Aukin einbeiting með því að virkja línu til og frá nýrum samkvæmt nálarstungufræðum (BLICK-07-IS)
Með því að nudda punkta á línu sem liggur í gegnum líkamann til og frá nýrunum, virkjast bæði heilahvelin. Það eykur einbeitingu og eistaklingurinn verður betur vakandi og sneggri í viðbrögðum.
LessMeð því að nudda punkta á línu sem liggur í gegnum líkamann til og frá nýrunum, virkjast bæði heilahvelin. Það eykur einbeitingu og eistaklingurinn verður betur vakandi og sneggri í viðbrögðum.
Með því að nudda punkta á línu sem liggur í gegnum líkamann til og frá nýrunum, virkjast bæði heilahvelin. Það eykur einbeitingu og eistaklingurinn verður betur vakandi og sneggri í viðbrögðum.
- Áhersla á
- Vilji til að skoða nýja möguleika með opnum huga
- Sjálfsvitund
- Trú á eigin getu
- Daga
- 1
- Þjálfunaraðferð
- Með leiðbeinanda
- Efling seiglu
- Hópastærð
- Einstaklings
- Tími
- Allt að 30 mínútum
- Námsaðstaða
- Augliti til auglitis
- Á netinu
- Efla leikni og þekkingu
- Þróun sköpunarkrafts
- Efling seiglu
- Hæfni/færni
- Æðruleysi / tilfinningaleg stjórnun
- Sjálfshvatning og seigla

Heiti
Aukin einbeiting með því að virkja línu til og frá nýrum samkvæmt nálarstungufræðum
Kennsluaðferð
Einstaklingsvinna
Kennslugögn
Undirbúningur:
Enginn undirbúningur nauðsynlegur
Undirbúningstími
-
Ábendingar til undirbúnings
Æfinguna er hægt að nota þegar vinnustofan er sérstaklega fjölmenn og þátttakendurnir þurfa að vinna þétt saman.
Tilvísanir og bakgrunnur
Hefðbundin kínversk læknisfræði fjallar um þrjá samtengda hluta manneskjunnar: sálina, hugann og líkamann. Lífskrafturinn streymir í gegnum flóknar leiðir í líkamanum. Ef orkan fær að streyma óhindruð er manneskjan heilbrigð; ef einhversstaðar er fyrirstaða verður manneskjan veik. Þessar orkuleiðir eru kallaðar lengdarlínur. Línurnar sýna tenginguna á milli líkamans, líffæranna, sálarinnar og skynjunarinnar. Hver lengdarlína hefur ákveðið hlutverk og hefur einnig áhrif á aðrar orkubrautir og orkupunkta. Kínversk læknisfræði hefur áhrif á þessar lengdarlínur með þrýstipunktameðferð og nálarstungum og á þann hátt hjálpar fólki að viðhalda góðri heilsu, eða til að ná góðri heilsu.
Þegar eitthvað hindrar flæði orkunnar einhversstaðar á lengdarlínunum eða punktum í líkamanum, fer okkur að líða illa og það getur leitt til veikinda.
Í þessari æfingu er það lengdarlínan til og frá nýrunum sem skiptir máli. Sú lína er kölluð litla yin eða „shaoyin“ í kínverskri læknisfræði. Hana má virkja og styrkja. Hún tilheyrir yin líffærunum og tengist þvagblöðrunni sem er yang-líffæri.
Hæfniviðmið
Í lok þessarar æfingar eiga einstaklingar að:
- hafa virkjað samvinnu heilahvelanna,
- vera meira vakandi og sneggri í viðbrögðum sínum,
- vera áhugasamari um að leysa verkefni,
- finna fyrir aukinni orku vegna þess að æfingin bætir inntöku súrefnis og blóðstreymið til heilans stýrir losun boðefna,
geta einbeitt sér betur og hafa betra minni.
Nánari lýsing í skrefum
Skref 1
Stattu upprétt/ur og afslappaður/afslöppuð. Ekki standa með læst hné, beygðu þau lítillega. Beindu augunum þínum vítt yfir svæðið án þess að fókusera á neitt svo augun geti hvílst.
Skref 2
Vertu í afslappaðri stöðu og leggðu aðra höndina á naflann. Notaðu þumal og löngutöng á hinni hendinni til að þrýsta þétt á punkta sem eru fyrir neðan viðbeinið og sitt hvoru megin við bringubeinið. Þú hefur fundið þessa tvo punkta þegar þú finnur litla dæld með fingrunum.
Sjáðu einnig myndirnar sem fylgja þessari æfingu sem hægt er að hlaða niður, í viðhengishlutanum. Þessa æfingu má einnig sjá aftast í vídeói Kristiane Kaiser.
Skref 3
Nuddaðu þessa tvo punkta undir viðbeininu með annarri hendi og gerðu litlar hringhreyfingar og hin höndin er áfram slök á naflanum.
Skref 4
Eftir 20 til 30 sekúndur skiptirðu um hendur. Gerðu þessa æfingu í tvær til þrjár mínútur.
Skref 5
Á meðan þú ert að nudda punktana geturðu aukið áhrifin af æfingunni með augnhreyfingum: að horfa til hægri og vinstri, í hringi, hreyfa augun eins og að skrifa tölustafinn 8.
Listamaður
Kristiane Kaiser
Vefsíða
http://www.kristianekaiser.com/en/
Tenglar
https://www.volksoper.at/volksoper_wien/ensemble/solisten/Kaiser_Kristiane.de.php
Myndskeið
https://www.youtube.com/watch?v=aV6D0-AQUrY
Upplýsingar um listamanninn og framlag hans
Ég heiti Kristiane Kaiser og ég er sópransöngkona. Ég fæddist í Vínarborg, lærði söng í Mozarteum í Saltsburg og hjá söngkonunni Margarita Lilowa í tónlistarháskólanum í Vínarborg. Ég var gestasöngvari sem Konstanze (DIE ENTFÜHRUNG AUS DEM SERAIL) og komst þannig í óperuhúsin í Dresden, Berlin, Munchen, Hamborg, Düsseldorf, Karlsruhe og Frankfurt.
Núna syng ég reglulega á tónleikum í París, Brussels, Róm og Montpellier og einnig í Vienna Musikverein.
Frá árunum 2004/2005 hef ég verið í tónlistarhópi Vínaróperunnar.
Since the 2004/05 season I have been an ensemble member of the Volksoper Wien.
Listgrein
Tónlist, sviðslistir
Tungumál
Enska, Þýska
Mynd listamanns
Calendar
Announcements
- - There are no announcements -