnu Arnardóttur.
Meginmarkmið þessa verkefnis er að fræða einstaklinga um hvernig skoða má umhverfi sitt út frá umhverfissjónarmiðum og finna hugmyndir að eigin listsköpun. Þátttakendur fara í gönguferð í nærumhverfi sínu og leita að hugmyndum og dæmum sem geta nýst við listsköpun. Þeir safna efnivið eða sýnum sem geta verið í formi hluta, bæði lífrænna og manngerðra. Þátttakendur eru jafnframt hvattir til að halda utan um athuganir með skissum, glósum og ljósmyndum. Efnin eru skoðuð, unnin og prófuð með mismunandi tækni í tvívíðu formi (skissur, teikningar, klippimyndir, digital vinnsla myndefnis o.s.frv.) eða þrívíðu (skúlptúrar, líkön, prufur, sýnishorn o.s.frv.).
Í lokin skoða þátttakendur verkið sitt, velta fyrir sér áhrifum þess og breyta því ef þörf er á. Þessi æfing getur verið góður undirbúningur fyrir áframhaldandi vinnu og er því góð sjálfsnámsæfing. Þeir sem vilja fá frekari upplýsingar, vinsamlega hafið samband við hönnuð þessarar æfingar, Sólrúnu Arnardóttur.
- Áhersla á
- Vilji til að skoða nýja möguleika með opnum huga
- Sjálfsvitund
- Daga
- 1
- Þjálfunaraðferð
- Efling seiglu
- Með leiðbeinanda
- Hópastærð
- Einstaklings
- Tími
- Meira en 60 mínútur
- Námsaðstaða
- Á netinu
- Efla leikni og þekkingu
- Þróun sköpunarkrafts
- Efling frumkvöðlafærni og nýsköpunar
- Hæfni/færni
- Hæfileiki til að læra og tileinka sér nýja þekkingu
- Sjálfshvatning og seigla
- Læra af reynslu

Heiti
Skapandi náttúrugöngur út frá umhverfisvænu sjónarhorni
Kennsluaðferð
Einstaklingsvinna, skoðunarferð
Kennslugögn
Gagnlegt að hafa margs konar föndurefni eins og skæri, mismunandi tegundir af pappír, límband, þráð og lím. Myndavél eða sími til að taka myndir. Minnisbók eða skissubók og skriffæri.
Undirbúningur:
Safna ýmsum gögnum og nota það sem til er
Undirbúningstími
Einstaklingsbundið
Ábendingar til undirbúnings
Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir að með einbeitingu, athygli og tíma skilar verkefnið bestum árangri.
Tilvísanir og bakgrunnur
The Mushroom at the End of the World - Anna Lowenhaupt Tsing
Braiding Sweetgrass - Robin Wall Kimmerer
www.materiom.org
Hæfniviðmið
Í lok þessarar æfingar eiga einstaklingar að:
- hafa aukið vitund sína og tengingu við umhverfið,
- hafa þróað sitt eigið vinnuferli,
- hafa þjálfað skynjun á hlutum í umhverfi sínu,
- hafa gert sér grein fyrir að smáir hlutir geta skipt máli við listsköpun.
Nánari lýsing í skrefum
Meginmarkmið þessa verkefnis er að fræða einstaklinga um það hvernig skoða má nærumhverfið út frá umhverfissjónarmiðum og finna útgangspunkta að nýjum hugmyndum í eigin listsköpun. Framkvæmdu eftirfarandi skref:
- Farðu í göngutúr í nærumhverfi þínu eða á stað sem þér þykir áhugaverður.
- Á meðan þú gengur skaltu taka vel eftir því sem er í kringum þig og fylgjast með því sem þú skynjar. Framkvæmdu þetta með opnum huga án þess að meta það sem þú sérð sem jákvætt eða neikvætt. Er ofgnótt af einhverju? Hverju er ofaukið og hvað er sjaldgæft? Hvaða efni eru í umhverfi þínu og hverjir eru eiginleikar þess? Hefur umhverfið einhverja heildarmynd og hvaða áhrif hefur sú heildarmynd á þig og þína skynjun?
- Safnaðu sýnum eða hlutum, teiknaðu skissur, taktu ljósmyndir, skrifaðu niður hugsanir, stikkorð og tengingar. Áður en eitthvað er fjarlægt úr umhverfinu, vinsamlegast íhugaðu afleiðingar þess og hvort það hafi varanleg áhrif á umhverfið. Ef svo er, er gott að skrá niður hugsanir þínar eða orð í staðinn, það getur hjálpað við að þróa hugmyndir og auka tengsl við viðkvæma náttúru.
