FRAMTÍÐARSPJALD / DRAUMASPJALD (Wisefour-06-IS)
Draumaspjald eða framtíðarspjald er samansafn af myndum sem innihalda hugmyndir okkar og staðfesta drauma okkar og þrár, hannað til að vera uppspretta innblásturs og hvatningar. Framtíðarspjöld hjálpa okkur að átta okkur á hvað við þráum mest í lífinu, að segja upphátt að við erum tilbúin til að skapa það eða taka á móti því og þannig vinna með sköpunarverkinu við að koma óskinni okkar inn í líf okkar.
LessDraumaspjald eða framtíðarspjald er samansafn af myndum sem innihalda hugmyndir okkar og staðfesta drauma okkar og þrár, hannað til að vera uppspretta innblásturs og hvatningar. Framtíðarspjöld hjálpa okkur að átta okkur á hvað við þráum mest í lífinu, að segja upphátt að við erum tilbúin til að skapa það eða taka á móti því og þannig vinna með sköpunarverkinu við að koma óskinni okkar inn í líf okkar.
Draumaspjald eða framtíðarspjald er samansafn af myndum sem innihalda hugmyndir okkar og staðfesta drauma okkar og þrár, hannað til að vera uppspretta innblásturs og hvatningar. Framtíðarspjöld hjálpa okkur að átta okkur á hvað við þráum mest í lífinu, að segja upphátt að við erum tilbúin til að skapa það eða taka á móti því og þannig vinna með sköpunarverkinu við að koma óskinni okkar inn í líf okkar.
- Áhersla á
- Sjálfsvitund
- Trú á eigin getu
- Hæfni til að tjá sig
- Daga
- 1
- Þjálfunaraðferð
- Efling seiglu
- Með leiðbeinanda
- Hópastærð
- Einstaklings
- Tími
- Meira en 60 mínútur
- Námsaðstaða
- Á netinu
- Efla leikni og þekkingu
- Þróun sköpunarkrafts
- Efling seiglu
- Efling frumkvöðlafærni og nýsköpunar
- Samskiptafærni
- Hæfni/færni
- Hæfileiki til að læra og tileinka sér nýja þekkingu
- Sjálfshvatning og seigla

Heiti
FRAMTÍÐARSPJALD / DRAUMASPJALD
Kennsluaðferð
Einstaklingsvinna, án aðstoðar
Kennslugögn
- Veggspjald
- Tímarit
- Myndir og texti (ef vill), af listaverkum, úr gömlum bókum eða prentað af netinu.
- Skæri
- Límstifti
- Pappír og penni
- Vörur til listsköpunar (ef vill), eins og tússpennar, málning, glimmer eða pallíettur.
- Prentuð sniðmát
Undirbúningur:
Enginn verulegur undirbúningur nauðsynlegur. Aðeins að hafa tiltækt allt nauðsynlegt efni.
Undirbúningstími
Undirbúningstími er einstaklingsbundinn.
Ábendingar til undirbúnings
Undirbúningur getur tekið mismunandi langan tíma og þarfnast ekki leiðbeinanda
Tilvísanir og bakgrunnur
Framtíðarspjald hjálpar okkur til að sjá fyrir helstu markmið lífs okkar og drauma, búin til úr myndum, orðum og öðrum hlutum. Með því að setja myndir á spjaldið þá sýnum við óskir okkar og hvað það er sem við viljum.
Í þessu verkefni nýtum við hugann vel og hugsanir okkar verðar skýrari. Ef við sjáum stöðugt myndirnar á framtíðarspjaldinu okkar þá fer heilinn að sía frá hluti sem við viljum ekki og þar með beina athyglinni oftar að því sem við viljum. Þegar við erum með sjónræna sýn á markmið okkar á framtíðarspjaldinu þá helst athyglin á markmiðunum og þau verða skýrari í huga okkar.
Með því að búa til framtíðarspjald nýtum við þá leið til að gera markmiðin okkar sýnileg og við verðum líklegri til að stefna að markmiðum okkar og uppfylla þau smátt og smátt.
Heimildir
Framtíðarspjaldið: The Secret to an Extraordinary Life (Joyce Schwarz, 2008), Harper Design
Create Your Vision Board (Marcia Layton Turner, 2018), Post Hill Press
Hæfniviðmið
Í lok þessarar æfingar eiga einstaklingar að:
- koma auga á drauma og framtíðarfyrirætlanir,
- viðurkenna eigin þráir í lífinu,
- geta beint huganum betur að lífsgildum sínum, þakklæti og jákvæðum lífstíl,
- setja markmið og forgangsraða þeim,
- skipuleggja og framkvæma verk sem eru nauðsynleg til að markmið náist og draumar rætist.
Nánari lýsing í skrefum
Skref 1: Taka stöðuna og rifja upp
Fyrsta skrefið leggur línuna fyrir allt ferlið. Við tökum okkur tíma, hugsum, skrifum niður það sem gengur vel í lífinu og það sem ekki gengur eins vel. Rifjum upp hvað hefur gerst á síðastliðnu ári, hvaða markmiðum var náð, hvað höfum við lært og fyrir hvað erum við þakklát. Hægt er að nota fylgiskjalið Að tengjast draumunum mínum til aðstoðar.
