Hreyfingar sem efla einbeitingu og skapandi hugsun (BLICK-06-IS)

Lýsing

Í þessari æfingu lyftirðu öðrum fótlegg og á sama tíma setur olnbogann á andstæðum handlegg, eins nálægt hnénu og þú getur. Svo gerirðu eins með hinn fótlegginn og andstæðan handlegg. Ef þetta er gert hiklaust, taktfast og án erfiðis má ná burt fyrirstöðum sem tengjast streitu. Einbeitingin eykst og æfingin styrkir skapandi hugsun.

  • Áhersla á
  • Vilji til að skoða nýja möguleika með opnum huga
  • Sjálfsvitund
  • Trú á eigin getu
  • Daga
  • 1
  • Þjálfunaraðferð
  • Efling seiglu
  • Með leiðbeinanda
  • Hópastærð
  • Einstaklings
  • Tími
  • Allt að 30 mínútum
  • Námsaðstaða
  • Augliti til auglitis
  • Á netinu
  • Efla leikni og þekkingu
  • Þróun sköpunarkrafts
  • Efling seiglu
  • Hæfni/færni
  • Æðruleysi / tilfinningaleg stjórnun
  • Sjálfshvatning og seigla
CC - Attribution-NonCommercial-ShareAlike

Heiti

Hreyfingar sem efla einbeitingu og skapandi hugsun

Kennsluaðferð

Einstaklingsvinna

Undirbúningur:

Einstaklingsvinna

Undirbúningstími

-

Ábendingar til undirbúnings

Æfingin kallar á ákveðinn sveigjanleika. Einnig má gera æfinguna sitjandi. Þá snertir maður hnén til skiptis með andstæðri hendi.

Nákvæm lýsing á æfingunni er hér á eftir.

Tilvísanir og bakgrunnur

Æfingar sem taka mið af hreyfingarfræði sem einnig eru kallaðar „heilaþjálfun“ geta leyst úr læðingi streitutengdar fyrirstöður og þannig dregið úr þeim. Þær hjálpa við að finna jafnvægi og fyrirbyggja. Sá sem fann upp hreyfifræðina var dr. George Goodheart, amerískur kírópraktor.

Hreyfingar eins og hér er kennd virkja tenginguna á milli heilahvelanna og auðvelda þannig samspil þeirra. Erfiðleikar tengdir lærdómi og einbeitingu eru oft vísbending um ójafnvægi milli heilahvelanna sem gæti lagast með einföldum æfingum.

Samstillt samverkan á milli heilahvelanna geta dregið úr þunglyndi eða lystarleysi. Ef huglægar fyrirstæður eru fjarlægðar eigum við auðveldara með að framkvæma dagleg verk og áskoranir og erum móttækilegri fyrir skapandi hugsun.

Hæfniviðmið

Í lok þessarar æfingar eiga einstaklingar að:

  • geta látið sér líða betur,
  • vera áhugasamari um að leysa verkefni,
  • finnast þeir búa yfir skapandi hugsun.

Nánari lýsing í skrefum

Skref 1

Stattu upprétt/ur og afslappaður/afslöppuð. Ekki standa með læst hné, beygðu þau lítillega. Horfðu yfir svæðið þar sem þú ert og ekki fókusera á neitt, til að hvíla augun.

 

Skref 2

Nú skaltu lyfta vinstra hné þannig að þú standir einungis á hægra fæti og á sama tíma færirðu olnbogann á hægri handlegg til móts við vinstra hné. Beindu athyglinni að önduninni. Andaðu út á afslappaðan hátt á meðan þú ert að láta hné og olnboga snertast. Haltu áfram þessari samstilltu hreyfingu með því að setja vinstri fótinn aftur á gólfið og setja olnbogann á hægra handlegg aftur niður með hliðum.  Andaðu rólega að þér við þessa hreyfingu. 

 

Skref 3

Þvínæst skiptir þú um. Nú skaltu lyfta hægra hné þannig að þú standir einungis á vinstra fæti og á sama tíma færðu olnbogann á vinstri handlegg til móts við hægra hné. Beindu athygli þinni að önduninni eins og lýst var hér að framan. Gerðu þessar hreyfingar rólega, án óðagots og gerðu allar hreyfingarnar í röð í um það bil eina til tvær mínútur.

Sjáðu einnig myndirnar sem fylgja þessari æfingu sem eru í viðhengi. Þessa æfingu má einnig sjá aftast í vídeói Kristiane Kaiser.

Listamaður

Kristiane Kaiser

Vefsíða

http://www.kristianekaiser.com/en/

 

Tenglar

https://www.volksoper.at/volksoper_wien/ensemble/solisten/Kaiser_Kristiane.de.php 

Myndskeið

https://www.youtube.com/watch?v=aV6D0-AQUrY

Upplýsingar um listamanninn og framlag hans

Ég heiti Kristiane Kaiser og ég er sópransöngkona. Ég fæddist í Vínarborg, lærði söng í Mozarteum í Saltsburg og hjá söngkonunni Margarita Lilowa í tónlistarháskólanum í Vínarborg. Ég var gestasöngvari sem Konstanze (DIE ENTFÜHRUNG AUS DEM SERAIL) og komst þannig í óperuhúsin í Dresden, Berlin, Munchen, Hamborg, Düsseldorf, Karlsruhe og Frankfurt.

Núna syng ég reglulega á tónleikum í París, Brussels, Róm og Montpellier og einnig í Vienna Musikverein.

Frá árunum 2004/2005 hef ég verið í tónlistarhópi Vínaróperunnar.

Listgrein

Tónlist, sviðslistir

Tungumál

 Enska, Þýska

Mynd listamanns

Calendar

Announcements

  • - There are no announcements -