- Þú gætir viljað endurtaka þetta ferli oftar en einu sinni til að kortleggja nærumhverfi þitt. Hugaðu að tengslum milli mismunandi þátta vistkerfisins, jafnvel þeirra sem eru af mannavöldum og ekki náttúrulegir, svo sem hvers kyns úrgangur, steinsteypa og málmhlutir. Er jafnvægi milli þess manngerða í umhverfinu og náttúrunnar. Er eitthvert ójafnvægi sem þessu fylgir? Hvaða tilgangur hefur umhverfinu verið gefinn og hvert er eiginlegt hlutverk umhverfisþátta til að byrja með? Taktu eftir þáttum eins og veðri, vindum, loftgæðum o.s.frv.
- Skissur og glósur, myndir og sýni eru skoðuð, endurunnin og prófuð með tilliti til mismunandi tækni, bæði í tvívíðu formi (skissur, teikningar, klippimyndir, stafrænt o.s.frv.) eða þrívíðu formi (skúlptúrar, líkön, prufur o.s.frv.). Mikilvægt er að endurvinna sýnin með opnum huga og hjálplegt að skoða vinnsluaðferðir sem til eru nú þegar og hafa þær til hliðsjónar. Er hægt að breyta einhverju? Á að breyta því? Hvaða áhrif hefur það á náttúruna og heild umhverfisins? Prófaðu hugmyndir þínar án væntinga um endanlega niðurstöðu. Það getur verið gagnlegt að halda utan um ferlið þitt og skrá niður hugmyndirnar sem koma fram.
- Nú þegar þú hefur gert tilraunir og kynnst því hvað er í umhverfinu skaltu íhuga hugsanlega notkun þína á því sem þar er. Ef þú skoðar stærra svæði; Hvar er auðn? Hvar er ofgnótt? Eru veikir og sterkir punktar þar sem hægt væri að stuðla að betra jafnvægi milli manns og náttúru? Það er ekki einfalt að leggja mat á áhrif manns á umhverfið. Síðasta skrefið í þessari æfingu er að huga að fyrirætlunum þínum og mögulegum ávinningi af gagnkvæmu sambandi milli manna og náttúru. Notaðu þessa æfingu sem spegilmynd af iðkun þinni og því hlutverki sem þú tekur að þér í umhverfi þínu. Þessi æfing getur verið mikilvægt ferli fyrir framtíðarvinnu og hugmynd um hvar og hvernig þú vilt staðsetja þig og þitt hlutverk í sambandi við lífríkið.
Þeir sem vilja fá frekari upplýsingar, vinsamlega hafið samband við hönnuð þessarar æfingar, Sólrúnu Arnarsdóttur.
Listamaður
Sólrún Arnarsdóttir
Tenglar
Research blog for university project https://solarnar.wixsite.com/mysite
Email: solarnar@gmail.com
Upplýsingar um listamanninn og framlag hans
Sólrún Arnarsdóttir er efnis- og textílhönnuður og stundar nám í Central Saint Martins í London, með grunnnám í málaralist og skúlptúr frá Camberwell College of Art. Skúlptúrar hennar hafa verið sýndir í London og á POST-2018 tískusýningunni á vegum Goldsmiths Fashion Society. Viðfangsefni Sólrúnar snúast um tengsl mannsins við jörðina og hvernig upplifun mannsins verður fyrir áhrifum frá umhverfinu og öfugt. Sólrún er hugfangin af því sem lýtur að ringulreið og glötun en gefur tækifæri til íhugunar, sjálfsathugunar og þroska. Það er markmið hennar að hvetja til breytinga í átt að betri framtíð með því að endurskoða umhverfið og hegðun mannsins í samræmi við grunngildi um gagnkvæma virðingu. Breytingar eru óhjákvæmilegar og hugsanlega styður vitund og breytt sýn leiðina að fjölbreyttum en samræmdum vistkerfum manns og lífríkis. Sólrúnu finnst gaman að lesa í umhverfið og skilja það í gegnum reynslu og skynjun, sem hefur hvatt hana til skapandi hugsana og flæðis, með forvitni og framtíðarsýn að leiðarljósi. Kunnuglegur hlutur tekinn úr samhengi sínu, einangruð smáatriði og breytt skynjun t.d. með stækkun, litum, formi, ljósi eða skugga, fanga athygli Sólrúnar. Hún rannsakar nú sjálfræktað lífefni í víðara samhengi með áherslu á ný og bætt kerfi.
Listgrein
Þverfaglegar listgreinar og hönnun
Tungumál
Enska, Íslenska
Mynd listamanns
Calendar
Announcements
- - There are no announcements -