ÞAKKLÆTI (Wisefour-07-IS)

Lýsing

Þakklæti er áhrifarík tilfinning sem við getum bæði byrjað að stunda og styrkt. Ef við æfum okkur í þakklæti í einhvern tíma getur það gert okkur hamingjusamari og það eflir bæði líkamlega og andlega heilsu. Sex einföld skref og fimm mínútur á dag í eina viku er nóg!

Skrifaðu niður að minnsta kosti tíu ástæður fyrir því að þú finnur fyrir þakklæti. Byrjaðu með setningu sem hljóðar svo: „Þakka þér fyrir...“. Búðu til lagalista með uppáhaldslögunum þínum sem veita þér gleði og lestu yfir þakklætislistann þinn aftur. Og aftur. Fagnaðu augnablikinu og talaðu um hluti sem þú sérð og ert þakklát/ur fyrir svo aðrir geti fagnað með þér.

  • Áhersla á
  • Sjálfsvitund
  • Þjálfunaraðferð
  • Efling seiglu
  • Með leiðbeinanda
  • Hópastærð
  • Einstaklings
  • Tími
  • Allt að 30 mínútum
  • Námsaðstaða
  • Á netinu
  • Efla leikni og þekkingu
  • Þróun sköpunarkrafts
  • Efling seiglu
  • Hæfni/færni
  • Æðruleysi / tilfinningaleg stjórnun
  • Sjálfshvatning og seigla
CC - Attribution-NonCommercial-ShareAlike

Heiti

ÞAKKLÆTI

Kennsluaðferð

Einstaklingsvinna

Kennslugögn

Undirbúningur:

Þú þarft að hafa annaðhvort minnisbók eða útprentað fylgiskjalið um þakklæti til að skrifa niður það sem þú ert þakklát/ur fyrir. Þú getur líka hugað að því að búa til lagalista yfir uppáhaldslögin þín sem veita þér gleði (fyrir skref 4).

Undirbúningstími

Undirbúningstíminn getur verið mismunandi.

Ábendingar til undirbúnings

Þessi æfing getur tekið mislangan tíma og þarfnast ekki leiðbeinanda.

Tilvísanir og bakgrunnur

Þakklætið sjálft er þakklát viðurkenning á því sem við öðlumst, hvort sem það er hlutlægt eða huglægt. Með þakklæti viðurkennum við það sem er gott í lífi okkar. Þegar við erum þakklát þá tengjum við auðveldar við annað fólk, náttúruna, æðri mátt o.fl. 

Rannsóknir á jákvæðri sálfræði sýna að það er öflug og stöðug tenging milli þakklætis og aukinni hamingju. Þakklæti hjálpar okkur að halda í jákvæðar tilfinningar, njóta góðrar reynslu, bæta heilsuna, takast á við mótlæti og styrkja sambönd.

Heimildir

The Moral Psychology of Gratitude (Robert Roberts & Daniel Telech (eds.), 2019), Rowman & Littlefield Publishers.

The Little Book of Gratitude: Create a Life of Happiness and Wellbeing by Giving Thanks (Dr. Robert A. Emmons PhD, 2016), Gaia

Living in Gratitude: A Journey That Will Change Your Life (Angeles Arrien, 2011), Sounds True.

Hæfniviðmið

Í lok þessarar æfingar eiga einstaklingar að:

  • geta haft betri stjórn á tilfinningunum sínum,
  • finna fyrir auknum jákvæðum tilfinningum og jákvæðu hugarfari,
  • finna von innra með sér varðandi framtíðina,
  • finna fyrir minni streitu, minni kulnun og færri einkennum áfallastreituröskunar (ef hún er fyrir hendi),
  • búa yfir aukinni seiglu.

Nánari lýsing í skrefum

Skref 1: Hlusta minna og útiloka

Minnkaðu utanaðkomandi neikvæð áreiti í umhverfinu þínu í eina viku. Neikvæð áreiti geta verið til dæmis óþarflega mikið af fréttum og slúður um vini þína eða foreldra. Þú ættir líka að hætta að taka þátt í hvers konar neikvæðum samtölum sem og að hætta eigin kvörtunum. Eftir eina viku skaltu athuga hvernig þér líður. Þú munt líklegast upplifa ákveðinn létti. Gættu vel að því hverju þú hleypir inn á þig vegna þess að allt hefur áhrif – Allt skiptir máli.

Skref 2: Taka eftir – Vera vakandi

Taktu eftir öllu því fagra sem er nú þegar í lífi þínu. Reyndu meðvitað að hægja á þér og taka eftir fallegu blómi sem verður á vegi þínum, sjá fallegt bros sem vinur þinn gefur þér og vera þakklát/ur fyrir ástríkt samband.

Skref 3: Endurtaka og skrifa hjá sér

Leitaðu að fallegri minnisbók með myndum og skærum litum ef mögulegt (þú mátt reyndar líka nota fylgiskjalið um þakklæti). Skrifaðu niður að minnsta kosti tíu ástæður fyrir því að þú finnur fyrir þakklæti. Byrjaðu setninguna með: „Takk fyrir ...“. Lestu yfir allt aftur. Endurtaktu þetta eins oft og mögulegt er.

Skref 4: Ekki leiðast

Búðu til lagalista með uppáhaldslögunum þínum sem gleðja þig og spilaðu þau á hverjum morgni alla næstu viku og lestu yfir þakklætislistann þinn aftur. Og aftur. Fagnaðu augnablikinu og talaðu um hluti sem þú sérð og ert þakklát/ur fyrir svo aðrir geti fagnað með þér.

Skref 5: Nota sköpunargáfuna

Komdu þér upp venjum sem hjálpa þér við að þróa með þér heilsusamlega og hamingjuríka innri sýn. Góður göngutúr getur til dæmis örvað hugann og líkamann.

Skref 6: Þakklæti og kunna gott að meta

Þakkaðu fyrir með sýnilegu þakklæti. Taktu fimm mínútur á morgnana til að hugsa um fólk, reynslu og hluti sem þú ert þakklát/ur fyrir. Sýndu öðrum ástúð og vinsemd. Þetta er morgunbænin þín; teygjuæfingar fyrir heilann.

Fimm mínútur í sjö daga. Ef þörf krefur, endurtaktu allt ferlið í aðra sjö daga. 

Þá verður þetta nýr vani hjá þér!

Listamaður

George Tsokanis

Upplýsingar um listamanninn og framlag hans

George Tsokanis fæddist í Aþenu árið 1979. Foreldrar hans voru tónlistarfólk og George byrjaði tónlistarferilinn sinn þegar hann var fimm ára og spilaði í fyrsta skipti á píanó á tónleikum. Hann lærði klassískan píanóleik við Alekos Laskarides tónlistaháskólann. Hann hefur spilað undir hjá flestum frægustu söngvurum Grikklands á ýmsum stöðum í Grikklandi og öðrum löndum Evrópu og sem einleikari hefur hann unnið tvö fyrstu verðlaun PanHellenic samtakanna. Hann hefur verið einn af mikilvægustu tengiliðunum við The Cadena Project sem biskupakirkjan í Aþenu hefur séð um og kynnt alls konar verkefni frá sígildri tónlist til verkefna með hljóðbrellur og áhrifshljóð. Hann semur einnig tónlist fyrir þjóðsögur og leikrit.

Listgrein

Tónlist

Tungumál

 Gríska

Mynd listamanns

Calendar

Announcements

  • - There are no announcements -