Skref 2: Setja markmið og forgangsraða
Sestu niður með blað og penna og hugsaðu um markmiðin þín fyrir árið sem er framundan. Sjáðu fyrir þér að þú sért nú þegar að lifa draumalífinu þínu og þú ert að horfa á þig úr fjarlægð. Fylltu í hvern reit á fylgiskjalinu Áætlun mín fyrir árið eins og draumar þínir hafi þegar ræst! Þú mátt færa þættina í reitunum á eyðublaðinu yfir á framtíðarspjaldið þitt til að hafa sömu þætti þar.
Skref 3: Finna myndir og tilvitnanir til að setja á framtíðarspjaldið
Þá er kominn tími til að leita að og klippa út myndir og tilvitnanir sem fela í sér markmiðin þín eða tala til þín. Hlustaðu á, lestu og horfðu á hluti sem veita þér innblástur! Tónlist, vídeó, bækur, málverk, bíómyndir, hlaðvörp, hljóðbækur, framtíðarspjöld...
Skref 4: Raða á framtíðarspjaldið
Nú er að safna saman myndunum, tilvitnunum og þeim úrklippum sem þú hefur verið að safna á framtíðarspjaldið. Stilltu spjaldinu upp fyrir framan þig, skoðaðu myndirnar og ákveddu hverjar þeirra fara á spjaldið og raðaðu þeim nokkurn veginn á spjaldið eins og þú vilt hafa þær.
Þegar markmiðin og draumarnir eru komnir á spjaldið færðu þig þá fjær spjaldinu og virtu það fyrir þér. Hvernig lítur það út?
Ef þú ert ánægð/ur með spjaldið eins og það er núna, haltu þá áfram yfir á næsta skref. Ef ekki, haltu áfram að raða, bæta við myndum eða tilvitnunum þar til þú ert sátt/ur.
Skref 5: Líma myndir á spjaldið
Þegar þér finnst allt vera eins og það á að vera, byrjaðu þá að líma myndir á spjaldið. Þú setur eina mynd eða tilvitnun í einu, flettir þeim við, smyrð á lími úr límstifti og leggur það svo á spjaldið. Strjúktu yfir með höndunum til að slétta eins og hægt er.
Skref 6: Skreyta!
Það er auðvitað engin skylda að skreyta en það er skapandi leið til að ljúka við framtíðarspjaldið. Fáðu listamanninn innra með þér upp á yfirborðið og notaðu ímyndunaraflið! Skrifaðu eigin orð, setningar eða skissur á og í kringum úrklippurnar með tússpennum eða límdu pallíettur, glimmer, blúndur, borða eða hvað sem þér dettur í hug.
Skref 7: Hengja upp framtíðarspjaldið
Þegar þú hefur lokið við framtíðarspjaldið hengdu það á vegg þar sem þú munt sjá það reglulega. Eins og það er mikilvægt að búa til framtíðarspjald þá er alveg eins mikilvægt að sjá það oft.
Þú getur rammað það inn, eða bara límt það á vegginn.
Taktu líka mynd af framtíðarspjaldinu. Það er góð hugmynd að nota stafræna mynd af spjaldinu sem veggfóður á tölvunni þinni eða snjallsíma.
Skref 8: Framtíðarspjaldið notað sem vegakort
Að búa til framtíðarspjaldið er bara byrjunin! Nú er tími kominn til að láta það leiðbeina sér og vísa leiðina til nýrrar framtíðar.
- Búðu til aðgerðaráætlun fyrir markmiðin þín (og gerðu svo það sem stendur á henni!).
- Skrifaðu dagbók um markmiðin sem eru á spjaldinu.
- Lokaðu augunum og ímyndaðu þér að þú hafir náð markmiðum þínum og það mun auðvelda þér að hefjast handa við að uppfylla markmiðin.
Listamaður
Thanasis Foukas
Tenglar
Upplýsingar um listamanninn og framlag hans
Thanasis Foukas fæddist í Aþenu, Grikklandi. Hann ákvað snemma að læra eitthvað tengt fjármálum því hann vildi vinna við bókhald. En hann áttaði sig á að ljósmyndun hafði gripið hjarta hans og hann ákvað að fylgja draumi sínum og helga sig ljósmyndun. Árið 2000 skráði hann sig í LEICA ACADEMY ljósmyndunarháskóla og útskrifaðist tveimur árum síðar eftir að hafa fengið dýrmæta vitneskju og öðlast reynslu á sínu sviði.
En þetta var bara byrjunin hjá honum! Síðan þá hefur hann tekið þátt í mörgum hópsýningum bæði í Grikklandi og í öðrum löndum, einkasýning hans sem hann hélt í Aþenu árið 2003 með þema um menningaratburði var mjög vel heppnuð! Hann hefur verið í samstarfi við marga þekkta ljósmyndara og einnig dagblöð og tímarit á Grikklandi og Kýpur. Umfjöllunarefnin sem hann hefur mestan áhuga á sem atvinnuljósmyndari eru leiklist, tónlist, menningaratburðir og einnig íþróttir og samfélagsmál.
Listgrein
Ljósmyndun
Tungumál
Enska, Gríska, Þýska
Mynd listamanns
Calendar
Announcements
- - There are no announcements -